Ert þú í Skátaflokki Íslands?

Keppnin um Skátaflokk  Íslands er hluti af Landsmóti skáta í sumar og þar munu flokkar reyna með sér í fjölbreyttum þrautum á hverju aldursstigi fyrir sig. Þeir skátaflokkar sem vilja koma til leiks með smá forskot geta leyst verkefni og skilað þeim inn.

Stop Motion og útilega

Verkefnin sem hægt er að skila fyrirfram eru þrjú og rann fyrsti fresturinn út þann 1. mars og þá skiluðu 22 flokkar inn verkefnum.  Nanna Guðmundsdóttir í Skátamiðstöðinni segir að það sé ekki of seint fyrir flokkinn að taka þátt í forkeppninni og næla sér í aukastig, en það þarf að bregðast hratt við, því skilafrestur er á þriðjudag, 15. apríl.  Verkefnið sem þá á að skila er flott og skemmtileg stop motion mynd og senda á landsmot@skatar.is

Ef hreyfimyndagerð höfðar ekki til flokksins þá verður hann að snúa sér að næsta og síðasta verkefninu fyrir Landsmót, en það er að skella sér í útilegu, taka nokkrar myndir og senda á landsmot@skatar.is með stuttri ferðasögu fyrir 1. júní.

Undirbúa sig vel fyrir Landsmótið

Þó skátaflokkar skili ekki verkefnum fyrir mótið eiga þeir góða möguleika í keppninni sjálfri á Landsmóti. Nanna hvetur flokkana til að undirbúa sig vel og bendir á hugmyndir að verkefnum fyrir hvert aldursstig, sem eru aðgengilegar á vef Landsmótsins – Skátaflokkur Íslands og í bæklingi sem gefinn var út.

Hafmeyjarnar súrra af kappi

Allir flokkar í fálkaskátasveitinni Hafmeyjum í Ægisbúum eru farnir að undirbúa sig af kappi fyrir Landsmót skáta og keppnina um Skátaflokk Íslands. ,,Stelpurnar eru mjög spenntar fyrir keppninni og finnst gaman að geta strax byrjað að undirbúa sig fyrir hana” segir Sif Pétursdóttir sveitarforingi Hafmeyja. ,,Súrringarnar slógu sérstaklega í gegn” bætir hún við.

Fá að vita meira:  Skoða bækling Landsmótsins um Skátaflokk Íslands

Um Skátaflokk Íslands á vef Landsmótsins

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar