ENDURFUNDIR SKÁTA!  – Söngur og spjall!

Eldri skátar hafa haldið þeim skemmtilega sið um nokkurra ára skeið að hittast í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 annan mánudag í hverjum mánuði.  Sér til gamans, – til að spjalla, snæða léttan málsverð og jafnvel syngja saman. Viðburðurinn hefur til þessa verið undir forsjá BÍS en nú ber svo við, að nýr hópur sjálfboðaliða hefur tekið við keflinu.

Við hvetjum þig til að koma á ENDURFUNDI SKÁTA á mánudaginn 9. október í Hraunbænum. Húsið opnar kl. 11:30 en við byrjum um kl. 12 með söng – háværri og glaðværri skátasyrpunni. Samkoman stendur eitthvað á annan tíma, eftir hentugleikum.

Verið velkomin, nýjir gestir sérstaklega,

– þetta verður skemmtileg stund!

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar