Dagsetningarnar fyrir aldursbilamótin eru komnar!

Sæl öll

Nú er loksins komið almennilegt plan fyrir aldursbilamótin næsta sumar.

Landsmót drekaskáta verður haldið á Úlfljótsvatni 9.-10. júní. Þau félög sem vilja lengja helgina eru boðin velkomin frá föstudegi. Mótsstjórn drekamóts var ráðin til þriggja ára í fyrra og verður þetta því annað mót þeirrar mótsstjórnar.

Landsmót fálkaskáta verður að Laugum í Sælingsdal 5.-8. júlí. Á þessu móti verður einnig fjölskyldumót/búðir. Við leggjum áherslu á að mótsstjórnin standi saman af skátum á vestur og norðurlandi og auglýsum hér eftir áhugasömum.

Landsmót dróttskáta verður í Viðey 20.-24. júní. Mótsstjórn er í höndum Landnema auk annarra sem þeir leita til.

Landsmót rekka og róverskáta verður í Þórsmörk 12.-15. júlí, gengið er frá Landmannalaugum dagana á undan. Mótsstjórn hefur verið skipuð, en áhugasamir eru velkomnir að slást með í vinnuhópa.

Við gerum ráð fyrir að sameiginlegar auglýsingar sem þið getið nýtt verði tilbúnar fljótlega.

Kveðja frá dagskrárráði

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar