Drekaskátadagurinn 2017

Hressir drekaskátar í leik á ísnum.

Sunnudaginn 5. mars sl. mættu hátt í 100 spenntir drekaskátar í Hádegismóa við Rauðavatn á Drekaskátadaginn sem að þessu sinni var skipulagður af Árbúum.

Fyrsta verkefni drekaskátana var að labba í kringum Rauðavatn. Þar sem vatnið var frosið í gegn á þessum fallega vetrardegi var ákveðið að stytta ferðina með því labba með öllum drekaskátunum þvert yfir ísinn. Var það sannkölluð ævintýraferð og léku drekaskátarnir sér á svellinu þegar yfir ísinn var komið. Því næst tók við skemmtilegur póstaleikur um svæðið þar sem krakkarnir fóru í hina ýmsu leiki, gerðu snjólistaverk og fengu ósk sína uppfyllta.

Skátarnir á leið yfir ísinn.

 

Dagurinn endaði á því að allir fengu kakó og kex í boði Árbúa og héldu heim á leið sáttir með skemmtilegan dag í snjónum.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar