Skátarnir sem sóttu námskeið í viðburða- og verkefnastjórnun um síðustu helgi eru engir nýgræðingar í að halda viðburði né halda utan um verkefni. Það var því engin óvirk hlustun hjá hópnum heldur komu þátttakendur með margvísleg sjónarhorn byggð á reynslu sinni.
Þrautreyndir verkefnastjórar, en tilbúin að bæta við þekkinguna
Þrautreyndir verkefnastjórar, en tilbúin að bæta við þekkinguna

Námskeiðið var haldið af Gilwell-skólanum en á vegum hans er nú boðið upp á öflug framhaldsnámskeið við góðar undirtektir.

Námskeiðið um viðburða- og verkefnastjórnun er tveggja daga námskeið og var það seinni dagurinn sem haldinn var um liðna helgi, laugardaginn 10. maí, námskeiðsins en fyrri dagurinn var 29. mars. Reynslan sýnir að það hentar mörgum að sækja tveggja daga námskeið í stað einnar helgar. Þannig gefst fólki einnig kostur að bræða með sér þekkinguna milli námskeiðsdaga. Jakob Fr. Þorsteinsson stjórnaði námskeiðinu ásamt Halldóru G Hinriksdóttur.

Síðastliðinn laugardag var áhersla lögð á viðburðastjórnun, eðli viðburða og ýmsa þætti sem þarf að hafa huga eins og skipulagningu, undirbúning, dagskrárgerð, kynningarmál, öryggismál, áhrif og skýrslugerð. Eins og sjá má á dagskrárstiklum einkenndi metnaður dagskrána:

  • Viðburðageirinn
  • Undirstöðuatriði viðburðastjórnunar
  • Áhrif viðburða (samfélagsleg, efnahagsleg, pólitísk, þróunarleg)
  • Menntunar- og félagslegt gildi
  • Fjármögnun viðburða (styrktar- og samstarfsaðilar)
  • Sviðsetning viðburða
  • Almannatengsl og samskipti við fjölmiðla
  • Öryggismál og leyfi
  • Verkefnisstjórinn og verkefnisteymið
  • Skuggastjórnandinn
Góð þátttaka
Góð þátttaka

Fyrri daginn hafði áhersla verið á aðferðafræði verkefnastjórnunar og unnu þátttakendur í hópum að völdum raunverulegum verkefnum skv. aðferðafræðinni að mestu undir leiðsögn Halldóru G. Hinriksdóttur. Sjá fréttina Viðburðir og verkefni