Ekki ferðast allir eins á Landsmót

Þó flestir hafi nú komið með rútu á mótssvæðið og jafnvel með flugvél til landsins þá á það ekki við alla. Nokkrir vaskir dróttskátar úr skátafélaginu Vífli í Garðabæ hjóluðu alla leið á landsmót og skátar úr Strók í Hveragerði settu annan fótinn fyrir framan hinn og gengu á landsmót.

Frá Vífli fóru átta dróttskátar ásamt tveimur foringjum hjólandi. Lögðu þau af stað á sunnudagsmorgni frá afleggjaranum að Hafravatni og tók ferðin fjóra tíma. “Þetta var erfitt á köflum, yfirleitt var erfiðara að fara upp en niður” svöruðu skátarnir, aðspurðir hvort ferðin hafi verið erfið.

Gönguhópur Stróka sem fór úr Hveragerði myndaði 16 manna föruneyti úr fálka- og dróttskátum, ásamt foringjum. Foreldrum, ömmum og öfum var öllum þeim sem vildu taka þátt boðið. Gangan var 18 km löng og tók samtals níu tíma. Leið þeirra lá í gegnum Reykjadal með viðkomu í heitum lækjum og öðrum náttúruperlum, yfir Álút og loks niður að Úlfljótsvatni.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar