::Árgjald til BÍS – tillaga stjórnar 2018

::Breyting á grunngildum – skátaaðferðin Skátaþing 2018 – Frá Björk Norðdahl og Berglindi Lilju Björnsdóttur

::Breyting á lögum um Styrktarsjóð skáta – tillaga stjórnar 2018

::Lagabreytingartillaga 9. grein – Skátaþing 2018 – Frá Þórhalli Helgasyni

::Lagabreytingartillaga 10. grein 2018 – Skátaþing 2018 – Frá Arnlaugi Gumundssyni

::Tillaga um stærðarviðmið tjaldbúða – Skátaþing 2018 – Frá Tryggva Marínóssyni

::Lagabreytingartillaga 19. grein – Skátaþing 2018 – Frá Þórhalli Helgasyni

::Lagabreytingartillaga 22. grein – Skátaþing 2018 – Frá Þórhalli Helgasyni

::Lagabreytingartillaga 28. og 20. grein – Skátaþing 2018 – Frá Sigurgeiri B Þórissyni

::Tillaga um tímasetningu landsmóts – Skátaþing 2018 – Frá Tryggva Marínóssyni

::Lagabreytingartillaga 19. grein – Skátaþing 2018 – Frá Ungmennaþingi

::Þingályktun um aldurskröfur á félagsforingja – Skátaþing 2018 – Frá Ungmennaþingi

Nýkjörin stjórn BÍS
Skátaþingi 2017 er nú lokið en það fór fram í Háskólanum á Akureyri núna um helgina. Þingið var haldið á Akureyri í tilefni 100 ára afmælis skátastarfs þar. Skátaþing valdi sér nýja forystu í stjórn BÍS en 6 af 8  stjórnarmeðlimum koma nýjir inn í stjórn í ár. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi. Dagmar Ýr Ólafsdóttir, aðstoðarskátahöfðingi. Anna G. Sverrisdóttir, gjaldkeri. Björk Norðdal, formaður Fræðsluráðs. Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður Dagskráráðs. Jakob Guðnason, formaður Upplýsingaráðs. Þar af voru endurkjörinn Jón Þór Gunnarsson, formaður Alþjóðarráðs og Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður Ungmennaráðs.

Landsmót skáta haldið 2020

Skátaþing 2017 samþykkti að næsta Landsmót skáta verður haldið árið 2020. Landsmót skáta var seinast haldið sumarið 2016 á Úlfljótsvatni og má því gera ráð fyrir því að næsta Landsmót verði að Hömrum á Akureyri . Það eru því fjögur ár í næsta Landsmót. Til að stytta biðina fram að næsta Landsmóti er áætlað að halda aldursbilamót sumarið 2018 fyrir hvert aldursbil fyrir sig, sbr. Drekaskátamót fyrir drekaskáta, Fálkaskátamót fyrir fálkaskáta osfrv. Áætlað er að hafa þessi aldursbilamót veglegri árið 2018 en vanalega.

Ákvörðunin kom í kjölfar umræðuhóps um tímasetningu næsta Landsmóts. Fleiri umræðuhópar voru haldnir á laugardeginum og voru umræðuefnin meðal annars um nýju Forsetamerkisbókina og stuðningur við fullorðna sjálfboðaliða. Þá skelltu einhverjir sér í skemmtigöngu um Glerárdal.

Hækkun róverskátaaldurs upp í 25 ára

Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á Skátaþingi. Lagabreytingartillaga um breytingu á 19. grein laga sem snýr um aldursdreifingu atkvæða var samþykkt svo að nú er æskilegt að í hverju skátafélagi sé ungmennafulltrúi á aldrinum 18–25 ára með atkvæði á Skátaþingi.

Lagabreytingartillaga frá Ungmennaþingi um að hækka róverskáta aldurinn upp í 25 ára var samþykkt en áður var róverskáta aldurinn einungis upp í 22 ára. Einnig var kosið um hvort að aðild B að BÍS skyldi hækkað upp í 26 ára. Ákveðið var að aðild B helst óbreytt og verður áfram fyrir 23 ára og eldri. Þá var starfsáætlun BÍS til næstu fimm ára einnig samþykkt.

