askoruntekid

Hópur írskra og íslenska skáta tekur þessa vikuna þátt í Vetraráskorun skáta – eða Vetraráskorun Crean eins og hún er einnig kölluð, en verkefnið er kennt við írska pólfarann Tom Crean, sem meðal annars tók þátt í heimsskautsferðum Scott fyrir um öld síðan. Crean hefur verið árlegt frá 2012 þetta samstarfsverkefni íslenskra skáta, írskra skáta og Landsbjargar. Fer fram hérlendis.

Alls taka 43 krakkar á aldrinum 14 – 16 ára þátt að þessu sinni, auk fararstjóra, leiðsögumanna og hjálparliðs.  Skátarnir á Íslandi og Landsbjörg halda utan um dagskrána hér á landi.

Skátamál fylgjast að sjálfsögðu náið með þessu skemmtilega verkefni!

Hér að neðan eru myndbandsstikklur frá því í fyrra en í hliðarstikunni hér til hægri má sjá nýjustu fréttir af yfirstandandi vetraráskorun og tengil yfir á Facebook-síðu Crean sem gaman er að skoða!