Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

SKÁTAÞING 2014 verður haldið dagana 4.  og 5. apríl 2014 í Snælandsskóla, Víðigrund 7, 200 Kópavogi og hefst með setningu kl. 18:30 föstudaginn 4. apríl og lýkur laugardaginn 5. apríl kl. 17:30.  Kvöldverður og skemmtun verður um kvöldið í umsjá Kópa.

Afhending þinggagna fer fram á sama stað frá kl. 18:00 föstudaginn 4. apríl.

Dagskrá þingsins er skv. 25. grein laga BÍS, en einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á 3. kafla laga BÍS sem fjallar um Skátaþing.

Við undirbúning þingsins verður lögð áhersla á að virkja alla þátttakendur. Til þess að þetta megi takast sem best er nauðsynlegt að skráning þátttakenda berist tímanlega og eigi síðar en 1. apríl, svo sem lögboðið er.  Munið að allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétti. Skátafélög eru hvött til þess að vekja athygli sinna skáta á þinginu.

Þátttökugjald er kr: 3.000,-, innifalin eru þinggögn, léttur hádegisverður og kaffi á meðan á þingi stendur.

Rétt er að minna á að lokafrestur til að skila stjórn BÍS tillögum til breytinga á lögum BÍS er 7. mars og um mál sem hljóta eiga afgreiðslu á þinginu er 14. mars.

Á þinginu verða skv. lögum BÍS kjörnir: Aðstoðar skátahöfðingi og formaður Upplýsingaráðs til þriggja ára.  Formaður alþjóðaráðs til eins árs, vegna forfalla.Fjórir fulltrúar í hvert fastaráða BÍS til eins árs (alþjóðaráð, dagskrárráð, fræðsluráð, upplýsingaráð, fjármálaráð) 3 fulltrúar íuppstillingarnefnd til tveggja ára, einn endurskoðandi og einn skoðunarmaður reikninga BÍS til eins árs, tveir fulltrúar í Skátarétt til þriggja ára og einn fulltrúi í Úlfljótsvatnsráð til eins árs. Samkvæmt lögum BÍS sem samþykkt voru á skátaþingi 2013 bætast eftirfarandi embætti við: Formaður ungmennaráðs og fjórir fulltrúar í ungmennaráð til eins árs.

Tillögur um fólk í þessi störf óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 14. mars.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.

Uppstillingarnefnd skipa:

Ásta Ágústsdóttir                                     asta@selver.is

Björn Hilmarsson                                     bjorn@ferli.is

Helga Rós Einarsdóttir                          helgaros@gmail.com

Ásgeir Ólafsson                                         asgeir@hraunbuar.is

Tilkynningar um framboð óskast sendar í netfangið uppstillingarnefnd@gmail.com

Reykjavík, 20.02.2014.

f.h. stjórnar BÍS

Jón Ingvar Bragason

Viðburðarstjóri BÍS

ES: Frekari upplýsingar og þinggögn verður hægt að nálgast á www.skatamal.is þegar nær dregur þinginu. Skráning þingfulltrúa fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning  og skulu þingfulltrúar hafa skráð sig eigi síðar en 1. apríl 2014. Rétt er að ítreka það að allir skátar sem hyggjast taka þátt í þinginu skulu skrá þátttöku sína.

Skráðu þig strax á www.skatar.is/vidburdaskraning  

Dagskrárstjóri Landsmóts skáta, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir kynnir hvernig best er að undirbúa sig fyrir keppnina Skátaflokkur Íslands. Inga kynnir einnig tilboð um dagskrárhring með þemanu Skátaflokkur Íslands og hvernig best sé að tengja daglegt starf undirbúningnum á skemmtilegan og árangursríkan hátt!

Mæting í Skátamiðstöðina fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19.30. Ath. að fræðslukvöldið verður í beinni útsendingu á linknum http://idega-streaming.w.greenqloud.com/

Alþjóðaráð BÍS hefur borist boð um að senda fjóra þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu Rekka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Í boði er að senda fjóra rekka og róverskáta, mótsgjaldið er 100 evrur  og auk þess þarf að greiða 30% af ferðakostnaði.

Á Agora er rætt um fjölmörg mál er snerta fólk á aldrinum 16-24 ára og hvernig við eigum að þróa og leiða starfið fyrir þennan aldurshóp í skátunum. Nánari upplýsingar um Agora eru að finna á heimasíðunni: http://rovernet.eu/site/agora-2014/

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á föstudaginn, 7. mars.  Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon(hjá)skatar.is

Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.