Vetrarmót SSR

Vetrarmót Reykjavíkur var haldið í fjórða sinn um síðustu helgi í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Rúmlega 150 skátar úr öllum átta skátafélögunum í Reykjavík tóku þátt og má með sanni segja að sannur skátaandi hafi ríkt á mótinu. Skátarnir tókust á við fjölbreytt verkefni við hæfi aldurstigsins;  Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í krefjandi gönguferð um svæðið þar sem þau fengu að læra á snjóflóðaýli ásamt því að rata um í náttúrunni. Rekkaskátarnir fóru í Gönguferð inn í Reykjadal þar sem skellt var sér í lækinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með og foringjarnir stóðu sig frábærlega við að keyra skemmtilega dagskrá fyrir skemmtilegu skátanna.

Að venju þá gistu Róverskátarnir úti í tjaldi sem er útbúið kamínu sem hélt góðum hita þegar mannskapurinn fór í háttinn en í morgunsárið fór kuldinn að segja til sín þegar glóðin í eldinum voru búin og þá kom sér vel að kíkja inn í skála og vekja yngri skátanna.

Pulsupartý í snjónum!

Helstu markmiðin með þessum viðburði er að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík, auka samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík sem og setja upp skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir skátanna. Við slitin afhenti mótstjórinn skátunum mótsmerki fyrir vel unnin störf um helgina og voru skátarnir sammála um að vel hafi tekist. Að lokum er vert að þakka öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins og þá sérstaklega foringjum og einnig sjálboðaliðunum félaganna. Að þessu sinni kom skátaflokkurinn Hrefnunar og aðstoðaði okkur í eldhúsinu en í flokknum eru konur sem voru virkir skátar á árum áður. Það er mikilsvirði að eiga að fá svona hóp til aðstoðar á svona móti. Við fengum einnig góðan stuðning frá Hjálpasveit skáta í Reykjavík með bíla og búnað. Að lokum viljum við þakka INNES fyrir að gefa okkur kakó og Skátaland fyrir flutning á búnaði á mótið.

 

Mikil gleði ríkti á Úlfljótsvatni um helgina hjá 150 skátum sem tóku þátt í Vetrarmóti skátafélaganna í Reykjavík.  Mikill kuldi var og þurfti að vega á móti því með leikjum og sprelli.
Tvær svalar

Tvær svalar

„Allir skátarnir stóðu sig eins og hetjur í nístingskulda á Úlfljótsvatni. Dagskráin tók mið að frostinu og voru krakkarnir í miklum hamagangi í dagskránni til þess að halda á sér hita.  Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í bogfimi, Snjóflóðaæfingar og útieldun, og Rekkaskátarnir fóru í óvissuferð í Adrenalíngarðinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með,” segir Jón Andri Helgason mótsstjóri.

Elstu skát­arn­ir gistu í tjöld­um úti í frost­inu og þar var notast við kamínur til að hita tjöld­in áður en lagst var í svefnpokana. Yngri krakk­arn­ir gistu í skál­um á svæðinu.

Mark­miðið með mót­inu er að efla vetr­ar­úti­vist skáta í Reykja­vík sem og að auka sam­vinnu milli skáta­fé­lag­anna og komu fulltrúar frá öllum félögum að undirbúningi.

Jón Andri vill sérstaklega þakka þeim sem stóðu vaktina í dagskránni og í eldhúsinu. „Skátarnir voru sammála um að hafa fengið alveg einstaklega góðan mat alla helgina. Það er ekki hægt að halda svona skemmtilegt og krefjandi mót nema með úrvals skátaforingjum sem svo sannarlega til staðar í skátafélögunum í Reykjavík,“ segir hann glaður í bragði.

Sjá fyrri frétt: Meiri útivist og samvinna með Vetrarmóti

12654307_1010773812342628_6789400896486795069_n

 

„Vetrarmótið er sérstaklega haldið til þess að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík sem og að auka samvinnu milli skátafélaganna,“ segir Jón Andri Helgason hjá Skátasambandi Reykjavíkur, en Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í annað sinn um næstu helgi,  29.-31. janúar.

Vetrarmótið er fyrir skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá aldrinum 12 ára og eins og í fyrra er það haldið á Úlfljótsvatni. Skátar frá öllum Reykjavíkurfélögunum taka þátt í undirbúningi mótsins.

