Bogfimi, galdrar, sófarötun og bálköstur framtíðarinnar

Skátarnir sem mæta á sunnudag til Landsmótsins á Akureyri hafa valið.  Þeim stóð til boða að velja fyrirfram stóran hluta af eigin dagskrá úr 125 mismunandi dagskrárliðum.  Auk valsins er svo einnig fjöldi fastra dagskrárliða sem opnir eru öllum. Skátar sem verða á Landsmóti skáta 20. – 27. júli munu hafa nóg að gera.
Landsmót skáta er í ár haldið á Akureyri

Landsmót skáta er í ár haldið á Akureyri

„Í takt við tímann“ eru einkunnarorð Landsmótsins og eru dagskráratriðin mörg hver tengd þemunum eða dagskrártorgunum  fortíð, nútíð og framtíð.  Auk þessara þriggja þema kemur útivist sterk inn hjá skátunum og síðan er verkefnapóstar tengdir Akureyri, sem verður ríkulegur vettvangur skátadagskrárinnar.

Skátarnir flakka milli þessara þema 5 daga mótsins og undir lok vikunnar eiga allir að vera búnir að ná að upplifa það sem þeir völdu.  En hvað er það sem fellur nú undir hvert þema? Hér fyrir neðan er það helsta.

Bogi og örvar í fortíðinni

Á Fortíðartorginu var verkefnapósturinn „bogi og örvar“ langvinsælast í vali þátttakenda. Þar eru það þó ekki rónarnir frægu heldur læra skátarnir bogfimi. Hvernig á að fara með boga og skjóta örvum í mark. Einnig takst skátarnir m.a. á við útieldun, skylmingar, jurtir og nýtingu þeirra og galdra.

Sófarötun í nútíðinni

Á Nútímatorginu var vinsælasti pósturinn „sig og klifur“ einnig eru þar verkefni eins og „Minecraft skátamót“ „sófarötun“ og „blaðabrjálæði“.

Forritun í framtíðinni

Á Framtíðartorginu var „bálköstur framtíðarinnar“ vinsælasta verkefnið í valinu, en tölvuleikjaforritun skoraði einnig mjög hátt.

 Skógarskýli og sjóhopp vinsælir útivistarpóstar

Þegar kemur að útivistarþemum reyndist mjög vinsælt að reisa skýli í skógi og elda mat. Ýmsar gönguferðir og hjólaferðir ásamt því að hoppa í sjóinn eru þar einnig á dagskrá.

Kayak á Akureyri

Þann dag sem Akureyri er á dagskrá reyndist vinsælt í valinu að fara í Kayakróður og renna fyrir fisk í fjörunni.

2000 þátttakendur auk fjölskyldubúða

Landsmót skáta verður haldið á Hömrum, Akureyri 20.-27. júlí og þar mæta til leiks um 2.000 þátttakendur á aldrinum 10 – 22 ára. Einnig gistir mikill fjöldi í fjölskyldubúðum mótsins og eru þær opnar öllum.

 

Nánari upplýsingar um Landsmót skáta

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar