Bandalag íslenskra skáta (BÍS) ) auglýsar eftir umsóknum um þátttöku í Vetraráskorun Crean árið 2017-2018. Tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fæddir 2002-2003). Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu sjö ár. Verkefnið hefur verið gríðar vel sótt og þátttakendur sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og skal skila þeim fyrir sunnudagsins 15.október nk. Áhugasamir geta einnig haft samband við Silju með tölvupósti, silja@skatar.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Frá Írlandi koma allt að 20 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- og matsferli. Frá BÍS allt að 20 þátttakendur. Markmið verkefnisins er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað sem talið er skipta máli. Verkefnið skiptist í vetrarferðir og verkefni unnin í frítíma. Ferðirnar eru:

  • 24.-26. nóvember 2017 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Inni og útiverkefni í vetrarferðamennsku.
  • 19.-21. janúar 2018 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferð og verkefni í vetrarferðamennsku.
  • Vikan 9.-16. febrúar 2018  – Úlfljótsvatn og Hellisheiði. Verkefni og vetrarferð. Vikutími þar sem þátttakendur gætu þurft að taka frí í skóla.

Þátttakendur þurfa að mæta í allar ferðirnar. Auk ferðanna þurfa þátttakendur að vinna heimaverkefni í formi leiðarbóka. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 45.000,- kr. á mann. Innifalið í því er allur matur í öllum ferðunum, gistingar og ferðir til og frá Skátamiðstöðinni. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér í Hraunbæ 123 og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta búnað til vetrarferða s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í verkefninu. Umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hverjir eru teknir inn. Það er því mikilvægt að leggja mikið í umsóknina. Umsækjendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir að ætlast er til 100% þátttöku bæði í ferðum og í verkefnavinnu. Umsókn: Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Crean- vetraráskorun þurfa að sækja um fyrir 15.október. Skráning fer fram HÉR.

Þessi umsókn er einn af mikilvægustu þáttunum sem stjórnendur viðburðarins líta til við inntöku þátttakenda og því er mikilvægt að vanda hana eins vel og kostur er.

Skila þarf eftirfarandi fylgigögnum:

  • Umsögn frá skátaforingja og félagsforingja, en skátaforinginn og/eða félagsforinginn skal senda umsögnina beint á Silju á netfangið silja@skatar.is

Fylgigögnum skal skilað á tölvupósti á netfangið silja@skatar.is.

Berist ekki eitthvað af þessum þrem þáttum umsóknarinnar (skrifleg umsókn, leyfisbréf og umsögn frá foringjum) telst umsóknin ekki gild.

Fyrir hönd Crean-teymisins,

Silja Þorsteinsdóttir

Tímabundið eða fyrir allt…?

Helgina 28.-30. mars sl. var Hrollur – ævintýraleg útivistaráskorun dróttskáta. Hvað er Hrollur? – Það er útivistarkeppni sem er haldin við Hleiðru á Hafravatni og svæðinu þar í kring. Markmiðið er að þátttakendurnir safni stigum yfir helgina með því að keppa í hinum ýmsu þrautum og að keppni lokinni er sigurliðunum verðlaunað með glæsilegum vinningum.
Hrollur 2017

Verið að undirbúa göngu laugardagsins…

Að þessu sinni voru það 25 hressir þátttakendur sem mættu í roki og rigningu við Hafravatnsafleggjarann á föstudeginum til að labba upp í Hleiðru þar sem þau gistu í tjöldum yfir helgina. Þegar tjöldin voru komin upp fór kvöldið í að skipuleggja gönguleið laugardagsins. Þá þurftu krakkarnir að rifja upp áttavitakunnáttu sína og geta tekið stefnu á korti til að geta skilað inn réttu tímaplani til foringjanna. Kunna ekki annars allir skátar það?…

Fyrsta liðið lagði af stað út í snjóinn og rokið klukkan 07:30 á laugardeginum í göngu um Hafravatn til að leysa pósta og lenda í ævintýrum. Hin liðin fylgdu síðan fljótt á eftir… Orðarugl, slúðurgerð, fjallgöngur, súrringar úr spagettí, prjón án prjóna, bootcamp og #TanSelfie var meðal þrautanna sem liðin þurftu að leysa á leiðinni til að safna stigum.

Hrollur 2017

Get ready, steady, GO! Sunnudagskeppnin að hefjast.

Þegar krakkarnir mættu aftur upp í skála að göngu lokinni klukkan 17:00 kom í ljós að aðeins 16 skátar höfðu „lifað af“ laugardaginn. Það voru nefninlega 9 skátar sem „dóu“ á leiðinni. Ekki örvænta, að „deyja“ á Hrolli þýðir einfaldlega að gefast upp og fara heim… Það voru því aðeins 5 lið (í stað 9) sem fengu hamborgaraveislu að göngu lokinni og tóku þátt í sleikjukeppninni um kvöldið. Hvað ætli það sé? Í sleikjukeppninni fá liðin 5 mínútur til að sleikja upp foringjana og láta þeim líða sem best. Því betri sem sleikjan er því fleiri stig.

Þegar búið var að ganga frá öllu á sunnudagsmorgninum var komið að ÓVÆNTU sunnudagskeppninni. Þar kepptust liðin um að vera fyrst til þess að leysa hinar ýmsu þrautir og fá sem flest stig. Í ár þurftu krakkarnir að elda súpu á prímus,
róa á kajökum á Hafravatni og súrra þrífót – allann tímann klædd í björgunarvesti.

Hrollur 2017

Sigurliðið, Penguinsquad með Herra Hroll.

Að lokum var komið að verðlaunaafhendingunni. Í fyrsta sinn í sögu Hrolls fór Herra Hrollur ekki heim í Mosfellsbæinn heldur í Víflaheimilið. Það var liðið Penguinsquad sem sigraði Hroll 2017 en í því voru 2 strákar úr skátafélaginu Vífli.  Mosverja liðið Mammaþín lenti í örðu sæti og TF-stuð úr Kópum lentu í 3 sæti.

 

Psst.. heyrst hefur að DS. Malmquist frá Klakki hafi verið með besta slúðrið.

Sjáumst aftur að ári! – Hrollsteymið.

Fátt er betra en að njóta jólanna í rólegheitunum með heitt súkkulaði og piparkökur í hendi. Enn betra er að vera í friðsældinni á Úlfljótsvatni í góðum félagsskap! Byggja snjóhús og snjókarla, drekka kakó, skoða stjörnur og norðurljós, anda að sér friðsældinni, renna sér niður brekku á snjóþotu og horfa á jólamynd.

Hljómar vel, ekki satt?

Norðurslóð er viðburður sem er haldinn á milli jóla og nýárs á Úlfljótsvatni og er fyrir alla drótt- og rekkaskáta. Komdu með á Norðurslóð 27. – 29. desember 2016 og njóttu jóla umvafin(n) kyrrðinni og jólaandanum!

Verð er 8.900 kr. á mann, en rúta frá Reykjavík er 2.500 kr. aukalega. Skráning er á ulfljotsvatn@skatar.is.

Um síðustu helgi var Arcticpepp haldið á Akureyri. Peppið var óvenjulegt að því leyti að þátttakendahópurinn var mjög fjölbreyttur og kom víða að; frá Akureyri, Sauðárkróki, Borgarnesi, Segli og Vífli. Markmið helgarinnar var að kynnast betur dagskráhringnum, flokkastarfi og sveitarstarfi. Eins og oft áður á Skátapeppi rigndi eldi og brennisteini en þrátt fyrir það var farið í gönguferðir, náttúruskoðun og eldað úti.

img_8223

 

Rekkaskátarnir voru flestir sammála um að það skemmtilegasta sem þeir gerðu var að labba í rigningunni upp í skátaskálann Fálkafell þar sem þau gistu eina nótt. img_8147

Helgin var ótrúlega skemmtileg og gagnleg og það var gaman að sjá unga skáta sem búa langt frá hverjum öðrum kynnast og mynda vinasambönd.img_8316

Pepporway 2016 var haldið dagana 10-14. ágúst við Fossá á Úlfljótsvatni. Sumarpeppið er fimm daga tjaldbúðanámskeið og dregur nafn sitt ár hvert af alþjóðlegum skátaviðburðum sem haldnir eru sama sumar. Í þetta sinn mættu 23 vaskir drótt- og rekkaskátar auk 9 leiðbeinenda og aðstoðarfólks. Hópnum var skipt í tvær sveitir, Tæfur og Melrakka.

Mótið hófst á miðvikudegi og var fyrsta verkefni hópanna að hanna tjaldbúð og eldhússkýli. Það rigndi hressilega á okkur fyrsta sólahringinn, en flestir voru vel útbúnir og enginn lét smá bleytu stöðva sig í peppinu. Fimmtudagurinn fór að mestu leyti í að reisa starfhæft eldhússkýli og var fyrsta máltíðin elduð það kvöld en þátttakendur þurftu sjálfir að skipta með sér verkum og skipuleggja matseld.

Á föstudeginum var róið á kajökum yfir Úlfljótsvatn og farið í Skinnhúfuhelli. Þegar heim var komið hófst matseld að nýju en nú var prófað að baka pítsu í hollenskum ofni með misjöfnum árangri.

Á laugardeginum var gengið inn að Kattartjörnum þar sem er stórbrotið útsýni, um 15 km ganga.  Það var nokkuð þreyttur hópur sem snéri í tjaldbúðina um kvöldmatarleytið og það var yndislegt að fylgjast með eldum kvikna í eldstæðum þegar leið á kvöldið.

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) ) auglýsar eftir umsóknum um þátttöku í Vetraráskorun Crean árið 2016-2017. Tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fæddir 2001-2002). Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu fjögur ár. Verkefnið hefur verið gríðar vel sótt og þátttakendur sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og skal skila þeim fyrir fimmtudaginn 15.september nk. Áhugasamir geta einnig haft samband við Silju með tölvupósti, silja@skatar.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Frá Írlandi koma allt að 20 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- og matsferli. Frá BÍS allt að 20 þátttakendur. Markmið verkefnisins er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað sem talið er skipta máli. Verkefnið skiptist í vetrarferðir og verkefni unnin í frítíma. Ferðirnar eru:

  • nóvember 2016 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Inni og útiverkefni í vetrarferðamennsku.
  • janúar 2016 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferð og verkefni í vetrarferðamennsku.
  • Vikan 17.-24. febrúar 2017  – Úlfljótsvatn og Hellisheiði. Verkefni og vetrarferð. Vikutími þar sem þátttakendur gætu þurft að taka frí í skóla.

 

Þátttakendur þurfa að mæta í allar ferðirnar. Auk ferðanna þurfa þátttakendur að vinna heimaverkefni í formi leiðarbóka. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 45.000,- kr. á mann. Innifalið í því er allur matur í öllum ferðunum, gistingar og ferðir til og frá Skátamiðstöðinni. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér í Hraunbæ 123 og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta búnað til vetrarferða s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í verkefninu. Umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hverjir eru teknir inn. Það er því mikilvægt að leggja mikið í umsóknina. Umsækjendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir að ætlast er til 100% þátttöku bæði í ferðum og í verkefnavinnu. Umsókn: Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Crean- vetraráskorun þurfa að sækja um fyrir 15.september. Skráning fer fram HÉR,  þar að auki á að fylgja með leyfisbréf frá foreldrum.

Þessi umsókn er einn af mikilvægustu þáttunum sem stjórnendur viðburðarins líta til við inntöku þátttakenda og því er mikilvægt að vanda hana eins vel og kostur er.

Skila þarf eftirfarandi fylgigögnum:

  • Leyfisbréfi frá foreldrum sem hægt er að finna hér neðar (taka þarf fram að umsækjandi fái frí í skóla sé það nauðsynlegt).
  • Umsögn frá skátaforingja og félagsforingja, en skátaforinginn og/eða félagsforinginn skal senda umsögnina beint á Silju á netfangið silja@skatar.is

Leyfisbréf vegna Vetraráskorun Crean 2016-17

Fylgigögnum skal skilað á tölvupósti á netfangið silja@skatar.is.

Berist ekki eitthvað af þessum þrem þáttum umsóknarinnar (skrifleg umsókn, leyfisbréf og umsögn frá foringjum) telst umsóknin ekki gild.

Fyrir hönd Crean-teymisins,

Silja Þorsteinsdóttir