Breytingar á mannahaldi í Skátamiðstöðinni

Hermann er kominn í fæðingarorlof til 1. mars og um áramótin hafa nokkrir starfsmenn skipt um hlutverk.

Unnur Flygenring verur staðgengill framkvæmdastjóra, hún mun halda utan um dagleg verkefni ss. fjármálaumsýslu og starfsmannamál BÍS og tengdum félögum, sitja stjórnarfundi félögum tengdum okkur. Auk þess að fylgja eftir málum frá stjórn. Hún situr því  upplýsingaráðsfundi, fjármálaráðsfundi, úlfljótsvatnsráðsfundi, stjórnarfundi ÆV, skátabúðar, skátamóta og Þjóðþrifa og að sjálfsögðu stjórnarfundi.

Dagbjört Brynjarsdóttir mun skipta um starfsvettvangs og mun hún verða verkefnastjóri fræðslu- og dagskrármála. Hún mun sitja fræðsluráðsfundi og ungmennaráðsfundi.

Hanna Guðmundsdóttir mun fá fasta ráðningu frá áramótum og mun verða þjónustustjóri BÍS. Meginstarfsvið er: Þjónusta í móttöku og öllu því sem fylgir, bókanir, verslunarstjóri Skátabúðarinnar, sjá um endurfundi skáta og annað sem tilheyrir móttöku Skátamiðstöðvarinnar.

Bendt H. Bendtsen hefur verið ráðinn verkefnastjóri Grænna skáta, tímabundið í allt að sex mánuði. Hann mun fylgja fyrirtækjasölunni úr hlaði, halda utan um greiningarvinnu, finna lausn á húsnæðisvanda vegna aukinnar starfsemi, bæta ferla og með þessu öllu auka þjónustu við viðskiptavini Grænna skáta.  Bendt mun vinna í samvinnu við Kristinn Ólafsson og aðra innan skátahreyfingarinnar.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar