European input er alþjóðleg skipulagningshelgi fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. Staðfestar þátttökuþjóðir eru 24 og er því um að ræða mjög alþjóðlegan og spennandi viðburð.Viðburðurinn er styrktur af Evrópu unga fólksins og því er þátttökugjald ekkert og innifalið er matur, gisting, rúta og ýmis dagskrá.

European Input er frá fimmtudeginum 10 nóvember til mánudagsins 14 nóvember. Lagt er frá BSÍ klukkan 18 á fimmtudegi á Úlfljótsvatn og er komið til baka mjög snemma á mánudegi (fyrir 9 til að mæta í skóla/vinnu). Dagskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg og munu íslenskir þátttakendur fæ tækifæri til þess að taka þátt í hlutum tengdum undirbúningnum. Mótsstjórn World Scout Moot stendur fyrir helginni og munu fjölmargir einstaklingar sem eru partur af Moot Planning Team koma til þess að fá endurgjöf á hina ýmsu hluti sem þeir eru að vinna í.

Takmarkaður fjöldi kemst að og skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri World Scout Moot 2017.

Upplýsingabréf: europeaninput2016_invitation1

Viðburðurinn er styrktur af Evrópu unga fólksins

forsidubox_wsm2017

 

EU-flag-Erasmus+_vect_POS