Áttu að vera tveir

Gott að hjálmurinn sitji vel

Gott að hjálmurinn sitji vel

Klifurturninn á Úlfljótsvatni átti að eignast tvíbura, en ekki bólar á honum enn. Guðmundur Finnbogason framkvæmdastjóri Útilífsskólans á Úlfljótsvatni segir að upphaflegu hugmyndirnar hafi gengið út á tvo turna. Milli þeirra átti að vera hægt að gera háloftaæfingar og stunda kassaklifur. „Við auglýsum bara eftir framtakssömum skátum til að rigga upp hinum turninum,“ segir hann.

Turninn er engin smásmíði. Hann er um 12 metra hár og segir Guðmundur að hann sé sá hæsti á landinu sem notaður er í klifur og slíkar æfingar. Hann var byggður af framtakssömum skátum og á sér fyrirmyndir víða um heim.

Messað um rétt vinnubrögð og örugga hnúta

Guðmundur verður með námskeið á sunnudag þann 4. maí frá kl. 9 – 13. Þeir sem vilja fara með skáta í turninn verða að hafa sótt námskeið öryggisatriðum fyrir klifurturninn. Farið verður yfir undirbúning og framkvæmd æfinga í klifurturni og að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta sett upp og stjórnað æfingum. Rétt vinnubrögð um notkun turnsins bæði í klifri og sigi verða æfð og allir læra að nota trausta hnúta á réttum stöðum.

Guðmundur Finnbogason

Guðmundur Finnbogason

Guðmundur segir að turninn hafi verið notaður í ýmislegt í gegnum tíðina. Varðeldar hafa verið tendraðir úr honum með rakettum á vír og ýmsir ofurhugar hafa gert úr honum aparólur eða svokallað flyfox. „Við mælum nú reyndar ekki með því,“ segir hann, „en liður í námskeiðinu er að taka upp markvissari öryggis- og verklagsreglur“.

 

Skráning á námskeiðið er á námskeiðssíðum vefs Úlfljótsvatns

jhj

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar