Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Vetraráskorun Crean er tveggja vikna útivistaráskorun og námskeið í útivist. Verkefnið er ætlað skátum á aldrinum 14-15 ára (fæddum 2002-2003). Dagskráin byggir á tveimur undirbúningshelgum í nóvember og janúar og vikulöngu námskeiði í febrúar. Nánari upplýsingar hér.

Eldri skátar hafa haldið þeim skemmtilega sið um nokkurra ára skeið að hittast í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 annan mánudag í hverjum mánuði.  Sér til gamans, – til að spjalla, snæða léttan málsverð og jafnvel syngja saman. Viðburðurinn hefur til þessa verið undir forsjá BÍS en nú ber svo við, að nýr hópur sjálfboðaliða hefur tekið við keflinu.

Við hvetjum þig til að koma á ENDURFUNDI SKÁTA á mánudaginn 9. október í Hraunbænum. Húsið opnar kl. 11:30 en við byrjum um kl. 12 með söng – háværri og glaðværri skátasyrpunni. Samkoman stendur eitthvað á annan tíma, eftir hentugleikum.

Verið velkomin, nýjir gestir sérstaklega,

– þetta verður skemmtileg stund!

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) ) auglýsar eftir umsóknum um þátttöku í Vetraráskorun Crean árið 2017-2018. Tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fæddir 2002-2003). Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu sjö ár. Verkefnið hefur verið gríðar vel sótt og þátttakendur sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og skal skila þeim fyrir sunnudagsins 15.október nk. Áhugasamir geta einnig haft samband við Silju með tölvupósti, silja@skatar.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Frá Írlandi koma allt að 20 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- og matsferli. Frá BÍS allt að 20 þátttakendur. Markmið verkefnisins er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað sem talið er skipta máli. Verkefnið skiptist í vetrarferðir og verkefni unnin í frítíma. Ferðirnar eru:

  • 24.-26. nóvember 2017 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Inni og útiverkefni í vetrarferðamennsku.
  • 19.-21. janúar 2018 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferð og verkefni í vetrarferðamennsku.
  • Vikan 9.-16. febrúar 2018  – Úlfljótsvatn og Hellisheiði. Verkefni og vetrarferð. Vikutími þar sem þátttakendur gætu þurft að taka frí í skóla.

Þátttakendur þurfa að mæta í allar ferðirnar. Auk ferðanna þurfa þátttakendur að vinna heimaverkefni í formi leiðarbóka. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 45.000,- kr. á mann. Innifalið í því er allur matur í öllum ferðunum, gistingar og ferðir til og frá Skátamiðstöðinni. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér í Hraunbæ 123 og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta búnað til vetrarferða s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í verkefninu. Umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hverjir eru teknir inn. Það er því mikilvægt að leggja mikið í umsóknina. Umsækjendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir að ætlast er til 100% þátttöku bæði í ferðum og í verkefnavinnu. Umsókn: Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Crean- vetraráskorun þurfa að sækja um fyrir 15.október. Skráning fer fram HÉR.

Þessi umsókn er einn af mikilvægustu þáttunum sem stjórnendur viðburðarins líta til við inntöku þátttakenda og því er mikilvægt að vanda hana eins vel og kostur er.

Skila þarf eftirfarandi fylgigögnum:

  • Umsögn frá skátaforingja og félagsforingja, en skátaforinginn og/eða félagsforinginn skal senda umsögnina beint á Silju á netfangið silja@skatar.is

Fylgigögnum skal skilað á tölvupósti á netfangið silja@skatar.is.

Berist ekki eitthvað af þessum þrem þáttum umsóknarinnar (skrifleg umsókn, leyfisbréf og umsögn frá foringjum) telst umsóknin ekki gild.

Fyrir hönd Crean-teymisins,

Silja Þorsteinsdóttir

Ungir Talsmenn er námskeið fyrir rekka- og róverskáta á vegum Upplýsingaráðs og Ungmennaráðs Skátanna.

Markmið námskeiðsins er að hvetja ungt fólk til áhrifa og auka sjálfstraust einstaklinga með þjálfun og kennslu til að koma fram á opinberum vettvangi til dæmis í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur og þátttakendur ætla einnig að skoða saman áhrifamikla notkun á miðlum og nýjungar í notkun samfélagsmiðla. Með þessari þjálfun mun námskeiðið gera skáta hæfa til að vera samfélagsmiðafulltrúar fyrir skátafélag eða skátahópa. Leiðbeinendahópur ungra talsmanna leitar að fólki með brennandi áhuga eða reynslu af fjölmiðlum, samfélagsmiðlum eða samskiptum til þess að ganga til liðs við skipulagshópinn.

Áhugasamir skulu hafa samband í netfangið berglind@skatar.is fyrir 4. október.