Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Fjallafélagið heldur kynningarfund í kvöld, 15. janúar kl. 20:00 í verslun Intersport að Bíldshöfða.

Dagskrá fundarins:

  • Kynning á fjallafélaginu
  • Hálkuaðstæður á fjöllum – hvernig forðast má óhöpp
  • Nokkur ráð varðandi fatnað og búnað
  • Fjallgönguáætlun 2014
  • Haglöfs útivistarfatnaður – stutt kynning

ALLIR VELKOMNIR!

:: Nánari upplýsingar á vef Fjallafélagsins

fjallgonguaskorun-700pix-allt

Skátafélagið Hraunbúar auglýsir eftir sveitarforingja fyrir stelpur á Fálkaskátaaldri (10-12 ára).

Viðkomandi þarf að vera tvítug eða eldri og hafa reynslu af skátastarfi og áætlanagerð.

Sveitarforinginn…

..undirbýr og framkvæmir vikulega sveitarfundi
..mætir á foringjaráðsfundi sem eru aðra hverja viku
..kemur í félagsútilegu með sveitina sína
..kemur á Vormót með sveitina sína
..stendur fyrir minnst einni sveitarútilegu á hverri önn
..tekur þátt í viðburðum félagsins með sveitinni sinni
..ýtir undir mætingu á viðburði félagsins hjá sveitinni sinni
..tryggir upplýsingaflæði til foreldra barna í sveitinni sinni
..fylgist með viðburðum fyrir sitt aldursstig og hvetur skátana til þátttöku í þeim

Góð starfsaðstaða er fyrir hendi og leitast félagið við að mennta tilvonandi sveitarforingja. Félagið hefur aðsetur í­ glæsilegri skátamiðstöð við Ví­ðistaðatún í­ hjarta Hafnarfjarðar.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband á una@hraunbuar.is. Nánari upplýsingar gefur Una Guðlaug í­ sí­ma 848 7585

Varðeldastjórnun á landsmóti 2012

Kvöldvökustjórnun á fræðslukvöldi fim. 16.1. kl. 19.30

Vona að allir séu búnir að taka frá fimmtudagskvöldið 16. janúar því þá ætla Bjössi Hilmars, Gummi Páls og Gunni Atla að segja okkur leyndarmálið á bak við það að búa til brjálaða stemningu á kvöldvökum!! Skráðu þig strax á fræðslukvöldið og mættu í Skátamiðstöðina! – Einstakt tækifæri! Ekki missa af þessu! Nú borgar sig að mæta á staðinn!! Skráning hér

Frekari upplýsingar um fræðslukvöldið er að finna hér

Viltu leggja þitt af mörkum í starfi miljóna ungs fólks í Evrópu sem njóta góðs af starfi skátana?Hefur þú ástríðuna, hæfileikana og viljan til að leggja þitt af mörkum til Evrópustjórnar WAGGGS?

Ef þetta á við þig að þá vill Europe Region WAGGGS fá þína umsókn!

Europe Region WAGGGS er að leita að fólki til að starfa í vinnuhópum og stuðningsneti til að koma í framkvæmd stefnunni fyrir 2014-2016.

Umsóknum skal skilað í síðastalagi miðvikudaginn 15. janúar og sendar á jon@skatar.is

Terms of Reference WAGGGS Volunteers – EN

Application Form WAGGGS Volunteers 2014-2017

Advisory Council Call

Talningarvinna fyrir allt að 75 skáta til fjáröflunar býðst 22. og 23. janúar nk.

Unnið er frá kl. 15:00 – 24:00 á miðvikudeginum og frá 8:00 fram eftir degi á fimmtudeginum.

Leitað er eftir skátum/foreldrum 16 og eldri (10 bekkur og eldri)

Nánari upplýsingar hjá Döggu í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800 skatar@skatar.is

Skráningarfrestur er til mánudagsins 13. janúar kl. 14:00