BiTriMulti (BTM) í Austurríki

Á vef Salto, salto-youth.net má finna mörg fræðandi námskeið um alla Evrópu.
BiTriMulti (BTM) í Austurríki

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki, æskulýðsleiðtoga
Markmið: Að þjálfa þá sem vilja sækja um sitt fyrsta ungmennaskiptaverkefni. Þeir íslendingar sem sótt hafa BTM hafa verið mjög ánægðir með árangurinn, bæði hvað varðar að finna samstarfsaðila og líka hvað það hjálpaði þeim mikið þegar þeir síðan framkvæmdu sín fyrstu ungmennaskipti.
Hvar: Austurríki
Hvenær: 26.-30. nóvember 2014
Umsóknarfrestur: 03. október 2014

Þetta námskeið er kjörið fyrir þá sem hafa áhuga á að undirbúa sitt fyrsta verkefni með styrk frá EUF.

::Skoða nánar og sækja um

Evrópa unga fólksins er að leita að réttu þátttakendunum til að senda á þetta frábæra námskeið og hver veit nema þú sért manneskjan sem við erum að leita að.

Þeir sem fara á námskeið á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði, nema ef annað er tekið fram. Fari námskeið fram á Íslandi greiða íslenskir þátttakendur 7.500 kr. þátttökugjald.

Nánari upplýsingar hvernig sækja á um námskeiðin ásamt lista yfir öll þau námskeið sem Evrópa unga fólksins styrkir íslendinga til þátttöku á má finna á: http://www.euf.is/category/namskeid

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar