Börn í 2. bekk fá íslenska fánann í sumargjöf

Skátarnir hafa árlega frá árinu 1994 gefið öllum börnum í 2. bekk grunnskóla landsins íslenska fánaveifu fyrir sumardaginn fyrsta. Gjöfinni fylgir bæklingur sem fræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans, fánareglur, meðferð fánans og notkun hans.

Verkefnið er unnið undir yfirskriftinni “ÍSLENSKA FÁNANN Í ÖNDVEGI”.  Skátarnir hafa alla tíð gert fjölmargt til þess að gera veg íslenska fánans sem mestan, sérstaklega með því að fræða almenning um meðferð hans og notkun.

Íslenski þjóðfáninn er sameiningartákn Íslendinga og stolt okkar, því er mikilvægt að börnin okkar læri snemma að umgangast og virða fánann.

Í ár, líkt og nokkur undarnfarin ár, er EIMSKIP sérstakur styrktaraðili verkefnisins og vilja skátar þakka ánægjulegt samstarf við Eimskip um framkvæmdina.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar