Dagur sjálfboðaliðans

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er í dag, 5. desember. Það eru yfir 10 milljón sjálfboðaliðar í skátahreyfingunni og hlutverk þeirra er að styðja við ungmennastarfið og deila út jákvæðum boðskap skátanna í verki. Íslenskir skátar unnu þrekvirki við undirbúning og framkvæmd World Scout Moot í sumar og sýndu þar sannkallað fordæmi í verki sem mun veita innblástur um ókomna tíð.

Nú er komið að verkefni sem hefur verið í gangi í yfir 100 ár og það er að styðja við störf sveitarforingja. Sveitarforingjar í skátastarfi eru mikilvægustu sjálfboðaliðarnir í skátahreyfingunni og verkefni sjálfboðaliða ársins 2018 er að styðja við þeirra störf.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar