Eurominijam 2016

Eurominijam er flokkamót fyrir dróttskátaflokka frá svokölluðum smáþjóðum í Evrópu, þ.e. þjóðum með minna en milljón íbúa. Mótið var fyrst haldið á Íslandi 2010, í Liechtenstein 2013 og næsta verður haldið í Mónakó. Dagskrá mótsins er að miklu leiti fólgin í flokkakepppnum, þríþraut og tugþraut skáta. Á mótið á Íslandi 2010 mættu fulltrúar sjö þjóða, Færeyja, Íslands, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu og Mónakó.

Mótið fer fram í Mónakó dagana 24.- 29. júlí 2016. Þema mótsins er „take the plunge“.

Ísland fær einungis að senda 3 dróttskátaflokka á Eurominijam 2016 og nú er þitt tækifæri. Þeir dróttskátaflokkar sem áhuga hafa á því að taka þátt í Eurominijam 2016 þurfa að tilkynna þátttöku í netfangið jon@skatar.is eigi siðar en 15. desember n.k. Ef fleiri en þrír flokkar tilkynna þátttöku verður haldin undankeppni sem sker úr um hvaða flokkar verða fulltrúar Íslands og mun hún fara fram í janúar.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni.

Ætlar þinn dróttskátaflokkur ekki að taka þátt?

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar