Efni sem á að fara í stóra myndarammann efst á forsíðunni.

Um helgina hittust stjórn og ráð BÍS á Úlfljótsvatni.
Markmið fundarins var m.a. að fara yfir þau verkefni sem liggja fyrir fram að næsta skátaþingi og skerpa línurnar ásamt því að gera sér glaðan dag og hrissta saman hópinn.
Dagurinn hófst á því að hópnum var skipt upp í flokka og í framhaldinu var haldin flokkakeppni, svona litlir „Úllaleikar“. Flokkurinn Bjórar báru sigurorð á Afríku í spennandi og skemmtilegri keppni.

Eftir vinnu helgarinnar er óhætt að segja að stjórn og ráð BÍS séu betur samstillt fyrir verkefni vetrarins. Fjölmörg spennandi verkefni eru á dagskrá sem munu líta dagsins ljós í vetur.

Svipmyndir frá þessum skemmtilega og afkastamikla degi á Úlfljótsvatni:

Skátarnir og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hluti af skátaheitinu er loforð sem við gefum hvoru öðru um að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að skilja við heimin aðeins betri en við komum að honum. Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fáum við nú 17 mismunandi markmið sem við getum unnið að til þess að gera heiminn betri og sjálfbærari.

Sveigjanlegt efni fyrir allan aldur

Efnið tengt Heimsmarkmiðunum er gert fyrir norræna skáta og er haft eins sveigjanlegt og hægt er til þess að það henti skátafélögum, sveitum og flokkum sem best. Þetta þýðir að efnið getur verið nýtt af allri sveitinni eða flokknum á fundum en einnig getur það nýst hverjum aldurshópi fyrir sig í útilegum og helgarferðum.

Efnið er gert til þess að gera heimsmarkmiðin aðgengileg og skemmtileg fyrir börn og ungt fólk í Norðurlöndunum og til þess að veita skilning á því að allir geti lagt sitt af mörkum til þess að markmiðunum verði náð. Efnið er sérstaklega gagnlegt vegna þess að það er gert aðgengilegt með sérstökum leiðbeiningum og verkefnum sem hægt er að framkvæma í nærsamfélaginu.

 

Fáðu efnið

Smelltu hér til þess að fá prentvæna útgáfu af efninu.

Smelltu hér til þess að skoða efnið á vefnum, í tölvu, spjaldtölvu eða síma.

Með efninu fylgir verkefnapakki þar sem skátarnir geta unnið sér inn merki ef þeir þekkja heimsmarkmiðin og vita hvernig hægt er að lifa í takt við þau. Skátarnir þurfa að vita og skilja hvað þeir geta lagt af mörkum til að skapa betri heim.

Fáðu efnið frá Skátamiðstöðinni með því að senda póst á skatar@skatar.is

Lestu meira um heimsmarkmiðin hér:: www.un.is/heimsmarkmidin/

 

Efnið var gert af Spejderne – Skátabandalaginu í Danmörku með stuðningi frá Tuborgfondet.

Fyrir frekari upplýsingar um þetta efni og vinnu BÍS tengt heimsmarkmiðunum, endilega hafið samband við Margrethe G Friis á netfangið margrethe@skatar.is

Ef þú vilt bæta einhverju við starfsemina tengda heimsmarkmiðunum eða umhverfismálum skaltu einnig senda það til hennar.

Um helgina, aðfaranótt sunnudags, var haldið Vökuhlaup á höfuðborgarsvæðinu fyrir drótt- og rekkaskáta.
Vökuhlaupið er bráðskemmtilegur og krefjandi, 12 klukkustunda póstaleikur sem fer fram yfir heila nótt. Þátttakendur gengu 15 km og stóðu sig frábærlega! Gangan var frá Vífilsstöðum að Elliðavatnsbæ og spreyttu þátttakendur sig á allskyns þrautum og leikjum á leiðinni.

Vökuhlaupið var skipulagt af nokkrum metnaðarfullum og hugmyndaríkum róverskátum sem kalla sig Ævintýrahópinn. Þau vilja hvetja fleiri skáta sem eru með góðar hugmyndir að viðburðum til þess að taka af skarið og framkvæma þá.

Vökuhlaupið heppnaðist einstaklega vel, þökk sé snillingunum í skipulagsteyminu, vöskum róver-sjálfboðaliðum og sérstaklega áhugasömum og hressum þátttakendum.

