Efni sem á að fara í stóra myndarammann efst á forsíðunni.

Forvarnardagurinn 4. október 

Ung fólk fætt árin 2000-2003 getur tekið þátt í netratleik með því að svara nokkrum vel völdum spuningum sem tengjast aðildarfélögum Forvarnardagsins. Í verðlaun eru sex gjafabréf frá 66° Norður að verðmæti 50.000 kr. hvert, sem forseti Íslands afheindir sigurvegurum við athöfn á Bessastöðum.

:: Ratleikinn má nálgast hér.

Rannsóknir sýna að samvera er ein besta forvörnin gegn vímuefnanotkun – ásamt þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og því að fresta því að hefja neyslu áfengiðs sem lengst. Hvert ár skiptir þar máli.

:: Frekari upplýsingar um forvarnardaginn má finna hér.

Forvarnardagur 2017 verður haldinn miðvikudaginn 4. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.

 • Rannsóknir hafa leitt í ljós að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta áfengis og vímuefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti.
 • Því meiri tíma sem foreldrar verja með unglingum því ólíklegra er að þeir leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu.
 • Þeir unglingar sem telja sig auðveldlega geta fengið stuðning frá foreldrum sínum eru ólíklegri en aðrir til að leiðast inn á braut áfengis- og vímuefnaneyslu.
 • Foreldrar sem þekkja aðra foreldra í hverfinu og vini barna sinna draga úr líkum á því að unglingarnir ánetjist áfengi og vímuefnum. Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn.
 • Samstarf foreldra, þar með talið þátttaka í skólastarfi, æskulýðs- og íþróttastarfi og foreldrarölt, er mjög af hinu góðu. Þekktu foreldra skólafélaga og vina unglinga þinna og vertu hluti af samfélagi og neti foreldra. Láttu þig varða hag unglinga almennt.
 • Unglingar sem stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf undir leiðsögn ábyrgra aðila eru ólíklegri til að leiðast út í áfengis- eða vímuefnaneyslu eða aðra óæskilega hegðun.
 • Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist áfengi eða vímuefnum. Hvert ár skiptir máli.
 • Öflugt forvarnarstarf þarf að beinast að því að bæta umhverfi unglinga. Miklu skiptir að allir vinni saman; foreldrar, kennarar og þeir sem skipuleggja íþrótta- og æskulýðsstarf. Allir þessir aðilar verða að leggjast á eitt eigi góður árangur að nást. Forvarnarstarf er grasrótarstarf.

Frekari upplýsingar um Forvarnardaginn má finna á vefsíðu átaksins. 

Þar má einnig finna skemmtilegan netratleik með flottum vinningum fyrir ungt fólk fætt 2000-2003. 

 

Ágætu skátasystkin 

Undanfarnar tvær vikur hafa fréttir af síendurteknum jarðskjálftum í Mexikó verið áberandi á fréttaveitum um heim allan. Þegar þetta er ritað hafa 273 látist og yfir 2 000 slasast í Mexíkóborg einni. A.m.k. 40 hús hafa hrunið á svæðinu og innviðir eru hafa látið verulega á sjá. Þúsundir fjölskyldna reyna nú að vinna úr áfallinu.
Þrátt fyrir stófellda eyðileggingu og missi hafa 4 000 skátar þó ekki látið sitt eftir liggja við hjálparstarf. Allt frá upphafi hafa þessir virku þjóðfélagsþegnar ekki hikað við að rétta fram hjálparhönd, ávallt viðbúnir að þjóna þeim sem þurfa aðstoðar við með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir að hafa sjálfir orðið illa úti í hamförunum.
Uppbyggingarstarfið verður tímafrekt og mun krefjast gríðarlegs magns hjálpargagna. Til að auðvelda hjálparstarfið hefur mexikanska skátahreyfingin hleypt af stokkunum fjáröflunarátaki á Scout Donation Platform.  

Sagt hefur verið að ekkert góðverk, hversu lítið sem það kann að vera, sé til einskis. Við hvetjum ykkur til að sýna skátasystkinum okkar samhug í verki og biðlum til góðmennsku ykkar og gjafmildi. Raunar hafa mörg landssambönd skáta um heim allan nú þegar brugðizt við og sýnt stuðning sinn í verki. 

 Þið getið aðstoðað með því að: 

       Styðja hjálparstarf mexikönsku skátahreyfingarinnar með beinum fjárframlögum til átaksins á Scout Donation Platform.

 • Skipuleggja fjáröflunarátak í ykkar nærumhverfi (t.d. gegnum skátafélagið ykkar) og senda afraksturinn til mexikönsku skátahreytingarinnar gegnum Scout Donation Platform.
 • Hjálpa okkur að kynna og auglýsa fjáröflunarátak mexikönsku skátanna og afla frekari fjár með því að “læka” átakið og deila því sem víðast. Með því að deila þessu með fjölskyldum okkar og vinum, getum við aflað enn meiri fjár til að hjálpa skátasystkinum okkar í Mexikó
 • Framlög ykkar hafa áður hjálpað skátum á Filippseyjum, Haiti, í Perú, Ekvador, Nepal og Sri Lanka að standa við skátaheitið um að hjálpa öðrum. Nú, meira en nokkru sinni fyrr, reiða skátar í Mexikó á ykkur að sýna samhug og stuðning í verki

Á mánudaginn kemur mun ég heimsækja Mexikó til að taka höndum saman með skátasystkinum okkar þar í landi, sýna þeim samhug okkar og stuðning hreyfingar okkar. Einnig mun ég afhenda framlög ykkar þeim sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna.

Allur stuðningur skiptir máli! Saman skulum við hafa víðtæk og áhrif til góðs. Ég hvet ykkur til að skoða vefsíðu Scout Donation Platform til að styðja við átakið og fræðast nánar um það.


Með skátakveðju,

Ahmad Alhendawi
Secretary General
World Organization of the Scout Movement (WOSM)

25. september sendi Stjórn Æskulýðsvettvangsins frá sér áskorun til yfirvalda sem hljómar svona:

 

Vegna ítrekaðara frétta af kynferðisafbrotamönnum og barnaníðingum sem hafa fengið uppreist æru og öðlast starfsréttindi sín á ný og þar með átt auðvelt með að snúa til fyrri starfa vill Æskulýðsvettvangurinn koma eftirfarandi áskorun til yfirvalda á framfæri.

Í æskulýðslögum nr. 70/2007 segir í 3. – 4. mgr. 10. gr.: „Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2.gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegnar brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940“ sem fjallar um kynferðisbrot.

Öll aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins gera þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsmanna sem vinna með börnum og ungmennum að þeir skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá um hvort þeir hafi hlotið slíkan refsidóm.

Æskulýðsvettvangurinn hefur um árabil barist fyrir því að ferlið til uppflettingar úr sakaskrá ríkisins verði einfaldara og skilvirkara m.a. á þann veg að aðildarfélög geti gert það rafrænt. Sú vinna hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir og eru það mikil vonbrigði þar sem um er að ræða eitt stærsta barnaverndarmál íslensks samfélags.

Af fréttaflutningi síðustu daga er ljóst að enn fleiri galla má finna á kerfinu sem á að sinna eftirliti og forvörnum þegar kemur að því að tryggja hagsmuni barna og ungmenna. Í ljósi þess skorar stjórn Æskulýðsvettvangsins á íslensk yfirvöld að bregðast strax við og koma þeim forvörnum og því eftirliti sem þeim ber að sinna í lag. Stjórnin skorar á yfirvöld að ljúka ferlinu um rafræna uppflettingu í sakaskrá og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að þeir sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot komist ekki í starf með börnum og ungmennum. Slíkt á aldrei að vera möguleiki, börnin eiga alltaf að njóta vafans.

Eins og áður er Æskulýðsvettvangurinn tilbúinn til samvinnu við yfirvöld við að ljúka þessum málum.

 

F.h. Æskulýðsvettvangsins,

___________________________
Auður Inga Þorsteinsdóttir,
Formaður Æskulýðsvettvangsins

 

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Hlutverk Æskulýðsvettvangsins er að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í æskulýðsstarfi. Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna m.a. á sviði fræðslu- og forvarnarmála er snúa að hagsmunum barna og ungmenna í æskulýðsstarfi.

 

:: Smellið hér fyrir heimasíðu Æskulýðsvettvangsins

:: Smellið hér fyrir „ábyrgt æskulýðsstarf“( lög og reglugerðir BÍS) er varðar vinnu með börnum og ungmennum

 

Árleg afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fór fram í Bessastaðakirkju í dag 23. september  að viðstöddum viðtakendum viðurkenningarinnar, forystufólki BÍS, og aðstandendum forsetamerkishafa.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti  Forsetamerkið í Bessastaðakirkju  og hafa þegar tæplega 1400 skátar hlotið þessa viðurkenningu, en að þessu sinni voru viðtakendur 8.
Að athöfn lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Bessastaðastofu.
Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskátar geta unnið að og að baki viðurkenningarinnar liggur mikil vinna hjá þeim er merkið hljóta.
For­seta­merkið var fyrst af­hent 24. apríl 1965 af Ásgeiri Ásgeirs­syni, þáver­andi for­seta Íslands. All­ar göt­ur síðan hef­ur for­seta­merkið verið af­hent ár­lega í Bessastaðakirkju.
Forsetamerkishafar 2017
Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Skátafélagið Fossbúar
Úlflur Kvaran, Skátafélagið Fossbúar
Gunnar Ingi Sverrisson, Skátafélagið Árbúar
Óli Björn Sigurðsson, Skátafélagið Árbúar
Atli Þór Erlingsson, Skátafélagið Hraunbúar
Sölvi Ólafsson, Skátafélagið Hraunbúar
Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Skátafélagið Vífill
Þór Hinriksson, Skátafélagið Kópar

Hér kemur ferðasaga Pepphópsins frá Eyja-peppi;

Þátttakendur djúpt í skipulagningu…

Hundrað skáta hópur er kominn til Vestmanneyja, ferðalagið gekk mjög vel, allir hressir en margir þreyttir  Nú eru allir búnir að velja sér dagskrá fyrir daginn, og verður spennandi að sjá hvernig flokkunum gengur að þræða sig í gegn um dagskrárhringinn 

Peppaðir skátar í Herjólfi!

Hér í Eyjum hefur allt gengið eins og í sögu, hér eru hressir dróttskátar á leiðinni í sund og rekkaskátar og róverskátar eru að setja upp póstaleik fyrir skátana í Vestmanneyjum.

Brottför áætluð kl.16 með Herjólfi, skátarnir fá Selfossi fara einnig með rútunni þar sem strætó kemur ekki fyrr en seinna í kvöld. Gerum ráð fyrir að vera komin á Selfoss við FSU kl.18:00 og í Hraunbæ 123 kl.19:00.

Ferðasöguna og myndir má finna á Facebook síðu Skátapepps.