Heiðursmerki

Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi, veitti fráfarandi stjórnarmeðlimum heiðursmerki fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar:

 • Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi – Silfurúlfurinn og gullmerki BÍS
 • Fríður Finna Sigurðardóttir, fyrrverandi aðstoðarskátahöfðingi – Þórshamarinn úr silfri
 • Sonja Kjartansdóttir, fyrrverandi gjaldkeri – Skátakveðjan úr silfri
 • Una Guðlaug Sveinsdóttir, fyrrverandi formaður Dagskrárráðs – Þórshamarinn úr bronsi
 • Heiður Dögg Sigmarsdóttir, fyrrverandi formaður Upplýsingaráðs – Þórshamarinn úr bronsi

Ólafur Proppé, fyrrverandi formaður Fræðsluráðs hefur nú þegar unnið sér inn æðstu heiðursmerki BÍS og því fékk hann afhentan blómvönd í staðinn í þakklætisskyni fyrir sín störf.

Meðlimir Pepphópsins voru heiðruð með þjónustumerki BÍS, Silfraða Liljan og Smárinn fyrir vel heppnuð og vinsæl Skátapepp:

 • Benedikt Þorgilsson
 • Sigurgeir B. Þórisson
 • Egill Erlingsson
 • Sif Pétursdóttir
 • Anna Marta Söebech
 • Berglind Lilja Björnsdóttir
 • Marta Magnúsdóttir
 • Harpa Ósk Valgeirsdóttir
 • Elínborg Ágústdóttir
 • Kári Gunnlaugsson
 • Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir
 • Jón Freysteinn Jónsson

Bleiki Ramminn og nýtt Skátaskaup

Bleiki Ramminn, verðlaun Upplýsingaráðs voru veitt í fyrsta skipti á þinginu. Verðlaunin hljóta þau félög eða einstaklingar sem hafa skarað fram úr í upplýsingamálum á liðnu ári en verðlaunahafar fyrir árið 2016 eru:

 • Skátafélagið Landnemar fyrir bestu heimasíðuna
 • Skátafélagið Faxi fyrir skemmtilegustu Facebook síðuna
 • Ævar Aðalsteinson, Mosverjum, fyrir bestu fréttagreinina
 • Roverwayhópurinn Rif fyrir skemmtilegasta snappið

 

Fyrsta skátaskaupið síðan 2012 var einnig frumflutt við góðar viðtökur þingsgesta. Skátaskaupið var skrifað, framleitt, klippt og leikið af rekka og róverskátum. Þingi lauk um hálfsjö en nýkjörinn skátahöfðingi, Marta Magnúsdóttir leiddi slit í fyrsta sinn með bræðralagssöngnum.

Ljósmynd tók Halldór Valberg. 

Marta Skátahöfðingi

Marta Magnúsdóttir er nýr Skátahöfðingi Íslands til tveggja ára. Marta sem er 23 ára Grundfirðingur er önnur konan í sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi sem er kjörin til að sinna þessu embætti. Marta hefur verið mjög virk í grasrót skátahreyfingarinnar síðustu ár og verið leiðandi í Pepphópnum sem stendur fyrir og skipuleggur Skátapepp – leiðtogavítamín drótt og rekkaskáta. Þá hefur hún einnig verið dugleg í alþjóðastarfi og var annar fararstjóri BÍS á hið alþjóðlega skátamót Roverway sem haldið var í Frakklandi í fyrra. Marta hefur líka afrekað það að fara á norðurpólinn árið 2015. Hún hlakkar til að sinna starfi Skátahöfðingja næstu tvö árin, skátahreyfingunni og samfélaginu öllu til heilla. Hér er því um góða fyrirmynd fyrir ungra skáta að ræða.

Dagmar Ýr Ólafsdóttir er nýr aðstoðarskátahöfðingi og formaður Félagaráðs. Dagmar er fædd og uppalin í skátahreyfingunni og verið dugleg að taka að sér sjálfboðaliðastörf í þágu hreyfingarinnar. Hún er búin að koma að og hjálpa til við öll Landsmót skáta síðan . Þá hefur hún einnig setið í Dagskrárráði og í öðrum trúnaðarstörfum innan Bandalags Íslenskra Skáta.

Nýr gjaldkeri BÍS og formaður Fjármálaráðs er Anna Gunnhildur Sverrisdóttir. Nýr formaður Upplýsingaráðs er Jakob Guðnason. Sjálfkjörin í sín embætti eru Jón Þór Gunnarsson, formaður Alþjóðaráðs, Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður Ungmennaráðs, Björk Norðdahl, formaður Fræðsluráðs og Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður Dagskrárráðs. Ný stjórn BÍS er því skipuð 6 konum og 2 karlmönnum.

Þingið er enn að störfum en áætluð þingslok eru kl. 18:00. Framundan eru málstofur um hin ýmsu málefni er snerta „Fjölgun Fullorðinna“ en það er yfirskrift þingsins í dag, kynningar og afgreiðslur.

Skátaþing 2017 var formlega sett í gærkvöldi í Háskólanum á Akureyri. Fríður Finna, starfandi skátahöfðingi bauð gesti velkomna. Ávörp héldu Matthías Rögnvaldsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Jóhann Malmquist, nýkjörinn félagsforingi skátafélagsins Klakks og Hrefna Hjálmarsdóttir, fulltrúi Akureyrargilda og stórskáti. Skátastarf á Akureyri fagnar nú í ár 100 ára afmæli og er þingið hluti af dagskrá afmælisársins sem félagið leggur mikið í.

 

Fundarstjórar í ár eru þeir prýðismenn Ingimar Eydal og Kjartan Ólafsson. Þingið var komið á fullt skrið þegar Fríður Finna veitti heiðursmerki bandalagsins. Heiðursmerki eru afhent fyrir vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þau sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru:

 

 • Bergný Dögg Sóphusdóttir, Skátafélag Akraness – Þórshamarinn úr bronsi
 • Brynja Þorsteinsdóttir, Skátafélag Borgarness – Þórshamarinn úr bronsi
 • Elín Ester Magnúsdóttir, Úlfljótsvatni – Þórshamarinn úr bronsi
 • Hildur Haraldsdóttir, Eilífsbúum – Þórshamarinn úr bronsi
 • Hreiðar Oddson, Kópum – Þórshamarinn úr bronsi
 • Ólöf Jónasdóttir, Klakki – Þórshamarinn úr bronsi
 • Jón Þór Gunnarsson, Stjórn BÍS – Þórshamarinn úr bronsi
 • Hafdís Bára Kristmundsdóttir, Vífli – Þórshamarinn úr silfri

 

Þá veitti Fríður Finna eftirfarandi nýjum félagsforingjum skipunarbréf. Kosið var í allsherjarnefnd og kjörnefnd og voru frambjóðendur sjálfkjörnir í þær stöður.

Eftir þá kosningu var haldið í kaffipásu sem heppnaðist vel. Eftir góða pásu var farið í dagskrárbreytingartillögur en það tók lengri tíma en áætlað var þar sem kjörnefnd var ekki búin að fara yfir öll nauðsynleg gögn og þar af leiðandi enginn kominn með atkvæði. Þess í stað skellti þingið sér í skýrslu stjórnar og umræður um hana.

 

Við störf þingsins núna um helgina er notast við eitt magnaðasta tækniundur 21. aldarinnar en þetta eru litlar fjarstýringar sem tengjast tölvukerfi, þessar fjarstýringar nýtast einkar vel við atkvæðagreiðslu á þinginu en það fór þó óhóflega mikill tími í að setja sjálft kerfið upp.

 

Annað tækniundur kynnti fundarstjórinn Kjartan Ólafsson fyrir þinginu í gær þegar hann henti stórum rauðum kubb í átt að saklausum viðmælanda, kom þó í ljós að mjúki kubburinn var hljóðnemi. Endaði þetta þó ekki betur en svo að kubburinn hitti einn kakóbollann og úr varð að gott kakó fór til spillis.

 

Svo var farið yfir í fjármálin en sá liður þingsins hefur orð á sér að verða lengri en dagskrá gerir ráð fyrir. Sonja Kjartansdóttir, formaður Fjármálaráðs stal algjörlega senunni með einum mögnuðustu fjármálaglærum sem sést hafa við kynningu ársreikninga hjá BÍS.

 

Þrátt fyrir að gengið hafi vel að komast í gegnum dagskrá þingsins og öflugar uppbyggjandi umræður vöknuðu ýmiss málefni þá náðist ekki að klára þá dagskrárliði sem taka átti fyrir í gærkvöldi og var því gert fundarhlé til 9 í morgun. Hefst nú spennandi þingdagur þar sem nýr skátahöfðingi verður kosinn

 

Höfundar: Magnús Geir Björnsson, Halldór Valberg Skúlason, Sunna Líf Þórarinsdóttir

 

 

Metþátttaka er í skráningu á skátaþingi sem haldið verður á Akureyri um helgina, en alls taka 164 skátar þátt í þinginu.  Skátaþing verður sett að viðstöddum boðsgestum á föstudagskvöld kl. 18.30 og að þeirri hátíðarstund lokinni tekur við aðalfundur Bandalags íslenskra skáta (BÍS) þar sem meðal annars verður gengið til kosninga.

Í vetur voru snarpar umræður meðal skáta um starfshætti og vinnubrögð stjórnar. Þessi ágreiningur leiddi til þess að þáverandi skátahöfðingi, Bragi Björnsson, sagði af sér í janúar og tók þá Fríður Finna Sigurðardóttir við embætti skátahöfðingja. Hún tilkynnti tilkynnti á aukaskátaþingi í febrúar að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Öll stjórn BÍS tilkynnti í framhaldi að hún óskaði eftir endurnýjuðu umboði.

Miklar breytingar verða á stjórn

Miklar breytingar verða á stjórn Bandalags íslenskra skáta, en hún er skipuð átta manns. Helmingur nýrrar stjórnar er sjálfkjörinn en kosið verður í hin fjögur embættin og eru þar 10 manns í framboði:

Sjálfkjörin eru Jón Þór Gunnarsson sem formaður alþjóðaráðs til eins árs, Harpa Ósk Valgeirsdóttir sem formaður dagskrárráðs til eins árs, Björk Norðdahl sem formaður fræðsluráðs til eins árs og Berglind Lilja Björnsdóttir sem formaður ungmennaráðs til þriggja ára.

Fjögur þeirra sem eru í framboði núna sátu í fyrri stjórn, þau Ólafur Proppé, Sonja Kjartansdóttir, Jón Þór Gunnarsson og Berglind Lilja Björnsdóttir. Nýir í stjórn verða því að minnsta kosti fjórir og einnig er öruggt að konur verða í fjórum sætum. Mögulegt er að konur muni sitja í sjö sætum af átta.

Vilja fá fleiri fullorðna til þátttöku

Skátarnir vilja fá fleiri fullorðna til þátttöku og er yfirskrift skátaþingsins „Fjölgun fullorðinna og málefni sjálfboðaliða“. Farið verður yfir stefnumótun og aðgerðir með áherslu á fjölgun sjálfboðaliða og stuðning við skáta í sjálfboðnum störfum innan skátahreyfingarinnar.  Sigríður Ágústsdóttir stjórnandi í Skátamiðstöðinni segir að umræðan í vetur hafi leyst úr læðingi mikinn velvilja í garð skáta. Margir hafi haft samband og lýst yfir áhuga á að leggja skátunum lið. Hún segir að þess sjáist einnig merki í fjölda framboða til stjórnar, sem og í góðri skráningu á þingið.

Á laugardag verða umræður þingfulltrúa og um þema þingsins, auk þess sem opnar verða kynningar um fjölmörg verkefni sem skátar eru með í deiglunni.