BÍS stóðst alþjóðlega gæðaúttekt

Gerð var alþjóðleg gæðaúttekt á starfi Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) í nóvember síðastliðnum. GSAT (Global Support Assessment Tool) gæðaúttektinni er ætlað að sýna hversu vel starfsemi BÍS samræmist alþjóðlegu skátastarfi WOSM (World Scout Movement). Úttektinni er ætlað að spegla hvar BÍS er statt miðað við skátastarf í öðrum löndum, sýna styrkleika BÍS og hvar má bæta starfið og leggja til hugmyndir um aðgerðir í þeim efnum. Úttektin styður BÍS í að samræma starfið alþjóðlegu skátastarfi. BÍS hefur í nokkur ár unnið að því að efla gæði skátastarfsins, m.a. með öflugri forvarnastefnu, sett upp ferla sem taka á einelti, kynferðisbrotum og boðið upp á ýmis námskeið þessu tengt.

BÍS býður skátafélögum upp á RAG-greiningu og aðstoð við að takast á við að vinna að bættu starfi. Það að BÍS sé sjálft tilbúið að fara í slíka greiningu með óháðum erlendum aðila sýnir styrkleika og gott fordæmi.

Niðurstöður úttektarinnar eru þær að BÍS er í hópi 10% bestu landa í úttektum á skátahreyfingunni í heiminum, með 76,9% niðurstöðu. Rekstrarkröfum WOSM er fullnægt á öllum sviðum

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar