Um 200 drekaskátar frá 17 félögum fengu að upplifa jólin í júní á Úlfljótsvatni sl. laugardag þegar þeir tóku þátt í Drekaskátamóti – mót sem Bandalag íslenskra skáta heldur árlega fyrir drekaskáta allsstaðar að af landinu.

Mótið stóð í tvo daga, frá hádegi á laugardegi fram á seinni part sunnudags. Drekarnir tóku þátt í alls kyns skemmtilegri dagskrá svo sem að fara á báta, klifra í klifurturninum, poppa, grilla hækbrauð, fara í leiki og busla í vatnasafaríinu svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöldinu var hamborgaraveisla áður haldið var á kvöldvökuna í Friðarlautinni.

Á sunnudeginum var svo komið að stórleiknum mikla. Þar skiptu krakkarnir sér upp í lið og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir til að komast áfram á spilaborðinu svo þau gætu bjargað jólunum frá hinum illa Trölla. Limbó, jólasöngur, bottom sjú, blindraþraut, boðhlaupsmilla og „náðu fánanum“ er bara brot af þrautunum sem krakkarnir þurfu að leysa til að sigra.

Þá var komið að heimferð. Eftir viðburðaríka og blauta helgi héldu skátarnir heim á leið, margir hverjir að klára sína fyrstu útilegu, spenntir fyrir komandi skátastarfi í haust.

Við í mótsstjórn viljum þakka fyrir frábært drekaskátamót og hlökkum til að sjá enn fleiri á landsmóti drekaskáta að ári liðnu.

Myndir: Halldór Valberg

Tímabundið eða fyrir allt…?

Helgina 28.-30. mars sl. var Hrollur – ævintýraleg útivistaráskorun dróttskáta. Hvað er Hrollur? – Það er útivistarkeppni sem er haldin við Hleiðru á Hafravatni og svæðinu þar í kring. Markmiðið er að þátttakendurnir safni stigum yfir helgina með því að keppa í hinum ýmsu þrautum og að keppni lokinni er sigurliðunum verðlaunað með glæsilegum vinningum.
Hrollur 2017

Verið að undirbúa göngu laugardagsins…

Að þessu sinni voru það 25 hressir þátttakendur sem mættu í roki og rigningu við Hafravatnsafleggjarann á föstudeginum til að labba upp í Hleiðru þar sem þau gistu í tjöldum yfir helgina. Þegar tjöldin voru komin upp fór kvöldið í að skipuleggja gönguleið laugardagsins. Þá þurftu krakkarnir að rifja upp áttavitakunnáttu sína og geta tekið stefnu á korti til að geta skilað inn réttu tímaplani til foringjanna. Kunna ekki annars allir skátar það?…

Fyrsta liðið lagði af stað út í snjóinn og rokið klukkan 07:30 á laugardeginum í göngu um Hafravatn til að leysa pósta og lenda í ævintýrum. Hin liðin fylgdu síðan fljótt á eftir… Orðarugl, slúðurgerð, fjallgöngur, súrringar úr spagettí, prjón án prjóna, bootcamp og #TanSelfie var meðal þrautanna sem liðin þurftu að leysa á leiðinni til að safna stigum.

Hrollur 2017

Get ready, steady, GO! Sunnudagskeppnin að hefjast.

Þegar krakkarnir mættu aftur upp í skála að göngu lokinni klukkan 17:00 kom í ljós að aðeins 16 skátar höfðu „lifað af“ laugardaginn. Það voru nefninlega 9 skátar sem „dóu“ á leiðinni. Ekki örvænta, að „deyja“ á Hrolli þýðir einfaldlega að gefast upp og fara heim… Það voru því aðeins 5 lið (í stað 9) sem fengu hamborgaraveislu að göngu lokinni og tóku þátt í sleikjukeppninni um kvöldið. Hvað ætli það sé? Í sleikjukeppninni fá liðin 5 mínútur til að sleikja upp foringjana og láta þeim líða sem best. Því betri sem sleikjan er því fleiri stig.

Þegar búið var að ganga frá öllu á sunnudagsmorgninum var komið að ÓVÆNTU sunnudagskeppninni. Þar kepptust liðin um að vera fyrst til þess að leysa hinar ýmsu þrautir og fá sem flest stig. Í ár þurftu krakkarnir að elda súpu á prímus,
róa á kajökum á Hafravatni og súrra þrífót – allann tímann klædd í björgunarvesti.

Hrollur 2017

Sigurliðið, Penguinsquad með Herra Hroll.

Að lokum var komið að verðlaunaafhendingunni. Í fyrsta sinn í sögu Hrolls fór Herra Hrollur ekki heim í Mosfellsbæinn heldur í Víflaheimilið. Það var liðið Penguinsquad sem sigraði Hroll 2017 en í því voru 2 strákar úr skátafélaginu Vífli.  Mosverja liðið Mammaþín lenti í örðu sæti og TF-stuð úr Kópum lentu í 3 sæti.

 

Psst.. heyrst hefur að DS. Malmquist frá Klakki hafi verið með besta slúðrið.

Sjáumst aftur að ári! – Hrollsteymið.

Marta Skátahöfðingi

Kæru skátar,

Nú hefst fjögurra mánaða uppskeruhátíð vetrarins. Eins og starfið er byggt upp hjá okkur í dag er skátastarf skátafélaganna reglulegt yfir vetrartímann og yfir sumarið er skátastarfið með öðru sniði. Þá fer hver og einn skáti sínar eigin leiðir í að fylgja skátaheitinu og að njóta útiveru í íslenskri náttúru í auknum mæli… að ógleymdu öllu hinu sem skátastarf er.
Sumarið 2017 verður sérstaklega eftirminnilegt því í sumar er loksins komið að World Scout Moot. Ég segi bara eins og sungið er fyrir jólin „Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til“.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumar og þakka fyrir veturinn. Einnig óska ég þess að við bjóðum gamla, núverandi og nýja félaga innilega velkomna með í allt skátastarf í sumar, sumarið heillar!

Meðfylgjandi myndband er af hressum rekkaskátum á skátamóti sumarið 2016

Sumarkveðja,

Marta skátahöfðingi

 

 

Skátar fagna sumarkomu og halda Sumardaginn fyrsta hátíðlegan á margvíslegan hátt. Skátar hafa sett svip sinn á hátíðarhöld um allt land frá upphafi skátastarfs á Íslandi.

Sumardagurinn fyrsti er dagur barnanna og af því tilefni gefa Skátarnir og Eimskip öllum börnum í öðrum bekk allra grunnskóla landsins íslenskan fána til að nota í tilefni dagsins.

Mikið er um að vera fyrir börnin á þessum skemmtilega degi. Skrúðgöngur, hoppukastalar, skátafjör og margt, margt fleira.

Skátarnir hvetja landsmenn til að fagna sumri með fánum og fjöri. Samverustundir fjölskyldunnar eru dýrmætar og því um að gera að njóta dagsins saman.

Hér að neðan má sjá brot af þeim viðburðum sem Skátar um land allt standa fyrir.  

Einnig má hlaða niður pdf skjal með viðburðum dagsins.

 

Gleðilegt sumar!

Hátíðarhöld skátafélaga um land allt