Um helgina var haldið stærsta Ungmennaþing skáta á Íslandi fram til þessa þegar hátt í 40 skátar mættu á Úlfljótsvatn.

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi setti þingið á föstudagskvöldið. Hún flutti ávarp þar sem hún talaði um mikilvægi þess að unga fólkið tæki virkan þátt í skátastarfi í dag og að þeirra skoðun skipti miklu máli.

„Unga fólkið er ekki framtíðin, það er nútíðin“.

Þessi orð frá Mörtu voru svo sannarlega lýsandi fyrir anda helgarinnar. Dagskrá föstudagsins endaði með spurningakeppninni „Ertu skarpari en fálkaskáti?“ en þau Benedikt Þorgilsson og Hulda María Valgeirsdóttir unnu keppnina.

Ungmennaþing 2018

Skátarnir að þinga!

Á laugardeginum fræddust þátttakendur um Skátaþing og hvernig á að komast í ráð og nefndir.  Einnig var fjallað um jafningjafræðslu og radíóskátun. Þátttakendur fengu kynningar á alþjóðlegum viðburðum framundan s.s. Agora, Jamboree 2019 og Landsmóti rekka- og róverskáta í sumar. Í Skátamasinu var rætt um hin ýmsu málefni eins og vefsíðu skátanna, fjölgun í skátastarfi, róverskátar 100 ára, sveitaforingjann o.fl. Ekki má gleyma leikjunum sem var farið í á milli dagskrárliða en það var Urður Björg Gísladóttir sem vann stólaleikinn mikla.

 

Þá var komið að þinginu sjálfu. Þar var mikið rætt og þá sérstaklega um aldur félagsforingja og að ungmenni hefðu aukin atkvæðarétt fyrir hönd skátafélaga á skátaþingi. Eftir þinghöld var komið að því sem allir biðu eftir. Fyrstu árshátíð rekka- og róverskáta á Íslandi. Allir fóru í sitt fínasta púss og komu saman í matsalnum þar sem boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Síðan var haldið í Norðursal þar sem dansað var fram eftir kvöldi.

Þegar búið var að þrífa Úlfljótsvatn á sunnudeginum var ákveðið að kíkja á Fræðasetur skáta þar sem Gunnar Atlason fræddi okkur um sögu skátastarfs á Íslandi. Helginni lauk svo í sundlaugarpartýi á Selfossi og fóru þátttakendurnir fullir eldmóðs heim, sannfærðir um að unga fólkið muni breyta heiminum!

 

Í gær var Rekka- og Róver Ruglið haldið í Landnemaheimilinu . Það voru um 15 skátar sem mættu og eyddu kvöldinu í að hlusta á 2-5 mínútna kynningar og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni. Það var nefninlega þannig að hver sem vildi gat komið og verið með kynningu um hvað sem er. Meðal þessara kynninga voru leikir, jóðl kennsla, örfyrirlestur um hvernig á að hefja róverskátastarf og svo kennsla í að reima skó!

 

Það er aldrei of seint að læra að reima!

Hjálmar að kenna okkur hvernig á að hefja róverskátastarf.

 

Hópur 11 rekkaskáta undir fararstjórn Silju Þorsteinsdóttur og Finnboga Jónassonar hélt af stað í leiðangurinn Auði djúpúðgu föstudaginn 7. apríl. Áfangastaðurinn var Larch Hill skátamiðstöðin skammt fyrir utan Dublin á Írlandi.

Með leiðangrinum Auði djúpúðgu er stigið nýtt skref í samstarfi BÍS og Scouting Ireland, en undanfarin ár hafa írskir dróttskátar komið til Íslands í febrúar og tekið þátt í The Crean Challenge Expedition ásamt íslenskum dróttskátum og ungliðum björgunarsveitanna.

Á meðan The Crean Challenge Expedition er ætlað að þjálfa þátttakendur í vetrarskátun er hugmyndin að baki leiðangrinum Auður djúpúðga að þjálfa rekkaskáta í sumarskátun í skóglendi.

Þegar komið var til Larch Hill tóku Írarnir á móti hópnum og skipt var í flokka og tjaldbúðin gerð klár. Þetta var algjör lúxus tjaldbúð með kojum í tjöldum og fleiri flottheitum. Fyrstu tveir dagarnir fóru í æfingar og undirbúning aðal leiðangursins sem farinn var á dögum 3-6. Farið var um skóglendi í nágrenni Larch Hill og gist í skála fyrstu nóttina en í skýlum, sem skátarnir byggðu sjálfir úr greinum sem þau fundi í skóginum, seinni næturnar. Á leiðinni voru stöðvar þar sem skátarnir lærðu ýmislegt sem Írarnir kalla „Backwood Skills“.

Að loknum leiðangrinum tóku við æfingar í háloftabrautinni í Larch Hill og var það mikil upplifun. Einnig ýmsir hópeflisleikir og annað skemmtilegt. Eins og Íslendinga er siður var líka kíkt „smá“ í búðir. Hópurinn kom svo sæll og glaður heim föstudaginn 14. apríl eftir skemmtilegan leiðangur.

BÍS og Scouting Ireland stefna að því að endurtaka leiðangurinn Auði djúpúðgu á næsta ári og viljum við benda rekkaskátum á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir þátttakendum næsta haust.

Hópur rekkaskáta hélt senmma í morgun af stað í leiðangurinn Auði djúpúðgu.

Leiðangurinn sem er átta daga langur er farinn í samvinnu við Scouting Ireland og munu rekkaskátarnir dveljast í skátamiðstöðinni Larch Hill sem er skammt fyrir utan Dublin ásamt hópi írskra jafnaldra sinna.

Markmið leiðangursins er að kynnast því hvernig útilíf írskir skátar stunda og þannig tengja enn betur saman skátastarf á Íslandi og Írlandi.

Hugmyndin er að eins og írskir dróttskátar koma árlega í vetrarleiðangur til Íslands fari íslenskir rekkaskáta árlega til Írlands í sumarleiðangur.

Fararstjórar eru Silja Þorsteinsdóttir og Finnbogi Jónasson.

Svipað alþjóðlegt verkefni má finna fyrir dróttskáta í samvinnu við Írska skáta, en það er Crean verkefnið sem fer fram hér á landi.

::Hér má finna fréttir af því verkefni

Rekka- og róverskátar að skipuleggja sína eigin útilegur, viðburði og fundi?! Félagasokkar? Hobo-pie?
RUS dagurinn eða Rödd ungra skáta dagurinn var haldin af Ungmennaráði í skátaheimili Mosverja laugardaginn sl. Það voru um 24 rekka- og róverskátar sem mættu og fengu tækifæri til að skipuleggja sína eigin rekka- og róverdagskrá.

Hvað ætli hafi verið svona fyndið?

Undanfarna mánuði hefur rekka-og róverdagskrá mikið verið í umræðunni hjá skátahreyfingunni. Hvað vilja krakkarnir gera? Er of mikið eða of lítið af viðburðum í boði? Hvað er hægt að gera til að vera með skemmtilega dagskrá sem fær fólk til að mæta? Niðurstaðan er einföld. Krakkanir vilja fara að skipuleggja sína eigin dagskrá. Þau vilja halda meira af sjálfsprottnum viðburðum og vera með opna rekka- og róverfundi.

Hrafnkell að kynna hugmyndina sína um félagasokka

 

 

Á RUS-deginum fengu krakkarnir tækifæri á að skipuleggja einmitt það. Þeim var skipt í fjóra hópa. Fyrsti hópurinn sá um að skipuleggja útilegur/viðburði. Þau skipulögðu útilegu sem verður í júní á þessu ári þar sem krökkunum gefst tækifæri á vera úti, gista í tjaldi, ganga og takast á við skemmtilegar áskoranir. Annar hópurinn skipulagði opna fundi fyrir rekka- og róverskáta. Þar voru m.a. skipulagðir Disney- og íþróttafundir. Þriðji hópurinn var fyrir þá sem höfðu sínar eigin hugmyndir sem þau langaði að framkvæma. Þar kom upp sú hugmynd að hanna félagasokka – sokka fyrir hvert skátafélag í félagalitunum með logo skátafélagsins á hliðinni. Sú hugmynd er enn á hönnunarstigi en verður vonandi að veruleika bráðlega. Fjórði og síðasti hópurinn skipulagði svo dagskrá fyrir kvöldið og varð fyrir valinu að gera appelsínumöffins á kolum og horfa á Disney myndina Moana.

Þegar hóparnir voru búnir að skipuleggja verkefnin sín var farið í sund í Lágafellslaug. Eftir hressandi sundferð elduðu krakkarnir sér Hobo-pie í kvöldmat. Hvað er það eiginlega? Þá er blandað saman alls kyns grænmeti, kjöti, sósum og kryddi sem er eldað á kolum í álpappír og síðan borðað.

Að dagskrá lokinni fóru krakkarnir heim ánægðir með viðburðaríkan dag (no pun intended…). Fyrir þá sem komust ekki á RUS-daginn verða allir viðburðirnir auglýstir betur þegar nær dregur.

-Ungmennaráð

Það var hópurinn #svópur sem varði titilinn frá því í fyrra og vann ljósmyndamaraþon rekka- og róverskáta annað árið í röð.

Þó að það hafi ekki verið um margt að velja var valið alls ekki auðvelt sagði dómnefnd keppninnar á Facebook þar sem úrslitin voru kynnt. Keppendurnir stóðu sig öll mjög vel og skemmtu dómnefndinni með frumlegum og skemmtilegum myndum.

Hér fyrir neðan má sjá brot af myndunum sem voru send inn í keppnina.

Restina af myndunum má svo finna á Instagram undir myllumerkinu #skatamynd2017

#HnattrænHlýnun #skatamynd2017 #skatarnir #HinMyndarlegu

Framtíðin liggur í að geta spilað við sjálfann sig #svópur #skatamynd2017 #skatarnir #alvegeins

Framtíðin liggur í hellaðri týsku og menningarflæði #svópur #skatamynd2017 #skatarnir #hártískaframtíðarinnar

Framtíðin liggur í frægu múlan karakterum #svópur #skatamynd2017 #skatarnir #frægðin

#Ferðamáti #skatamynd2017 #skatarnir #HinMyndarlegu #Geimskip