Síðastliðinn laugardag, 4. nóvember, áttu fálkaskátar á Suðurlandi frábæran dag í Laugardalnum þar sem þeir tóku þátt í Fálkaskátadeginum. Í ár var dagurinn samstarfsverkefni skátafélaganna Skjöldunga og Garðbúa.
Hressir Mosverjar í Ásabolta.

 

Það voru hátt í 70 skátar sem mættu í Goðheima og þurftu skátarnir að takast á við hinar ýmsu þrautir eins og Ásabolta, Mjölniskast, Skátatafl, Fenrisúlfinn og fleira. Þema dagsins var einmitt norræn goðafræði og því var dagskráin í takt við það.

 

(Óskar) Þór með Mjölni.

 

Þrátt fyrir kalsaveður og vind skemmtu krakkarnir sér við að kynnast goðafræðinni nánar og enduðu daginn á síðdegisvöku…. sem er eins og kvöldvaka nema fyrr um daginn… svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur!

Áður en Bræðralagssöngurinn var sunginn og deginum slitið fengu krakkarnir kakóbolla og kex til að hlýja sér fyrir heimferðina.

 

 

 

 

Hér má finna fleiri myndir af deginum.