Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Enn eru örfá pláss laus á norrænan þjóðfund ungs fólks (18 – 25 ára) sem haldinn verður 5. apríl kl. 9 – 17 á Hilton Nordica í Reykjavík. Niðurstöður fundarins verða sérstaklega kynntar norrænum ríkisstjórnum og Norrænu ráðherranefndinni. Góður vettvangur til að koma skoðunum ungs fólks á framfæri.

Nánari upplýsingar og skráning á ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is sem allra fyrst! Umsóknarfrestur að renna út!

Einnig má hafa samband við Ingibjörgu í Skátamiðstöðinni á ingibjorg@skatar.is eða í síma 550-9803.

 

 

Námskeiðið fjallar um viðburða- og verkefnastjórnun og er þátttaka þér að kostnaðarlausu.  Fyrri hluti námskeiðsins verður laugardaginn 29. mars kl. 9 – 16:30 í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 og síðari hlutinn þann 10. maí nk.

Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt Gilwell námskeið til að taka þátt í framhalds- og símenntunarnámskeiðum Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðarfræði verkefnisstjórnunar og skipulagningu verkefna. Áhersla er lögð á undirbúning, skipulag, framkvæmd og eftirvinnsla viðburða. Rýnt er í viðburði hreyfingarinnar. Fjallað er um lög, reglur og öryggisatriði. Skoðuð eru tengsl frístunda, tómstunda og ferðaþjónustu, sem og uppeldislegt- og samfélagslegt gildi viðburða og efnahagsleg áhrif þeirra.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • Kynnist faglegum vinnubrögðum í viðburða- og verkefnastjórnun.
  • Tileinki sér aðferðir verkefnisstjórnunar til að geta aukið skilvirkni í daglegum störfum, stýrt verkefnum og byggt þau upp á faglegan hátt.
  • Verði hæfari í að skipuleggja, undirbúa, framkvæma og meta stóra og litla viðburði á vettvangi skátahreyfingarinnar og annarra.

Hæfniviðmið námskeiðsins:

Við lok námskeiðs er miðað við að þátttakendur:

  • Þekki, geti lýst og beitt vinnuaðferðum verkefnastjórnunar.
  • Geti haldið viðburði sem feli í sér ferlið frá hugmynd til framkvæmdar.
  • Geti metið eigin viðburð og kynnt hann fyrir öðrum.
  • Geti greint og fært rök fyrir ýmiskonar áhrifum viðburða.

Stjórnendur:  Halldóra G Hinriksdóttir, MBA  – Forstöðumaður / Verkefnastofa og stefnumótun LÍ og Jakob Frímann Þorsteinsson, MA – Formaður námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði HÍ

Skráning á námskeiðið fer fram hér!

Ætlar þitt félag að vera með flottasta hliðið á Landsmóti skáta í sumar??

Komdu þá á fræðslukvöld, fimmtudaginn 20. mars í Skátamiðstöðinni kl. 19.30 og lærðu handtökin við að súrra og hanna hlið og aðrar skemmtilegar lausnir sem hægt er að nota í skátastarfinu þínu.Skráning hafin Ekki missa af þessu. Skráðu þig strax hér og taktu með þér vin!

Bein útsending frá kvöldinu hér

Kíktu á skemmtilega frétt um kvöldið hér

 

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni býður upp á spennandi námskeið fyrir skáta.

Boðið verður upp á námskeið í útieldun þann 1. maí, 3. maí og 10. maí.  Á námskeiðunum verður farið í útieldun og sérstök áhersla lögð á að kenna notkun á þeim búnaði sem að BÍS selur s.s. hollendingum (dutch oven) og murrikka pönnum. Allir læra að kveikja eld og vinna með hann. Skemmtilegt námskeið sem hentar vel fyrir skáta og aðra sem hafa áhuga á að vinna með útieldun.

Þann 4. Maí verður boðið upp á námskeið í öryggisatriðum fyrir klifurturninn á Úlfljótsvatni. Námskeiðið verður skylda fyrir þá sem að vilja fara með skáta í turninn.

Þann 10. maí verður boðið upp á námskeið í öryggisatriðum fyrir báta á Úlfljótsvatni. Námskeiðið verður skylda fyrir þá sem vilja fara með skáta á báta á Úlfljótsvatni.

Upplýsingar og skráning er á vefnum okkar www.ulfljotsvatn.is