Efni sem á að fara í stóra myndarammann efst á forsíðunni.

Vetraráskorun Crean lauk í gær og tókst ótrúlega vel til!

Á Crean takast dróttskátar á við hin ýmsu verkefni og upplifa magnaðar áskoranir og krefjandi útivist.

Dagskráin á Crean er full af skemmtilegri og spennandi reynslu! Þátttekendur spreyta sig í rötun, útivist og skyndihjálp. Þau læra og æfa sig í samvinnu, leiðtoga hæfileikum, eignast nýja vini og lenda í ótrúlegum ævintýrum í baráttu sinni við íslenska veðráttu!

Hópur af írskum skátum komu til Íslands og tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði með íslensku skátunum en Crean hefur verið samstarfsverkefni milli íslenska og írska bandalagsins til nokkura ára.

Eins og Íslendingar hafa tekið eftir hefur veðrið ekki verið að leika við landsmenn þessa dagana en skátarnir á Crean létu það ekki stoppa sig!

 

 

Í fyrsta skipti í sögu Crean þurfti að aflýsa gönguferðinni frá Úlfljótsvatni upp á Hellisheiði, sem er fastur liður í dagskránni, vegna veðurs. Þau hafa

 frestað göngunni áður vegna veðurs en í ár þurftu þau að finna aðra lausn á málinu. Þau breyttu dagskránni nokkrum sinnum, en alltaf var veðrið að stríða þeim. Þau gátu ekki gengið í Hveragerði og enduðu svo á að vera hreinlega veðurteppt á Úlfljótsvatni megnið af tímanum. Seinasta daginn fóru þau í um 16 km göngu í kringum Mosfellsbæ og upp á Úlfarsfell. Jafnvel þó þau hefðu verið veðurteppt fóru þau samt í margar gönguferðir og léku sér í snjónum ásamt því að læra ýmsa hluti um vetrarskátun og útivist. Þau fengu meðal annars að upplifa útivist í allt að -20°c frosti og 150 cm djúpum snjó! Þátttakendur voru mjög ánægðir með viðburðinn og þau fengu vonda veðrið sem þau höfðu verið að vonast eftir fyrir helgi, til að skapa kjör aðstæður fyrir krefjandi reynslu vetrarskátunar. Þeim tókst með afbragði vel að framkvæma alla dagskrá þrátt fyrir ofsaveður og mikil snjóþyngsli, og fengu frábært tækifæri til að upplifa áskoranir vetrarins!

 

 

*Frétt send á helstu fjölmiðla landsins 09.02.18

Snjókoma og veðurofsi eru á óskalista ungra skáta frá Ísland og Írlandi sem ætla meðal annars að gista í snjóhúsum og læra grunnatriði vetrarferðamennsku.  Vetraráskorunin er vikulöng, skátarnir verða á Úlfljótsvatni 9.-13. febrúar nk við þjálfun og fræðslu. Þaðan verður gengið upp á Hellisheiði 13. febrúar og dvalið í tvær nætur þar sem reynir á flest það sem skátarnir hafa lært. Írarnir fljúga síðan heim á leið 16. febrúar. Þessi vetraráskorun mælst vel meðal skáta á undanförnum árum og komast færri að en vilja. Skátarnir eru á aldrinum 13-15 ára og eru búnir að fara í gegnum undirbúningsnámskeið.

Skátahöfðingi Íslands, Marta Magnúsdóttir, segir þetta mikilvæga æfingu fyrir ungt fólk sem margt hvert þekkir bara vetrarveður í gegnum gluggann á heimilinu sínu.  ”Reynsla undanfarinna ára sýnir að skátarnir sem taka þátt í þessu upplifa þessa útivist sem ógleymanlega og eru duglegir við að segja frá og miðla áfram því sem þeir lærðu.”

