Efni sem tengist fræðslumálum

Nýbreytni var tekin uppá fræðslukvöldi í liðinni viku, en þá var fjarfundabúnaður notaður í fyrsta sinn. Flutt voru erindi um góð samskipti við fjölmiðla og var þeim varpað út frá Skátamiðstöðinni með fjarfundarbúnaði.

Tilraunin heppnaðist vel. Margir nýttu sér að tengjast, allt frá Mosfellssveit til Osló. Að þessu sinni var ekki opnað fyrir umræðu frá þátttakendum yfir netið, en það gæti orðið næsta skref. Umræður í skátamiðstöðinni voru hins vegar líflegar, en þangað mættu 15 manns. Góð þátttaka var frá stjórnum skátafélaganna.

Vilja bæta kynningu

Þrír fyrirlesarar komu með innlegg á fræðslukvöldinu og fjölluðu erindi þeirra meðal annars um hvernig við vekjum áhuga fjölmiðla á fréttum af skátastarfi, hvað það sé sem einkennir góða frétt og hvernig byggjum við upp gott samband við fjölmiðlafólk .

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi og meðlimur í upplýsingaráði BÍS fjallaði um miðlun til fjölmiðla og önnur samskipti við fjölmiðlafólk. Hvað eigum við að leggja áherslu á og hvað ber að varast.

Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV, svaraði spurningunni hvort skátastarf væri fréttnæmt, séð með augum fréttastofunnar og gaf góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhólifréttamannsins.

Elín Ester Magnúsdóttir,altmúligkona á Mogganum, leiðbeindi um fréttaskrif og fór yfir hvað gerir frétt að góðri frétt sem grípiathygli lesandans. Hvernig við meðhöndlum mikilvægustu upplýsingarnar og nauðsyn þess að hafa skýran tilgang með fréttinni?

Markmið í veganesti

Þema fræðslukvöldsins er í takt við áherslur skátahreyfingarinnar um bætta kynningu á starfinu. Fyrr á árinu var blásið til sóknar í vefmálum og í ágúst var tekinn í notkun vefurinn skatarnir.is og nú er unnið að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög eru að búa til nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðsBÍS er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla fréttum og efni til fjölmiðla.

Í lok fræðslukvöld settu þátttakendur sér markmið uppljómaðir af kraftastemningu kvöldsins og var nokkur sóknarhugur í forsvarsmönnum skátafélaganna. Spennandi verður að sjá þegar afraksturinn fer að skila sér í fjölmiðla og út á vefi skátafélaganna.

Fræðslukvöldin efla skátastarfið

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að efla skátastarf og leiða saman skáta, velunnara og áhugafólk til að eiga skemmtilega kvöldstund í þeim tilgangi að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum sínum. skátahreyfingarinnar.Allir 16 ára og eldri eru velkomnir og eru skátafélög hvött til að bjóða foreldrum og öðrum velunnurum til fræðslukvöldanna.

Næsta fræðslukvöld fjallar um Markaðssetningu á netinu (Facebook, Instagram, Twitter) og verður 21. nóvember.

ÍTAREFNI – fræðsluerindi:

· Jón Halldór Jónasson, upplýsingafræðingur: Góð samskipti við fjölmiðla

· Malin Brand, fréttakona á Morgunblaðinu:Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? [ tengill]

· Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkona á Mogganum:Hvernig skrifum við góða frétt?

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Sérstök áhersla er lögð á:

  • Skátaaðferðina og mismunandi útfærslur hennar fyrir aldursstigin fimm (drekaskáta, fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta). Athyglinni er sérstaklega beint að flokkakerfinu og táknrænni umgjörð skátastarfs.
  • Stigvaxandi áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska.
  • Notkun handbóka fyrir sveitarforingja.
  • Hvað er það sem gerir skátafundi og skátaviðburði árangursríka?
  • Hvernig virkjum við ungt fólk?
  • Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrir þetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
  • Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.

Skráning hér

Um greiðslu: Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta (1. skref) tilheyrir fyrri hluta Gilwell-leiðtogaþjálfunar.
Fyrri hlutinn (1. og 2. skref) kostar samtals kr. 9.500,- og má greiða sér.

Gilwell-leiðtogaþjálfun kostar samtals kr. 49.500,- (fyrri og seinni hluti, samtals 5 skref)

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við undirritaða,
Ása Sigurlaug Harðardóttir, Verkefnastjóri fullorðinsfræðslu

asa@skatar.is

Frábær helgi full af örnámskeiðum helgina 1.-3. nóvember. Haldið að Laugum í Sælingsdal fyrir alla áhugasama róverskáta og eldri.

Sveitarforingjar, stjórnir, baklönd, sjálfboðaliðar….. allir eru hvattir til að skella sér á þessa skemmtilegu helgi.

Hvernig væri að skella sér í endurnýtingarsmiðju eða koma öðrum á óvart í kökubakstri?

Hvað þarf að hafa meðferðis á landsmót eða bara i dagsferð?

Sjáðu tindinn, þarna fór ég, eða listin að sækja um styrki……

Byrja daginn á ferð í heita pottinn…. og enda daginn þar líka.

Að auki frábær félagsskapur heila helgi sem er bara fyrir þig……. Engir skátar með heimþrá eða illt í maganum.

Skráðu þig núna því aðeins er um 75 rúm að ræða þannig að fyrstur kemur fyrstur fær rúmstæði.

Sent út sem fjarfundur! Tilraun hjá okkur á Skátamiðstöðinni til að þjónusta betur skátafélög úti á landi.

Þeir sem fylgjast með fræðslukvöldinu á internetinu – vinsamlegast skráið ykkur líka hér!

Hlekkur fyrir fjarfund

Hafið samband við Ásu Sigurlaugu, í s: 864-2068, í kvöld ef vandamál verða með að fylgjast með okkur á internetinu.

Til að ná til almennings og skáta er mikilvægt að hlúa vel að samskiptum við fjölmiðla og sinna okkar eigin miðlum. Hvernig sjá fjölmiðlarnir okkur – hvar stöndum við okkur vel og í hvaða þáttum þurfum við að bæta okkur?

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir – ekki er skilyrði að vera skáti.

Ókeypis fyrir alla!

1) Góð samskipti við fjölmiðla? – Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg leiðbeinir um hvernig hægt er að gera fjölmiðla að samherjum og fá birtar fréttir úr skátastarfi, um það hvers konar hegðun dregur að athygli fjölmiðla og hvað ber að varast í samskiptum við þá.

2) Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? – Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV lýsir því hvernig skátarnir eru í augum fjölmiðla. Hún svarar spurningum og gefur góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhóli blaðamannsins.

3) Hvernig skrifum við góða frétt? – Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkona á Mogganum leiðir okkur í gegnum hvað það sé sem gerir frétt að góðri frétt: „Öngullinn“ sem grípur athygli lesandans; mikilvægustu upplýsingarnar; hver er tilgangurinn með fréttinni?

Skátarnir vilja blása til sóknar um bætta kynningu á starfi sínu. Vefurinn skatarnir.is opnaði í ágúst og unnið er að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög tóku boði Skátamiðstöðvar um nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðs er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla því til fjölmiðla.

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að gefa skátafélögum á Íslandi verkfæri til að efla skátastarf og leiða saman skáta, velunnara og áhugafólk um skátastarf til að eiga skemmtilega kvöldstund í þeim tilgangi að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á Fræðslukvöld BÍS. Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldunum og hvetja þá til að koma með.

Skráning hér

Nánari upplýsingar gefur

Ása Sigurlaug Harðardóttir, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu BÍS

S: 550-9800

Netf: asa@skatar.is