Efni sem á að fara í stóra myndarammann efst á forsíðunni.

Nýbreytni var tekin uppá fræðslukvöldi í liðinni viku, en þá var fjarfundabúnaður notaður í fyrsta sinn. Flutt voru erindi um góð samskipti við fjölmiðla og var þeim varpað út frá Skátamiðstöðinni með fjarfundarbúnaði.

Tilraunin heppnaðist vel. Margir nýttu sér að tengjast, allt frá Mosfellssveit til Osló. Að þessu sinni var ekki opnað fyrir umræðu frá þátttakendum yfir netið, en það gæti orðið næsta skref. Umræður í skátamiðstöðinni voru hins vegar líflegar, en þangað mættu 15 manns. Góð þátttaka var frá stjórnum skátafélaganna.

Vilja bæta kynningu

Þrír fyrirlesarar komu með innlegg á fræðslukvöldinu og fjölluðu erindi þeirra meðal annars um hvernig við vekjum áhuga fjölmiðla á fréttum af skátastarfi, hvað það sé sem einkennir góða frétt og hvernig byggjum við upp gott samband við fjölmiðlafólk .

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi og meðlimur í upplýsingaráði BÍS fjallaði um miðlun til fjölmiðla og önnur samskipti við fjölmiðlafólk. Hvað eigum við að leggja áherslu á og hvað ber að varast.

Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV, svaraði spurningunni hvort skátastarf væri fréttnæmt, séð með augum fréttastofunnar og gaf góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhólifréttamannsins.

Elín Ester Magnúsdóttir,altmúligkona á Mogganum, leiðbeindi um fréttaskrif og fór yfir hvað gerir frétt að góðri frétt sem grípiathygli lesandans. Hvernig við meðhöndlum mikilvægustu upplýsingarnar og nauðsyn þess að hafa skýran tilgang með fréttinni?

Markmið í veganesti

Þema fræðslukvöldsins er í takt við áherslur skátahreyfingarinnar um bætta kynningu á starfinu. Fyrr á árinu var blásið til sóknar í vefmálum og í ágúst var tekinn í notkun vefurinn skatarnir.is og nú er unnið að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög eru að búa til nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðsBÍS er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla fréttum og efni til fjölmiðla.

Í lok fræðslukvöld settu þátttakendur sér markmið uppljómaðir af kraftastemningu kvöldsins og var nokkur sóknarhugur í forsvarsmönnum skátafélaganna. Spennandi verður að sjá þegar afraksturinn fer að skila sér í fjölmiðla og út á vefi skátafélaganna.

Fræðslukvöldin efla skátastarfið

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að efla skátastarf og leiða saman skáta, velunnara og áhugafólk til að eiga skemmtilega kvöldstund í þeim tilgangi að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum sínum. skátahreyfingarinnar.Allir 16 ára og eldri eru velkomnir og eru skátafélög hvött til að bjóða foreldrum og öðrum velunnurum til fræðslukvöldanna.

Næsta fræðslukvöld fjallar um Markaðssetningu á netinu (Facebook, Instagram, Twitter) og verður 21. nóvember.

ÍTAREFNI – fræðsluerindi:

· Jón Halldór Jónasson, upplýsingafræðingur: Góð samskipti við fjölmiðla

· Malin Brand, fréttakona á Morgunblaðinu:Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? [ tengill]

· Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkona á Mogganum:Hvernig skrifum við góða frétt?

Í október hittust tuttugu skáta sem fóru saman á Alheimsmót skáta í Kanda 1983 eða fyrir þrjátíu árum síðan.

Mættu skátarnir með minjagripi og myndir frá mótinu og ótrúlegu rútuferðunum sem voru fyrir og eftir mót. Flestir mættu með myndaalbúmin sýn þar sem í þá daga voru filmur í myndavélunum:-)

Mesta lukku vakti þó myndslæðusýning (slæds) Ingimars Eydal. Þetta mót var einstakt að því leit að þarna voru stúlkur í fyrsta sinn þátttakendur á mótinu. En á mótinu sem var á undan eða í Noregi 1975 þá voru konur fyrst í vinnubúðum.

Á mótinu í Kanada voru 15.600 þátttakendur frá 102 löndum og mig minnir að stúlkurnar haf verið um 700. Íslensku stúlkurnar fengu fína athygli. Einstaklega ánægjulegt var að hittast eftir svona mörg ár, hópurinn skemmti sér konunglega við að rifja upp sögurnar frá þessu skemmtilega móti. Komin er hópur á smettisskrudduni eða Facebook og eru 50 skráðir í þann hóp.

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Sérstök áhersla er lögð á:

  • Skátaaðferðina og mismunandi útfærslur hennar fyrir aldursstigin fimm (drekaskáta, fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta). Athyglinni er sérstaklega beint að flokkakerfinu og táknrænni umgjörð skátastarfs.
  • Stigvaxandi áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska.
  • Notkun handbóka fyrir sveitarforingja.
  • Hvað er það sem gerir skátafundi og skátaviðburði árangursríka?
  • Hvernig virkjum við ungt fólk?
  • Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrir þetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
  • Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.

Skráning hér

Um greiðslu: Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta (1. skref) tilheyrir fyrri hluta Gilwell-leiðtogaþjálfunar.
Fyrri hlutinn (1. og 2. skref) kostar samtals kr. 9.500,- og má greiða sér.

Gilwell-leiðtogaþjálfun kostar samtals kr. 49.500,- (fyrri og seinni hluti, samtals 5 skref)

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við undirritaða,
Ása Sigurlaug Harðardóttir, Verkefnastjóri fullorðinsfræðslu

asa@skatar.is

Leiðtogaþjálfun og önnur áhugaverð námskeið er meðal þess sem kynnt verður á hugmyndaþingi sem haldið verður í skátaheimili Kópa miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20:00. Allir áhugasamir um skátastarf fullorðinna í Kópavogi eru velkomnir.

Það eru Selirnir, félag foreldra og annarra fullvaxta Kópa, sem býður í þennan selskap. ,, Við viljum ræða um skátastarfið frá okkar sjónarhorni sem foreldrar og eldri skátar, kynna hugmyndir um samvinnu og þátttöku í skátastarfi,“ segir Björk Norðdahl, en hún leiðir hóp sem vill efla þátttöku fullorðinna í skátastarfi.

Í gegnum skátastarfið bjóðast margvíslegir möguleikar á ferðum, skátamótum og einnig leiðtogaþjálfun. Björk bendir á handfast dæmi því til sönnunar: ,, Okkur stendur til dæmis til boða að sækja ókeypis námskeið í mannauðsstjórnun sem haldið verður laugardaginn 16. nóvember“.

,,Þegar fullorðnir koma inn í starfið skapast meiri möguleikar á að efla gæði starfsins og fjölbreytni,“ segir Björk. Sagt verður frá reynslu skátafélaga af slíku starfi. Áhugasamir um þetta starf geta skoða Facebook síðu Selanna

Hópurinn sem stendur að undirbúningi hugmyndaþingsins setti saman fjórar hugmyndir sem dæmi um þá möguleika sem eru. Þær væri hægt að útfæra svo með ýmsum hætti. Líklega verða þessar hugmyndir til að kalla fram aðrar og betri þegar fólk hittist. Hér má skoða þessi hugmyndablöð

Ókeypis vefsíða fyrir skátafélögin!

Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is hefur verið unnið að gerð vefsíðu fyrir skátafélögin. Það hefur færst í aukst að skátafélögin hafa leitað til skrifstofu BÍS og óskað eftir aðstoð við gerð vefsíðu og nú hefur þessari þörf verið mætt. Hópur á vegum Upplýsingaráðs BÍS hefur skoðað heimasíður skátafélaganna í sumar og í kjölfarið unnið að gerð vefsíðu sem gæti verið „dæmigerð“.

Þessi „dæmi-síða“ hefur verið sett upp á léninu: http://demo6.tecnordix.is og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu.

Vefsíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress sem er útbreytt og aðgengilegt vefumsjónarkerfi.

Þau skátafélög sem vilja nýta sér þetta tilboð eru hvött til leita sér nánari upplýsinga með því að hafa samband við skrifstofu BÍS í síma 550 9800 eða senda tölvupóst á netfangið gudmundur@skatar.is.

Frábær helgi full af örnámskeiðum helgina 1.-3. nóvember. Haldið að Laugum í Sælingsdal fyrir alla áhugasama róverskáta og eldri.

Sveitarforingjar, stjórnir, baklönd, sjálfboðaliðar….. allir eru hvattir til að skella sér á þessa skemmtilegu helgi.

Hvernig væri að skella sér í endurnýtingarsmiðju eða koma öðrum á óvart í kökubakstri?

Hvað þarf að hafa meðferðis á landsmót eða bara i dagsferð?

Sjáðu tindinn, þarna fór ég, eða listin að sækja um styrki……

Byrja daginn á ferð í heita pottinn…. og enda daginn þar líka.

Að auki frábær félagsskapur heila helgi sem er bara fyrir þig……. Engir skátar með heimþrá eða illt í maganum.

Skráðu þig núna því aðeins er um 75 rúm að ræða þannig að fyrstur kemur fyrstur fær rúmstæði.