Þetta verkefni er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta og gengur undir nafninu Crean í höfuðið á írska landkönnuðinum Tom Crean. Marta segir að þessi vetraráskorun sé gott dæmi um ögrandi vetrarverkefni sem hjálpar þátttakendum að læra og eflast í takt við markmið skátahreyfingarinnar.

Um helgina var haldið stærsta Ungmennaþing skáta á Íslandi fram til þessa þegar hátt í 40 skátar mættu á Úlfljótsvatn.

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi setti þingið á föstudagskvöldið. Hún flutti ávarp þar sem hún talaði um mikilvægi þess að unga fólkið tæki virkan þátt í skátastarfi í dag og að þeirra skoðun skipti miklu máli.

„Unga fólkið er ekki framtíðin, það er nútíðin“.

Þessi orð frá Mörtu voru svo sannarlega lýsandi fyrir anda helgarinnar. Dagskrá föstudagsins endaði með spurningakeppninni „Ertu skarpari en fálkaskáti?“ en þau Benedikt Þorgilsson og Hulda María Valgeirsdóttir unnu keppnina.

Ungmennaþing 2018

Skátarnir að þinga!

Á laugardeginum fræddust þátttakendur um Skátaþing og hvernig á að komast í ráð og nefndir.  Einnig var fjallað um jafningjafræðslu og radíóskátun. Þátttakendur fengu kynningar á alþjóðlegum viðburðum framundan s.s. Agora, Jamboree 2019 og Landsmóti rekka- og róverskáta í sumar. Í Skátamasinu var rætt um hin ýmsu málefni eins og vefsíðu skátanna, fjölgun í skátastarfi, róverskátar 100 ára, sveitaforingjann o.fl. Ekki má gleyma leikjunum sem var farið í á milli dagskrárliða en það var Urður Björg Gísladóttir sem vann stólaleikinn mikla.

 

Þá var komið að þinginu sjálfu. Þar var mikið rætt og þá sérstaklega um aldur félagsforingja og að ungmenni hefðu aukin atkvæðarétt fyrir hönd skátafélaga á skátaþingi. Eftir þinghöld var komið að því sem allir biðu eftir. Fyrstu árshátíð rekka- og róverskáta á Íslandi. Allir fóru í sitt fínasta púss og komu saman í matsalnum þar sem boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Síðan var haldið í Norðursal þar sem dansað var fram eftir kvöldi.

Þegar búið var að þrífa Úlfljótsvatn á sunnudeginum var ákveðið að kíkja á Fræðasetur skáta þar sem Gunnar Atlason fræddi okkur um sögu skátastarfs á Íslandi. Helginni lauk svo í sundlaugarpartýi á Selfossi og fóru þátttakendurnir fullir eldmóðs heim, sannfærðir um að unga fólkið muni breyta heiminum!

 

Vetrarmót SSR

Vetrarmót Reykjavíkur var haldið í fjórða sinn um síðustu helgi í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Rúmlega 150 skátar úr öllum átta skátafélögunum í Reykjavík tóku þátt og má með sanni segja að sannur skátaandi hafi ríkt á mótinu. Skátarnir tókust á við fjölbreytt verkefni við hæfi aldurstigsins;  Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í krefjandi gönguferð um svæðið þar sem þau fengu að læra á snjóflóðaýli ásamt því að rata um í náttúrunni. Rekkaskátarnir fóru í Gönguferð inn í Reykjadal þar sem skellt var sér í lækinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með og foringjarnir stóðu sig frábærlega við að keyra skemmtilega dagskrá fyrir skemmtilegu skátanna.

Að venju þá gistu Róverskátarnir úti í tjaldi sem er útbúið kamínu sem hélt góðum hita þegar mannskapurinn fór í háttinn en í morgunsárið fór kuldinn að segja til sín þegar glóðin í eldinum voru búin og þá kom sér vel að kíkja inn í skála og vekja yngri skátanna.

Pulsupartý í snjónum!

Helstu markmiðin með þessum viðburði er að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík, auka samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík sem og setja upp skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir skátanna. Við slitin afhenti mótstjórinn skátunum mótsmerki fyrir vel unnin störf um helgina og voru skátarnir sammála um að vel hafi tekist. Að lokum er vert að þakka öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins og þá sérstaklega foringjum og einnig sjálboðaliðunum félaganna. Að þessu sinni kom skátaflokkurinn Hrefnunar og aðstoðaði okkur í eldhúsinu en í flokknum eru konur sem voru virkir skátar á árum áður. Það er mikilsvirði að eiga að fá svona hóp til aðstoðar á svona móti. Við fengum einnig góðan stuðning frá Hjálpasveit skáta í Reykjavík með bíla og búnað. Að lokum viljum við þakka INNES fyrir að gefa okkur kakó og Skátaland fyrir flutning á búnaði á mótið.

 

Nú leitum við eftir stjórnanda, leiðbeinendum og aðstoðar leiðbeinendum fyrir Skátapepp.

Hópurinn verður settur saman á næstu vikum. Skátapepp eru námskeið fyrir drótt og rekkaskáta. Við leitum að peppuðum skátum með reynslu af sveitarforingjastörfum, fyrri reynsla sem þátttakandi eða leiðbeinendi af Skátapepp námskeiðum er æskileg en ekki skilyrði.

  • Stjórnandi- þarf að hafa reynslu af viðburða og námskeiðahaldi.

  • Leiðbeinendur 20 ára+ þurfa að hafa reynslu af því að vera sveitarforingi.

  • Aðstoðarleiðbeinendur þurfa að vera 18+.

Nánari upplýsingar um námskeiðin fást hjá Hörpu Ósk.

Umsóknir sendist á harpaosk@gmail.com sem fyrst.

Um helgina fór fram 5. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar á Úlfjótsvatni.

Úlfljótsvatn skartaði sínu fegursta í vetrardýrðinni og sagan og minningarnar í Gilwell skálanum settu mark sitt á stemningu helgarinnar.

Að venju var helgin hlaðin af flottum fyrirlestrum og var það Vanda Sigurgeirsdóttir sem reið á vaðið á laugardagsmorgun. Í kjölfarið kom Jakob Frímann Þorsteinsson með sitt erindi. Auk þeirra héldu Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Ólafur Proppé og Björk Norðdahl erindi.

Vöfflurnar alltaf góðar.

Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka að hætti Björgvins Magnússonar DCC var að sjálfsögðu á sínum stað.

Helgin endaði svo að vanda á útskrift úr Gilwell-skólanum og vöffluboði á sunnudeginum.

Að þessu sinni útskrifuðust 16 nýir Gilwell skátar. 12 voru að ljúka hefðbundinni 5 skrefa vegferð en við það bættust svo 4 skátar sem áttu eftir að fá afhent einkenni sín frá fyrri tíð.

 

 

Útskrifaðir Gilwell skátar 21. janúar 2018 eru eftirfarandi:

Guðjón Hafsteinn Kristinsson Segull
Marta Björgvinsdóttir Segull
Helga Þórey Júlíudóttir Skjöldungar
Óskar Þór Þráinsson Skjöldungar
Hjörtur Már Markússon Mosverjar
Kristín Hrönn Þráinsdóttir Kópar
Harpa Óskarsdóttir Hafernir
Egle Sipaviciute Landnemar
Valgerður Stefánsdóttir Skf. Akraness
Ástrós Eva Guðnadóttir Eilífsbúar
Daði Auðunsson Skjöldungar
Arnar Breki Eyjólfsson Vífill

 

Og frá fyrri árum:

Ágúst Þorsteinsson, fv. skátahöfðingi Vífill
Jón Svan Sverrisson Vífill
Ólafur Loftsson Landnemi
Sigmar Sigurðsson Vífill

 

Gilwell-skólinn óskar þeim öllum innilega til hamingju með áfangann og einnig skátahreyfingunni til hamingju með þennan flotta hóp.