 

Nú fer skátastarfið af stað aftur eftir sumarfrí! Allir velkomnir!

Skátar á aldrinum 7-9 ára nefnast drekaskátar. Í augum barnanna er skátastarfið sannkallað ævintýri, leikir og spennandi verkefni í hópi jafnaldra.

Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fálkaskátar. Skátastarf er skemmtilegt og þannig á það að vera, ef starfið er ekki skemmtilegt – þá er það ekki skátastarf.

Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar. Það er frábært að taka þátt í dróttskátastarfi, skátarnir undirbúa og framkvæma verkefni sem hópinn langar til að vinna að.

Skátar á aldrinum 16-18 ára nefnast rekkaskátar. Rekkar vinna að forsetamerkinu í sínu starfi og eru sjálfstæðir og ævintýragjarnir.

Í skátunum lærum við af reynslunni, við veljum okkur verkefni og leiki sem vekja áhuga okkar og okkur finnst spennandi.
Skátarnir lenda sífellt í ævintýrum og skemmta sér í hópi traustra vina og jafningja.

Smelltu hér til þess að finna það skátafélag sem er næst þér.

Skráðu þig í skátana hér!

 

 

 

Hér má finna skátana á Facebook.

Hér má finna skátana á Instagram.

Sumar-Gilwell var haldið helgina 24. -26. ágúst þar sem 17 þátttakendur luku 1. og 2. skrefi Gilwell leiðtogaþjálfunar.  Á  Sumar-Gilwell  er fræðslan styrkt með upplifun af skátastarfi.  Auk þess að fræðast um gildi, aðferðir og markmið skátastarfs fengu þátttakendur að upplifa skátaævintýrið á eigin skinni þar sem þeir byggðu sér tjaldbúð og unnu saman í flokkum.
Óhætt er að segja að námskeiðið hafi heppnast vel og voru leiðbeinendur og þátttakendur alsælir með námskeiðið.
Næstu námskeið í 1. og 2. skrefi verða haldin í Lækjarbotnaskála í febrúar, þar sem við munum halda áfram að tvinna saman fræðslu og gleði skátastarfsins, nánari tímasetning síðar.

Þau Margrethe Grønvold Friis frá Danmörku og Sigurgeir Bjartur Þórisson hafa verið ráðin sem erindrekar hjá Bandalagi íslenskra skáta. Markmið með starfi erindreka er að efla starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi, sjá nánar hér.

Margrethe Grønvold Friis hefur margra ára reynslu af starfi með ungu fólki og sjálfboðaliðum í skátastarfi. Hún hefur víðtæka reynslu af skipulagi þjálfunar og eflingar sjálfboðaliða og utanumhald og samræmingu sjálfboðastarfs. Margrethe er með kennsluréttindi og mastersgráðu í  kennslufræðum og breytingastjórnun. Margrethe hefur bæði reynslu af starfi með dönsku skátahreyfingunni sem og í verkefnum fyrir WOSM og WAGGS.

Sigurgeir Bjartur Þórisson hefur verið öflugur í skátunum í fjölda ára í ýmsum verkefnum. Hann hefur víðtæka tengingu í skátastarfið á Íslandi í gegnum ótalmörg verkefni, má m.a. nefna að hann hefur verið sveitarforingi, í stjórn Landnema, í mótsstjórnum, fararstjóri á erlend skátamót, er einn af stofnendum Skátapepps, unnið sem sumarbúðaliði og verið skólastjóri útilífsskóla skáta. Sigurgeir starfaði sl. ár við tilraunaverkefni á vegum Skátasambands Reykjavíkur þar sem aðaláherslan var á að styðja við sveitarforingja í Reykjavík í þeirra starfi. Þar reyndi á frumkvæði og hugmyndavinnu sem nýtist vel í starfi erindreka. Sigurgeir hefur setið í nokkur ár í fjármálaráði BÍS og í stjórn Grænna skáta. Þá hefur hann unnið í frístundamiðstöðvum fyrir börn og unglinga með fatlanir og við önnur félagsleg úrræði fyrir börn. Sigurgeir er menntaður í hagfræði.

Sigurgeir hefur störf um miðjan ágústmánuð og Margrethe kemur til starfa í byrjun september.
Við bjóðum þau Margrethe og Sigurgeir hjartanlega velkomin til starfa!