Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Alþjóðaráði var að berast boð á róverskátamót í Sameinuðu Arabísku furstardæmunum sem haldið verður núna 1.-10. febrúar.

Í boði er að senda einn skáta 18-26 ára á kostnað mótshaldara.

Umsóknarfrestur er stuttur, eða bara til kl. 12:00 á mánudaginn, 6. janúar.  Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon(hjá)skatar.is

Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill ásamt vegabréfsnúmeri og gildistíma auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.

 

Gilwell-leiðtogaþjálfun (1. skref af 5)

Nýr hópur heldur af stað í Gilwell-leiðtogaþjálfun laugardaginn 18. janúar 2014 í Skátamiðstöðinni frá Kl: 09:00 – 17:00. Villt þú vera með?

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.

Skráning fer fram hér;www.skatar.is/vidburdaskraning

Upplýsingar veitir Dagga í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800

Kveðja, Gilwellteymið

Ertu viðbúin/n fyrir Skátaflokk Íslands?

Í dag voru birt 16 verkefni fyrir skátaflokka til að undirbúa sig fyrir hina æsispennandi keppni Skátaflokkur Íslands, sem fram fer á Landsmóti skáta. Keppnin er fyrir fálkaskáta, dróttskáta og rekka- róverskáta. Með verkefnunum fylgir dagskrárhringur sem tilvalið er að nota til að undirúa starf sveita og flokka fyrir Landsmót skáta. Fylgist með á heimasíðu landsmóts, www.skatamot.is  svo þið missið ekki af þessu tækifæri árþúsundsins.
Kveðja, Skátaflokksforingjar Íslands

Viltu byrja vorönnina með stæl?

Dagskrárhringsnámskeið eftir áramót! Byrjað að taka  niður pantanir.
Við minnum félögin á stuðningsnámskeiðin skemmtilegu við innleiðingu endurbættu skátadagskrárinnar.
Ertu að nota flokkakerfið og dagskrárhringinn? Vantar þitt félag aðstoð við að koma þessum mikilvægu þáttum í gang og skemmtilega samverustund fyrir sveitarforingjana?
Við heimsækjum félagið þitt með námskeið í því sem nýtist því best til að gera gott starf enn betra.

Hafið samband í síma 550-9806 eða á dagga@skatar.is og við finnum tíma sem hentar þínu félagi.