Eldri skátarnir ætla að gista í tjöldum

Dagskráin á mótinu er með hefðbundinni skátadagsskrá: skátaleikjum, kvöldvöku, einstökum næturleik, póstaleik þar sem verður farið í skyndihjálp, klifur og sig, kyndlagerð, snjóflóðaæfingar og margt fleira. „Það sem gerir þetta mót ennþá meira spennandi er að eldri skátar og foringjar ætla að gista tjöldum sem eru útbúin kamínum til þess að hita upp tjöldin á kaldri vetrarnóttu,“ segir Jón Andri.

Hugað að kamínunni sem verður í einu tjaldinu á Vetrarmótinu um næstu helgi

Hugað að kamínu sem verður í einu tjaldinu á Vetrarmótinu um næstu helgi

Hægt verður að fylgjast með gangi mála á mótinu á facebooksíðu mótsins www.facebook.com/vetrarmot og einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar um mótið á vefsíðu Skátasambands Reykjavíkur:   Vetrarmót Reykjavíkurskáta

Hrönn Þormóðsdóttir var endurkjörin formaður Skátasamband Reykjavíkur á aðalfundi þess sem haldinn var í fyrrakvöld. Fulltrúar allra skátafélaga í Reykjavík sóttu fundinn.

Arthúr Pétursson var einnig endurkjörinn sem gjaldkeri og Baldur Árnason kemur nýr í stjórn. Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð:

  • Hrönn Þormóðsdóttir formaður
  • Haukur Haraldsson varaformaður
  • Arthur Pétursson gjaldkeri
  • Valborg Sigrún Jónsdóttir ritari
  • Baldur Árnason meðstjórnandi

Einnig var kosið um tvo varamenn og var Páll L. Sigurðsson kjörinn til tveggja ára og Sif Pétursdóttir kjörin til eins árs.

Hafravatn og kynning á tómstundastarfi í skólum

Undir liðnum önnur mál var kynning á stöðu mála og framtíðarvonum á Hafravatnssvæði Skátasambandsins. Þá var einnig samþykkt samhljóða ályktun til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um kynningu á tómstundastarfi barna og unglinga í skólum borgarinnar.

Guðmundur og Liljar kynntu hugmyndir um Hafravatnssvæðið

Guðmundur og Liljar kynntu hugmyndir um Hafravatnssvæðið

Nánar um aðalfund Skátasamband Reykjavíkur má lesa á vef SSR :: Kröftugir Reykjavíkurskátar

 

Mikil gleði ríkti á Úlfljótsvatni um helgina þegar 150 skátar úr Reykjavík héldu þar sitt Vetrarmót.  Veðrið lék við þáttakendur og Úlfljótsvatn sannaði gildi sitt sem útivistarparadís skáta. Skátaskálarnir voru fullnýttir og einnig sváfu um tuttugu foringjar og eldri skátar í tjöldum.  „Mótið heppnaðist einstaklega vel, dagskráin var fjölbreytt og þátttakendur voru úr öllum skátafélögum í Reykjavík,“ segir Jón Andri Helgason hjá Skátasambandi Reykjavíkur.
Klifurbeltin græjuð. Björgunarsveitarmenn framtíðarinnar?

Klifurbeltin græjuð. Björgunarsveitarmenn framtíðarinnar?

Skátarnir léku við hvern sinn fingur og unnu saman að margvíslegum verkefnum og tóku þátt í allkyns uppákomum. Slöngubátarennsli, kyndlagerð, hópeflisleikir, bogfimi, klifur og sig í stóra klifurturninum sem orðinn er einkennistákn Úlfljótsvatns. Í gærkvöldi var svo haldinn Risa-Næturleikur og kvöldvakan var á sínum stað haldin í Strýtunni sem er samkomusalur staðarins. Í morgun var verið að blása upp hoppikastala til að toppa upplyftinguna á mótinu.

Fulltrúar allra skátafélaganna tóku virkan þátt í undirbúningi mótsins. Áhersla var á góða dagskrá og að stilla kostnaði mjög í hóf svo enginn þyrfti að halda sig til hlés. Mótsgjald var aðeins 4000 kr. fyrir helgina og innifalið var fullt fæði, dagskrá, ferðir skálagjald og mótsmerki.

Fleiri ljósmyndir  á >> facebook.com/skatarnir
en þar inn fóru nokkur myndaalbúm yfir helgina.

 

Tengdar fréttir:

Ánægðir með sig

Ánægðir með sig