Landsmót fálkaskáta heppnaðist stórkostlega vel!

Fálkaskátar flykktust saman á Laugar í Sælingsdal og tóku þátt í frábærri dagskrá að víkingasið.
Dagskráin sló í gegn! Þar var farið í ýmsar þrautir og leiki, lært að skilmast, föndrað, sungið, gengið, hlegið og hlaupið. Svo fátt eitt sé nefnt. Meira að segja skein sólin á skátana um helgina!

Fálkaskátarnir settu upp tjaldbúð og fengu tækifæri til að spreyta sig í matseld og tjaldbúðavinnu.

Stemmingin var frábær á svæðinu og allir fóru kátir og glaðir heim eftir æðislegt mót! Mótsstjórn á stórt hrós skilið og við hrópum “B-R-A-V-Ó!” fyrir þeim.

Takk fyrir frábært mót allir sem að því komu, og við hlökkum til næsta móts.

Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.