Ertu pepp í Pepp í poka? -viðburði aflýst –

Pepp í poka er viðburður sem er ætlaður sveitarforingjum og stjórnum skátafélaganna, 18 ára og eldri. Hann verður haldinn 8.-10. september á Úlfljótsvatni. Þetta er eflandi viðburður með það að markmiði að peppa félagsráðið til góðra verka.

Á föstudegi verður farið yfir málefni skátahreyfingarinnar með léttum hætti og tekið þátt í hressandi kvölddagskrá.

Á laugardagsmorgni munu fastaráð BÍS kynna starfsemi sína með þeim hætti að það nýtist í innra starfi skátafélaganna. Eftirmiðdag laugardags verður farið í smiðjur varðandi fjárhagsáætlunargerð, aldursbilamót 2018, markaðsmál, samfélagsábyrgð, mannauðsmál skátafélaga, stefnumótun 2020, félagsráðsfundi, áætlunargerðir og sjálfsmatskerfi.

Á sunnudeginum verða skátafundurinn, skátasveitirnar og sveitarforingjastarfið tekið fyrir. Sveitarforingjar hvers aldursbils fyrir sig munu hittast og það verða örkynningar á þeim viðburðum og verkefnum sem skátum stendur nú þegar til boða.

Allir eru hvattir til að mæta með margnota poka.

*Einstök verðlaun verða veitt fyrir það félag sem mætir með flottustu pokana.
*Einstök verðlaun veitt fyrir bestu (hlutfallslegu) mætingu.

:: Skráning fer fram hér og eru tveir valkostir í skráningu:

Pepp í poka – Helgin: 7000,- föstudagur-sunnudags, dagskrá, fæði, gisting inni eða úti.

Pepp i poka – Dagurinn: 4000,- laugardagur; dagskrá og fæði, ekki gisting.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. september kl. 23:59

Við minnum á að ef félag ætlar að greiða fyrir sitt fólk verður félagið að senda skráningarnar í tölvupósti á skatar@skatar.is fyrir skráningarlok og Skátamiðstöðin skráir viðkomandi á viðburðinn. Annars verður viðkomandi að greiða útgefinn greiðsluseðil og fá endurgreiðslu hjá félagi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Viðburðinum var aflýst vegna dræmrar þátttöku

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar