Bogfimi skotið inn fyrir fund

Skemmtanagildið af því að vera í skátastarfi er greinilega ekki látið gleymast í Gildinu í Kópavogi er félagar þess fjölmenntu á æfingu í Bogfimisetrinu í stað hefðbundins fundar.
Gildismeistarinn í Kópavogi hyggur að vopni sínu

Gildismeistarinn í Kópavogi, Hrönn Hallgrímsdóttir, hyggur að vopni sínu

„Þeir sem mættu höfðu mjög gaman af þessu,“ segir Kristín Birna Angantýsdóttir sem er í skemmtinefndinni sem skipulagði gerninginn. Hún sagði að árangur þátttakenda hefði verið misjafn eins og við var að búast. „Sumir náðu að bæta árangur sinn verulega þetta kvöld. Frá því að hitta á spjald þess sem var við hliðina til þess að hitta á eigið spjald, sem hlýtur að teljast mjög góður árangur.“

Sumir náðu reyndar svo góðum árangri að þeir voru farnir að skoða keppnisboga sem eru til sölu í Bogfimisetrinu, en ekki hefur frést af hvort orðið hafi af kaupunum eftir að kappanum svall móður.

Fundir í Gildinu í Kópavogi eru yfirleitt þriðja fimmtudag í mánuði og eru veitingar þar fastur og að margra mati lífsnauðsynlegur þáttur.  Þar sem bogfimin kom í stað hefðbundins fundar var haldið á kaffihús að bogfimleikum loknum. Dagskrá Gildisins í Kópavogi byggist upp á fundum, ýmsum uppákomum og ferðum, auk tilfallandi þjónustuverkefna fyrir skátafélagið Kópa.

 

 

Bragi  vill halda árangri sínum til haga

Bragi Hilmarsson vill halda árangri sínum til haga

 

Þandar taugar - þaninn bogi ... hvar getur það endað?

Þandar taugar – þaninn bogi … hvar getur það endað? Gauti Torfason.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar