Dregið í happdrætti Skátablaðsins

Dregið hefur verið í happdrætti Skátablaðsins sem kom út í desember 2016. Voru það tveir heppnir skátar sem nældu sér í Surtsey húfu frá 66° Norður fyrir að vera með réttu svörin í getraununum tveimur.

Fyrsta getraunin var að leysa skátakrossgátuna en lausnarorðið í henni var Skátaandinn.

Önnur getraunin var að leita að Fríði Finnu Sigurðardóttur í blaðinu en hana var að finna á bls. 5, 6 og 20. 

Við óskum þeim Þórhildi Ernu Arnardóttur og Birnu Ösp Traustadóttur innilega til hamingju fyrir að hafa leyst þessar getraunir með glæsibrag!

 

::Hér má lesa Skátablaðið á rafrænu formi.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar