Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Rakel Ýr hefur verið ráðin inn sem viðbuðarstjóri Bandalags íslenskra Skáta. Rakel hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun innan skátahreyfingarinnar og má sem dæmi nefna að hún var mótstjóri Landsmóts skáta 2016. Hún kemur úr Garðabænum og hefur starfað með skátafélaginu Vífli alla sína skátatíð.

Hún mun hefja störf 1. mars 2018. Við bjóðum við hana velkomna til starfa!

Haldið verður vikulangt ævintýra ferðalag í gegnum Færeyjar dagana 2. til 9. júlí 2018.

Viðburðurinn gengur út á það að kynnast Færeyskri menningu og náttúru í gegnum æsispennandi söguþráð, þar sem þátttakendur kljást við allskonar dularfullar og spennandi þrautir.

Við erum að leita af félagi/félögum sem hafa áhuga að taka þátt í viðburðinum. Það er pláss fyrir 25 þátttakendur og 5 foringja. Þátttakendur eru á aldrinum 13 til 16 ára og koma frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Færeyjum.

Þessum 150 þátttakendum verður skipt í alþjóðlega flokka sem samanstanda af 6-8 skátum og einum foringja.

Þáttökugjaldið á viðburðinn er 30.000kr (1800DKK) án ferðakostnaðar.

Ef að þið hafið áhuga að taka þátt sendið þá tölvupóst á info@nordicadventurerace2018.fo fyrir 1.Mars n.k.

Nánari upplýsingar í viðhengjum: Nordic Race 1 Nordic Race 2

Íslenskum skátum býðst að senda allt að fjóra þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu Rekka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Agora verður haldið í Larch Hill, Dublin, dagana 11-15. apríl. Í boði er að senda fjóra rekka og róverskáta. Þáttökugjaldið er 200 evrur og auk þess þarf að greiða ferðakostnað. Styrkur er í boði fyrir þátttöku (25-50 þúsund) og mun upphæð ráðast eftir fjölda þátttakanda frá Íslandi.
Á Agora er rætt um fjölmörg mál er snerta fólk á aldrinum 16-24 ára og hvernig við eigum að þróa og leiða starfið fyrir þennan aldurshóp í skátunum. Nánari upplýsingar um Agora eru að finna á heimasíðunni: http://agora.rovernet.eu.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vefsíðu viðburðarins fyrir kl. 12:00 þann 1. mars n.k. 

Ferðasögur frá fyrri Agora ferðum má finna hérhér og hér.