Síðastliðinn laugardag, 4. nóvember, áttu fálkaskátar á Suðurlandi frábæran dag í Laugardalnum þar sem þeir tóku þátt í Fálkaskátadeginum. Í ár var dagurinn samstarfsverkefni skátafélaganna Skjöldunga og Garðbúa.

Hressir Mosverjar í Ásabolta.

 

Það voru hátt í 70 skátar sem mættu í Goðheima og þurftu skátarnir að takast á við hinar ýmsu þrautir eins og Ásabolta, Mjölniskast, Skátatafl, Fenrisúlfinn og fleira. Þema dagsins var einmitt norræn goðafræði og því var dagskráin í takt við það.

 

(Óskar) Þór með Mjölni.

 

Þrátt fyrir kalsaveður og vind skemmtu krakkarnir sér við að kynnast goðafræðinni nánar og enduðu daginn á síðdegisvöku…. sem er eins og kvöldvaka nema fyrr um daginn… svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur!

Áður en Bræðralagssöngurinn var sunginn og deginum slitið fengu krakkarnir kakóbolla og kex til að hlýja sér fyrir heimferðina.

 

 

 

 

Hér má finna fleiri myndir af deginum.

 

Þó flestir hafi nú komið með rútu á mótssvæðið og jafnvel með flugvél til landsins þá á það ekki við alla. Nokkrir vaskir dróttskátar úr skátafélaginu Vífli í Garðabæ hjóluðu alla leið á landsmót og skátar úr Strók í Hveragerði settu annan fótinn fyrir framan hinn og gengu á landsmót.

Frá Vífli fóru átta dróttskátar ásamt tveimur foringjum hjólandi. Lögðu þau af stað á sunnudagsmorgni frá afleggjaranum að Hafravatni og tók ferðin fjóra tíma. “Þetta var erfitt á köflum, yfirleitt var erfiðara að fara upp en niður” svöruðu skátarnir, aðspurðir hvort ferðin hafi verið erfið.

Gönguhópur Stróka sem fór úr Hveragerði myndaði 16 manna föruneyti úr fálka- og dróttskátum, ásamt foringjum. Foreldrum, ömmum og öfum var öllum þeim sem vildu taka þátt boðið. Gangan var 18 km löng og tók samtals níu tíma. Leið þeirra lá í gegnum Reykjadal með viðkomu í heitum lækjum og öðrum náttúruperlum, yfir Álút og loks niður að Úlfljótsvatni.

Skátaflokkar sem ætla á Landmót skáta í sumar geta nú hafist handa við að leysa Vetrarverkefni mótsins af fullum krafti því þau voru birt á vef mótsins fyrir helgi.

Tjaldbúðarlíf á Landsmóti

Tjaldbúðarlíf á Landsmóti

Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast dagskrá Landsmótsins.

  • Undir þemanu Vatnaveröld geta flokkarnir valið milli þess að skipuleggja veiðiferð, gera líkan að fleka eða synda 1,5 km með frjálsri aðgerð.
  • Verkefnin í þemanu Skátaveröld eru að elda á prímus, kveikja varðeld eða súrra.
  • Innan Víkingaveraldar kanna flokkarnir víkingaklæði, út búa kyndla eða þá gera skildi og sverð fyrir alla í skátaflokknum.
  • Undraveröldin færir svo skátana á enn nýrri slóðir og þar geta þeir valið milli þess að reisa eigin píramída úr skátum í flokknum; fylla vatnsflösku með óvenjulegri aðferð eða halda af stað í fuglaskoðun.
  • Verkefnin tengd Ferðaveröldinni eru svo fjallganga, strætóferð eða kanna sinn heimabæ.

Skátaflokkarnir eiga síðan að skila ljósmyndum af því hvernig þeir leysa verkefnina og skila á réttum tíma.  Fyrst skilafrestur er 15. febrúar.

skatar2014-36

Einbeittir skátar á Landsmóti

Nánar má skoða lýsingu verkefnanna á vetrarverkefnasíðu Landsmótsins. Þar eru einnig upplýsingar um alla skilafresti og netfang sem á að senda til.

Nánari upplýsingar:

Vetrarverkefni Landsmóts skáta 2016

Landsmót skáta – forsíða skatamot.is

 

nerd-003„Fálkaskátum í Grundarfirði finnst mjög gaman að fara í Nerf-byssó. Þetta hef ég margsinnis séð út um stofugluggann hjá mér,“ segir Aðalsteinn Þorvaldsson félagsforingi skátafélagsins Arnarins – Æskulýðsfélags Setbergssóknar í Grundarfirði.

Hann segir að í haust hafi hann spurt fálkaskátana hvort þá langaði að halda mót. „Þeir voru sannarlega til í það. Eina skilyrðið sem ég setti var að þeir myndu ákveða hvernig allt ætti að vera og myndi hjálpa þeim með allt umstang. Þetta var samþykkt,“ segir Aðalsteinn.

Lærðu mikið á undirbúningi fyrir mótið

„Undirbúningur tók tíma á skátafundum og var, að ég tel, heilmikill lærdómur fyrir fálkaskátanna. Velja tíma, fá íþróttahús, semja reglur, hanna völlinn, hverjum ætti að bjóða, undirbúa völlinn og ganga frá,“ segir Aðalsteinn sem stýrir fundum .

Stóri dagurinn rann upp og var spilað í tvo og hálfan tíma stanslaust í góðum fíling. Allir ánægðir eftir skemmtilegt mót og strax ákveðið að halda annað mót sem allra fyrst.

 

Glaðir þátttakendur

Glaðir þátttakendur

 

Fálkaskátasveitin Smyrlar í Mosverjum fóru á Úlfljótsvatn í sveitarútilegu um nýliðna helgi. Mikið fjör var í útilegunni sem var með ofurhetjuþema. Skátarnir mættu í ofurhetjubúningum og nutu helgarinnar í botn.
Tjaldofurhetjur

Tjaldofurhetjur

Í skátaferðum sem þessum er ýmislegt skemmtilegt gert. Nú um helgina var gert skýli í skóginum, pizzur eldaðar úti og sigið úr klifurturninum þrátt fyrir stormviðvörun!

Óbreyttur borgari var fangi illrar ofurhetju

Farið var í ofurspennandi næturleik á laugardagskvöldinu þar sem skátarnir björguðu óbreyttum borgara sem var fangi illrar ofurhetju. Í næturleiknum þurftu skátarnir að leysa ýmsar þrautir og leysa dulmál auk þess að rata um Úlfljótsvatn í myrkri!

Snjór og rok stoppaði ekki tjaldofurhetjurnar

Einn flokkur gisti úti í tjaldi fyrri nóttina og létu þær smá snjó og rok ekki stoppa sig.

Ofurgóð útilega að baki og segir Inga Ævarsdóttir ofurhugi að stelpurnar í Smyrlum hlakki til að fara í næstu ferð sem verður á Vormót Hraunbúa í júní.

Viltu meira?

Logandi svalar ofurhetjur

Logandi svalar ofurhetjur

JOTI / JOTA
Jamboree On The Internet / Jamboree On The Air

Allt um mótið á heimasíðu mótsins!

JOTI/JOTA er að alþjóðlegt skátamót á Internetinu og í “loftinu” eða á H-F tíðni talstöðva. Mótið er haldið þriðju heilu helgina í október ár hvert. Mótið er tilvalinn vettvangur til þess að kynnast erlendum skátum, skiptast á hugmyndum og skapa alþjóðleg vinatengsl. Það sem þú þarft til að geta verið með er:

  1. Aðgangur að internettengdri tölvu
  2. Forritið IRC

Skoðið: world-jotajoti.org vegna frekari upplýsinga um næsta mót en þar er hægt að nálgast nauðsynleg forrit, upplýsingar hvernig á að tengjast mótinu, reglur og fleira tengt JOTI