Um 200 drekaskátar frá 17 félögum fengu að upplifa jólin í júní á Úlfljótsvatni sl. laugardag þegar þeir tóku þátt í Drekaskátamóti – mót sem Bandalag íslenskra skáta heldur árlega fyrir drekaskáta allsstaðar að af landinu.

Mótið stóð í tvo daga, frá hádegi á laugardegi fram á seinni part sunnudags. Drekarnir tóku þátt í alls kyns skemmtilegri dagskrá svo sem að fara á báta, klifra í klifurturninum, poppa, grilla hækbrauð, fara í leiki og busla í vatnasafaríinu svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöldinu var hamborgaraveisla áður haldið var á kvöldvökuna í Friðarlautinni.

Á sunnudeginum var svo komið að stórleiknum mikla. Þar skiptu krakkarnir sér upp í lið og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir til að komast áfram á spilaborðinu svo þau gætu bjargað jólunum frá hinum illa Trölla. Limbó, jólasöngur, bottom sjú, blindraþraut, boðhlaupsmilla og „náðu fánanum“ er bara brot af þrautunum sem krakkarnir þurfu að leysa til að sigra.

Þá var komið að heimferð. Eftir viðburðaríka og blauta helgi héldu skátarnir heim á leið, margir hverjir að klára sína fyrstu útilegu, spenntir fyrir komandi skátastarfi í haust.

Við í mótsstjórn viljum þakka fyrir frábært drekaskátamót og hlökkum til að sjá enn fleiri á landsmóti drekaskáta að ári liðnu.

Myndir: Halldór Valberg

Hressir drekaskátar í leik á ísnum.

Sunnudaginn 5. mars sl. mættu hátt í 100 spenntir drekaskátar í Hádegismóa við Rauðavatn á Drekaskátadaginn sem að þessu sinni var skipulagður af Árbúum.

Fyrsta verkefni drekaskátana var að labba í kringum Rauðavatn. Þar sem vatnið var frosið í gegn á þessum fallega vetrardegi var ákveðið að stytta ferðina með því labba með öllum drekaskátunum þvert yfir ísinn. Var það sannkölluð ævintýraferð og léku drekaskátarnir sér á svellinu þegar yfir ísinn var komið. Því næst tók við skemmtilegur póstaleikur um svæðið þar sem krakkarnir fóru í hina ýmsu leiki, gerðu snjólistaverk og fengu ósk sína uppfyllta.

Skátarnir á leið yfir ísinn.

 

Dagurinn endaði á því að allir fengu kakó og kex í boði Árbúa og héldu heim á leið sáttir með skemmtilegan dag í snjónum.

 

Hinn árlegi Drekaskátadagur var haldinn á Álftanesi síðastliðinn sunnudag í blíðskapar veðri.

Skátafélagið Svanir var í forsvari fyrir daginn þetta árið og komu sjálfboðaliðar frá öðrum skátafélögum einnig að framkvæmdinni. Gleði og spenna var áþreifanleg þegar um 140 drekaskátar og foringjar þeirra frá 12 skátafélögum af höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ leystu hinar ýmsu skátaþrautir sem reyndu á samvinnu, sköpun, hugrekki og gleði.

Í lok daskrár var boðið upp á kakó og kex og bauð svétarfélögum öllum skátum sem vildu í sund í lok dagskrár.

Myndasöfn frá deginum má skoða á hinum ýmsu facebook síðum þátttökufélaga:

:: Skátafélagið Svanir 

:: Skátafélagið Mosverjar

 

„Verkefnin sem við tókum voru mjög áhugaverð og skemmtileg. Krakkarnir skrifuðu skilaboð til Indlands, bjuggu til ofurhetju sem hafði þann ofurkraft að láta öðrum líða vel, skoðuðu minnihlutahópa í skátahreyfingunni og að lokum skoðuðum við hvaða eiginleika maður þarf að hafa til þess að vera góður vinur,“ segir Hulda María Valgeirsdóttir, en hún er sveitarforingi skátasveitarinnar Selir og Urtur í Ægisbúum en í henni eru strákar og stelpur á drekaskátaaldri, 8-9 ára.
Í lok verkefnis voru teknar myndir

Í lok verkefnis voru teknar myndir

Hulda María segir að verkefnin hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg

Hulda María segir að verkefnin hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg

Drekaskátarnir í Ægisbúum voru með þessu verkefni að svara kalli alþjóðahreyfingar skáta á afmælisdegi skátahreyfingarinnar 22.febrúar sl. Dagurinn er kallaður „World Thinking Day“ og þann dag eru skátar hvattir til að leiða hugann að meðbræðrum og systrum um allan heim og gera sitt til að tengjast í víðum skilningi þess orðs.

„Það er mikilvægt að kenna yngstu skátunum að skátahreyfingin er ekki einungis bundin við nánasta umhverfi heldur er hún úti um allan heim. Með þessu verkefni þá hafa þau kynnst betur þessari alþjóðahreyfingu sem við erum í,“ segir Hulda María.

„Við ákváðum að taka þetta verkefni sem einn dagskrárhring hjá okkur í drekaskátum. Fyrsta fundinn kynntum við verkefnið og fórum í lýðræðisleik þar sem krakkarnir ákváðu hvaða verkefni þau vildu taka,“ segir hún. Krakkarnir unnu yfirleitt í litlum hópum þar sem þau leystu verkefnin og svo kom öll sveitin saman og hóparnir kynntu niðurstöðurnar sínar með mismunandi háttum. Verkefnin fjölluðu meðal annars hvernig við erum í betra sambandi við sjálf okkur, hvernig við tengjumst vinum okkar, tengjast heimshreyfingunni, heiminum og að endingu #connect10million sem eru í kvenskátahreyfingunni. Þessi dagskrárpakki heimshreyfingarinnar WAAGS er aðgengilegur á vefnum

Drekarskátar í Ægisbúum sendu öðrum skátum kveðju

Drekarskátar í Ægisbúum sendu öðrum skátum kveðju

Selir og Urtur tóku fimm fundi undir þetta verkefni og á seinasta fundi var öllum bitum púslað saman og stillt upp í myndatöku, eins og sjá má hér á síðunni.

svanamyndDrekaskátamótið var haldið um helgima á Úlfljótsvatni og mættu um 300 manns, um 240 drekaskátar á aldrinum 7 – 9 ára og  hópur foringja og annarra sem halda utan um dagskrá og margvísleg praktísk mál. Í mörgum tilvikum hefur undirbúningur fyrir mótið staðið í allan vetur og verið hluti af dagskránni í sveitunum, en margir hinna ungu skáta mættu nú á sitt fyrsta skátamót.

Þetta er fjölmennasta Drekaskátamótið til þess og komu stærstu hóparnir frá Kópum og Hraunbúum eða 47 frá hvoru félagi. Þátttakendur frá Einherjum / Valkyrjunni á Ísafirði eiga þó vinninginn þegar kemur að lengsta ferðalaginu á mótið.

Maríanna Wathne mótsstjóri segir að mótið hafið heppnast mjög vel og allir þátttakendur farið heim með bros á vör. Hún segir að mótsstjórnin hafi farið þreytt en ánægð heim frá Úlfljótsvatni á sunnudag. „Undirbúningur mótsins gekk mjög vel og á mótstjórnin gott hrós skilið fyrir frábært framtak og einstaklega góða vinnu í því að skipuleggja mótið í þaula. Ég gæti varla verið ánægðari með teymið,“ segir Maríanna.

Útilegugleði

Útilegugleði

Áskoranir á drekamóti

Áskoranir á drekamóti

Mótið er haldið árvisst á Úlfljótsvatni sem býður upp á margvíslega möguleika svo sem vatnasafarí og klifurvegg, sem að sjálfsögðu var nýtt í botn. „Krakkarnir fengu meðal annars að fara á báta, grilla hike-brauð, poppa popp, hoppukastala og fara í vatnasafarí. Einnig var stórleikur sem Svanir unnu og frábær kvöldvaka sem heppnaðist einstaklega vel,“ segir mótsstjórinn.

Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni var opið almenningi þessa helgi, eins reyndar alla daga sumarsins.  Einhverjir foreldrar notuðu tækifærið og fóru í útilegu og upplifðu þannig stemninguna og gleðina sem myndast á svona móti.

 

 

JOTI / JOTA
Jamboree On The Internet / Jamboree On The Air

Allt um mótið á heimasíðu mótsins!

JOTI/JOTA er að alþjóðlegt skátamót á Internetinu og í “loftinu” eða á H-F tíðni talstöðva. Mótið er haldið þriðju heilu helgina í október ár hvert. Mótið er tilvalinn vettvangur til þess að kynnast erlendum skátum, skiptast á hugmyndum og skapa alþjóðleg vinatengsl. Það sem þú þarft til að geta verið með er:

  1. Aðgangur að internettengdri tölvu
  2. Forritið IRC

Skoðið: world-jotajoti.org vegna frekari upplýsinga um næsta mót en þar er hægt að nálgast nauðsynleg forrit, upplýsingar hvernig á að tengjast mótinu, reglur og fleira tengt JOTI