Efni sem á að fara í stóra myndarammann efst á forsíðunni.

Fimmtudaginn 2. maí hittist hópur Gilwellskáta í Lækjarbotnaskála. Tilefnið var skólastjóraskipti hjá Gilwell skólanum.

Ólafur Proppé steig til hliðar eftir margra ára skólastjórasetu og við tók nýr skólastjóri, Björk Norðdahl, formaður Fræðsluráðs BÍS.

Við sama tilefni var einnig skipt um skólastjórn, en starfstími fyrri stjórnar var liðinn og tóku nýjir skátar við keflinu.

Fráfarandi stjórn var eftirfarandi:

Björk Norðdahl (sem er nýr skólastjóri)

Benjamín Axel Árnason

Guðmundur Pálsson og

Víking Eiríksson

Þeim er innilega þakkað fyrir sitt framlag til fræðslumála skátahreyfingarinnar og er ljóst að grettistaki hefur verið lyft í Gilwell skólanum á þeirra starfstíma.

Ný námsskrá Gilwell skólans var tekin upp árið 2012 og fyrstu nemendur útskrifðust skv. þeirri námsskrá 2013. Á þessum 5 árum sem liðin eru hafa um 160 skátar klárað Gilwell og eru 40 skátar “á leið” núna. Megnið af þessum skátum eru nú virk í hreyfingunni eða tæp 90% útskrifaðra, sem telst nokkuð gott. Það er því verðugt verkefni sem býður nýrri skólastjórn, en það þarf að viðhalda þessum flottu tölum.

Ný skólastjórn sem tók við keflinu er eftirfarandi:

Arnór Bjarki Svarfdal

Kristín Hrönn Þráinsdóttir

Hjálmar Hinz og

Dagbjört Brynjarsdóttir

Skátamiðstöðin óskar Björk og nýrri skólastjórn velfarnaðar í starfi.

Í tilefni af 20 ára afmæli Skátakórsins verður blásið til skátaskemmtunar í Víðistaðakirkju, laugardaginn 5. maí kl. 16:00.

Kórinn mun flytja fjölbreytta tónlist undir stjórn Öldu Ingibergsdóttur á milli þess að kynnir samkomunnar mun rifja upp sögu kórsins í dúr og moll. Undirleikari á píanó er Marton Wirth.

Gestum verður boðið upp á léttar veitingar og frumsýnd verður muna- og myndasýning þar sem brugðið verður upp svipmyndum frá tuttugu ára fræknum ferli þessa fjörmikla skátahóps.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 en frítt er inn fyrir fyrrum stjórnendur kórsins, eldri kórfélaga og börn og ungmenni 20 ára og yngri.

Skátakórinn varð til þegar skátahópar úr Hafnarfirði og Reykjavík lögðu saman eftir að hafa verið með skipulagt söngstarf hvor í sínu lagi um nokkurra ára skeið. Kveikjan var einfaldlega sú að koma saman í góðra vina hópi, syngja, spjalla og halda tengslum við góða vini og um leið að kynnast nýju fólki.

Á þessum bernskuárum sem nú eru senn liðin hefur Skátakórinn verið fastur punktur í hátíðarhöldum skáta um land allt, komið fram á mótum og mannfögnuðum og lagt sitt af mörkum til að glæða geð þeirra sem á hafa hlýtt.

Skátakórinn hefur lagt metnað sinn í að varðveita skátamúsík með því að kosta útsetningar, upptökur og útgáfu á geisladiskum með skátalögum sem skipa nú dýrmætan sess sem verðmætar heimildir um lagahefð og söngmenningu skáta.

Skátakórinn hefur haldið fjölda tónleika innanlands og erlendis og hafa oft komist fleiri að en vilja.

Fyrst og fremst hefur þó starf kórsins haft það að markmiði að veita þeim sem taka þátt gleði og ánægju og þau gildi verða áfram í fyrirrúmi á næstu tuttugu árum í starfi kórsins.

Kórinn hefur stutt og notið stuðnings Skátafélagsins Hraunbúa um árabil og æfir í Hraunbyrgi, vikulega hvert þriðjudagskvöld yfir vetrartímann og þangað eru allir velkomnir.

Hér má svo sjá skemmtilegt myndband í tilefni afmælisins.

Í gær, 24. apríl, var haldinn kynningarfundur um aldursbilamótin sem verða haldin í sumar!

Það var góð mæting og fullt af nýjum og spennandi upplýsingum komu fram.
Almenn stemming er fyrir mótunum og það eru krefjandi og jafn fram mjög skemmtilegir tímar framundan!

Á fundinum gafst fólki tækifæri til að spurja mótsstjórnir útí mótin og velta fram þeim spurningum sem þau höfðu.
Fljótlega verður svo sendur upplýsingapóstur á skátafélögin þar sem fram koma allar upplýsingar fundarins og svör við þeim spurningum sem komu fram. Þeim pósti verður einnig deilt inn á síðu mótsins á Skátamálum, síðuna má finna hér. Þar er gott að fylgjast með fram að móti, því þar verða birtar upplýsingar jafnóðum.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Smelltu á mótið til að fá frekari upplýsingar;

Landsmót drekaskáta

Landsmót fálkaskáta

Landsmót dróttskáta

Landsmót rekka- og róverskáta

 

Á morgun halda Íslendingar upp á sumardaginn fyrsta, en hann er fyrsti dagur Hörpu skv. gamla norræna dagatalinu.

Skátar hafa alla tíð staðið fyrir hátíðahöldum á þessum degi.

Skátamessa verður að þessu sinni í umsjón Skátafélagsins Klakks á Akureyri. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 11:00 og verður þeirri messu útvarpað á Rás 1. Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi flytur hugvekju.

Hér er listi yfir hátíðahöld skátafélaga um land allt.

Við hvetjum alla til að gleðjast saman með skátafélögunum.

Sumardagurinn fyrsti 2018
 
Hátíðahöld skátafélaga um land allt  
Bæjarfélag Skátafélag Skrúðganga Hátíðahöld Tengiliður
Akureyri Skátafélagið Klakkur Á undan messunni verður skrúðganga frá skátaheimilinu Hyrnu, að Akureyrarkirkju. Klakkur verður með skátamessu/samveru í Akureyrarkirkju þetta árið. Messunni verður útvarpað þaðan að þessu sinni. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands flytur hugvekju. Að messunni lokinni verður fjölskylduhátið að Hömrum kl. 12:30, þar verður súpa, grill og þrautir. Jóhann Malmquist
Hafnarfjörður Skátafélagið Hraunbúar Skrúðganga mun fara frá Víðistaðakirkju kl. 13:45 og halda niður á Thorsplan þar sem Hraunbúar eru með dagskrá. Hraunbúar verða við skátamessu í Víðistaðakirkju kl. 13:00 – Hraunbúar hafa svo skipulagða fjölskyldudagskrá á Thorsplani frá 14 – 16. hraunbuar@hraunbuar.is
Reykjanesbær Skátafélagið Heiðabúar kl.12:30 frá Skátaheimili að Keflavíkurkirkju Skátamessa í Keflavíkurkirkju kl.13. Hátíðarhöld í Skátaheimili að lokinni messu. Haukur Hilmarsson, s: 699-4070
Hveragerði Skátafélagið Strókur kl. 10:45 frá skátaheimilinu Messa kl. 11 og svo verður boðið upp á súpu í skátaheimilinu að lokinni messu.
Mosfellsbær Skátafélagið Mosverjar kl. 13:00 frá Bæjartorginu að Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Við íþróttamiðstöðina að Varmá: Fjölskylduskemmtun með hoppuköstulum, skátaleiktækjum, og pylsugrilli frá kl. 13:30-16:00 Dagbjört Brynjarsdóttir, s. 862-4605
Garðabær Skátafélagið Vífill Kl. 14 frá Vídalínskirkju að Hofsstaðarskóla Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13, ræðumaður Jóhanna María Bjarnadóttir rekkaskáti. Dagskrá við Hofsstaðaskóla eftir 14:30. Leiktæki, veltibílinn, Jói P og Króli verða með atriði og kynning á Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Sjoppa á staðnum. Skátakaffi í samkomusal Hofsstaðaskóla frá 15.00 – 17.00. Dögg Gísladóttir, s. 8990089
Kópavogur Skátafélagið Kópar Kl 13:30 frá Digraneskirkju að Fífunni Fjölskylduskemmtun í Fífunni kl 14 með hoppuköstulum, leikhópnum Lottu og fleiri skemmtiatriðum. Ása Dögg – kopar@kopar.is,               s. 5544711
Akranes Skátafélag Akranes frá Skátaheimilinu kl 10:30 skátamessa í Akraneskirkju kl 11
Vesturbær, Reykjavík Skátafélagið Ægisbúar Engin Jamboreefarar standa fyrir fjáröflun með candyflossölu á hátíðarhöldum í Vesturbænum Helga Rós s.659-4949 skati@skati.is
Árbær, Reykjavík Skátafélagið Árbúar Kl 11:00 frá Árbæjarsundlaug Opið hús frá kl 13:00 – 15:00 í Hraunbæ 123, póstaleikur, hoppukastali, vöfflu og kaffisala og ýmislegt fl. Guðrún Sigtryggsdóttir, s. 699-1940, arbuar@skatar.is
Miðborg og Hlíðar, Reykjavík Skátafélagið Landnemar Engin Úti- og inniskemmtun við félagsmiðstöðina Hundrað og einn Reykjavík, en hún við Austurbæjarskóla. Félagið verður með kassaklifur fyrir unglinga,  ratleik fyrir yngstu börnin og útieldun fyrir alla. Tryggvi Bragason, s. 561-0071, starfsmadur@landnemi.is
Breiðholt, Reykjavík Skátafélögin Segull og Hafernir Engin Aparóla og lopasleikjósala við Félagsmiðstöðina Hólmasel.  Einnig verður boðið uppá ratleik og útieldun ef veður leyfir. Þórhallur Helgason, laddih@gmail.com, s. 867-0004
Sigrún Ósk Arnardóttir, kjaftaskur@gmail.com, s. 846-5417
Grafarvogur, Reykjavík Skátafélagið Hamar Skrúðganga leggur af stað klukkan 11 frá Spöng Skemmtun við Rimaskóla frá 11:30 til 14:00
Bústaðahverfi, Reykjavík Skátafélagið Garðbúar kl 13:00 skrúðganga frá Grímsbæ að Bústaðakirkju 13:30 dagskrá í Bústaðakirkju  14:00 Dagskrá í víkinni skátarnir með candyfloss sölu, leikitæki og leiki Nanna Guðrún, s: 823-5028, gardbuar@gardbuar.com
Laugardalur, Reykjavík Skátafélagið Skjöldungar Frá Skjöldungaheimilinu kl. 10:30 að Dalheimum. Dagskrá byrjar þar kl. 11 Grillað brauð yfir eldi fyrir utan Dalheima og líka farið í skátaleiki. Signý Kristín Sigurjónsdóttir, skjoldungar@skjoldungar.is, s. 894-3411
Selfoss Skátafélagið Fossbúar Kl. 13:00 frá Hafnarplani um Austurveg, Reynivelli, Engjaveg og Tryggvagötu að Glaðheimum Skemmtidagskrá og vöfflukaffi er við Glaðheima, skátaheimili Fossbúa í framhaldi af skúðgöngu. Inga Úlfsdóttir, s. 698-9199
Borgarnes Skátafélag Borgarness Engin Skátar standa heiðursvörð í messu í Borgarneskirkju Árni Guðjónsson, s. 823-0073        Signý Óskarsdóttir, s. 698-9772

Skátaþing var haldið 6. og 7. apríl í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gestgjafar okkar voru Landnemar og við þökkum þeim kærlega fyrir!
Léttur andi var yfir hópnum og heppnaðist þingið mjög vel.
Á þinginu var kosið í nefndir og ráð, ásamt því að kosið var í nýja stjórn.

Fundargerð Skátaþings verður birt á Skátamálum innan skamms.

Kosið var í nýja stjórn og hana skipa Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi,
Dagmar Ýr dóttir, aðstoðarskátahöfðingi og formaður félagaráðs,
Liljar Már Þorbjörnsson, formaður alþjóðaráðs,
Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður dagskrárráðs,
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir , formaður fjármálaráðs,
Björk Norðdahl, formaður fræðsluráðs,
Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður ungmennaráðs,
og Jón Egill Hafsteinsson, formaður upplýsingaráðs.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um nýja stjórn og starfsemi hennar.

Hér má nálgast helstu upplýsingar um ráð og nefndir BÍS.

Síðastliðinn sunnudag hittust drekaskátar af höfuðborgarsvæðinu í Mosfellsbæ og tóku þátt í fjörugum póstaleik!
Dagskráin var úti og skátarnir gengu stóran hring með foringjum sínum í kringum Álafosskvosina og stoppuðu á nokkrum stöðum til að leysa skemmtilegar þrautir.

Dagurinn einkenndist af gleði, söng, þrautseigju og snilli. Þema dagsins var byggt á  Dýrheimasögm (e. Jungle book) og þrautirnar voru margvíslegar. Til dæmis reyndi á traust hópsins þegar skátarnir fóru í traustaleik, þau æfðu sig í samvinnu og lærðu umgengni við náttúruna.

Uppáhalds verkefnið okkar var samfélagsverkefni dagsins, að týna rusl í poka. Hver hópur fékk 1 poka til að fylla af rusli, en skátarnir voru svo duglegir að margir hópar voru komnir með nokkra auka poka og týndu ótrúlegt magn af rusli! Skáti er sko náttúruvinur og drekaskátarnir eru með það á hreinu!

Drekaskátadagurinn tókst mjög vel upp og voru þátttakendur mjög heppnir með veður, það var sól, lítill vindur og engin rigning eða snjókoma! Reyndar var svolítið kalt en þá var bara um að gera að klæða sig vel og hreyfa sig!

Dagskrá lauk svo með kakó og kexi við skátaheimili Mosverja.

Takk fyrir daginn allir og sjáumst á Drekaskátamóti í sumar!

Hér má sjá fleiri myndir frá Drekaskátadeginum.