Euro Jamboree Pólland 2020

Hvað er Jamboree?

Orðið „Jamboree“ er sagt vera úr indíánamáli og þýðir „fjöldi stríðsmanna frá mörgum ættbálkum saman kominn til friðsamlegrar keppni“.  Baden – Powell stofnandi skátahreyfingarinnar valdi að nota þetta orð yfir heimsmót skáta, en hugmynd hans með mótinu var að koma á beinum kynnum einstaklinga af ólíkum uppruna.  Þannig mætti stuðla að friði í heiminum.

Hvað er Euro Jamboree?

Euro Jamboree er verið að halda í fyrsta skipti en það verður haldið í Gdansk í Póllandi og er ætlað skátum fædd 2006 til 26. júlí 2002.

 

Hvað gerist á  European Jamboree?

Evrópumótskáta verður haldið í Póllandi 27. júlí til 6. ágúst 2020.  

Evrópumót skáta er einstakt ævintýri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara! 

European Jamboree er nú haldið öðru sinni en fyrra mót var haldið á Englandi 2005. Von er á 15000 skátum til Gdansk í Póllandi árið 2020 þannig að um verður að ræða mikla hátíð með skátum frá öllum löndum evrópu og jafnvel víðar að.

Að taka þátt sem almennur þátttakandi

Ef þú ert fædd/ur á árunum 2002 (27. júlí og síðar) til 2006 gefst þér tækifæri til að taka þátt í mótinu sem almennur þátttakandi. Í því fellst að þú færð að taka þátt í allri dagskrá mótsins.

 

Að taka þátt sem sveitarforingi eða starfsmaður mótsins.

Ef þú ert á aldrinum 18 ára eða eldri átt þú kost á að sækja um sem sveitarforingi eða í starfsmannabúðum mótsins. Fjórir sveitarforingjar fylgja hverri sveit jafnt í undirbúningi mótsins, á leiðinni út og heim, sem og allan tímann á mótinu sjálfu. Á mótinu verða alþjóðlegar vinnubúðir sem er mjög spennandi kostur fyrir skáta á þessum aldri. Skátar í starfsmannabúðum hjálpa til við dagskrá, matarúthlutun, öryggisgæslu, stórviðburði, tjaldbúðarlíf og margt fleira. Ef þú ert eldri en 20 ára getur þú sótt um sem aðstoðarfararstjóri eða starfsmaður fararstjórnar. Í svona langferð með skátahóp eru ýmis verk sem þarf að sinna í undirbúningi og kynningu mótsins. Einnig þarf fólk til að vera á höfuðstöðvum okkar á mótinu og kynna skátastarf á Íslandi sem og að taka á málum sem kunna að koma upp.  

Algengar spurningar European Jamboree 2020

 

Ég er of ung/ur – get ég fengið undantekningu til að fara á EJ2020?

Almennir þátttakendur verða að vera fæddir á tímabilinu 27. júlí 2003 til 31. Desember 2006.

Get ég sjálf/ur séð um að kaupa flugmiðann til USA?

Allir þáttakendur undir 18 ára munu ferðast saman, ásamt fararstjórn og sveitarforingjum en IST þátttakendur hafa meira svigrúm og fá þeir frekara færi á að móta eigin dagskrá, kjósi þeir að gera það.

Þarf ég að fara í bólusetningu?

Nei.

Hvernig get ég fjármagnað ferðina?

Ferðalög á borð við EJ2020 krefjast góðs undirbúnings og verða ekki síður eftirminnileg fyrir þær sakir. Ýmsir möguleikar verða á fjáröflunum en þar mun samstarf fararstjórnar, félaganna, forráðamanna og skátanna sjálfra stýra för. Fararstjórn mun leita uppi tækifæri til fjáraflanna og auglýsa eftir fremstu getu en mun ekki persónulega standa að skipulagi og framkvæmd fjáraflana. Við hvetjum alla til að láta okkur vita af góðum hugmyndum og tækifærum svo við getum komið þeim upplýsingum til þátttakenda.
Fararstjórn mun einnig hafa augun opin fyrir og auglýsa sérkjör sem bjóðast þátttakendum.

Hvaða einkenni fáum við?

Það munu vera nokkrir valmöguleikar fyrir þátttakendur en pælingin er að allir muni fá eitthvað ódýrt eins og stuttermabol eða derhúfu og síðan geta þátttakendur borgað aukalega fyrir fleiri sameiginleg einkenni. Það á samt eftir að taka lokaákvörðun varðandi það.

Hvar skrái ég mig?

Þú skráir þig á skatar.felog.is

Hvenær rennur umsóknarfresturinn út?

Umsóknarfresturinn rennur út í september 2019.

Af hverju þarf að sækja um svona snemma?

Til þess að undirbúa svona stórar viðburð eins og EJ2020 er, er nauðsynlegt að fá skráningu svona snemma. Einnig er það gert til að mynda heild og gefa skátum möguleika á að fjármagna svona ferð.