Annríki hjá nýrri stjórn Kópa

Hreiðar Oddsson tók við sem félagsforingi í Kópum nýlega af Þorvaldi Sigmarssyni sem hætti eftir 20 ára stjórnarsetu. Á aðalfundinum sem var mjög vel sóttur voru einnig kjörin í stjórn þau Þóra Guðnadóttir, Hörður Gunnarsson og Jóhanna Björg Másdóttir. Fyrir í stjórn vor Andri Týr Kristleifsson, Tryggvi Bragason og Anna Marta Söebech.

Það er í mörg horn að líta hjá nýrri stjórn. Kópar eru gestgjafar Skátaþings í ár og þá hefur félagið hefur séð um hátíðarhöldin í Kópavogi fyrir bæjarfélagið á Sumardaginn fyrsta, sem er eftir þrjár vikur.

Stjórnarmenn við háborðið við upphaf aðalfundar: Anna Marta, Tryggvi, Hólmar, Andri Týr og Hörður

Stjórnarmenn við háborðið við upphaf aðalfundar: Anna Marta, Tryggvi, Hólmar, Andri Týr og Hörður

 

Sækja mót á Akureyri og Skotlandi í sumar

Kóparnir gera ráð fyrir að um sextíu skátar fari á Landsmótið fyrir norðan, en það dregur úr þátttöku að á sama tíma verða hátt í þrjátíu skátar á móti í Skotlandi í Blair Atholl. Hreiðar segir að fyrir eldri skátana sé það eðlilega meira spennandi að fara út fyrir landssteinana, ekki síst vegna þess að sá aldurshópur sem þangað fer hefur jafnvel farið 2 – 3 á landsmót á Íslandi.

Aðalfundur Kópa var mjög vel sóttur ...

Aðalfundur Kópa var mjög vel sóttur …

Starf á öllum stigum

Kópar bjóðar starf á öllum aldursstigum frá drekaskátum til Róverskáta. Einnig er foreldrafélagið Selirnir starfandi í tengslum við félagið, auk þess sem félagið hefur verið í mjög góðum tengslum við Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Innan félagsins starfa tólf skátasveitir: fjórar drekaskátasveitir, fjórar fálkaskátasveitir, tvær dróttskátasveitir, ein rekkaskátasveit og ein róverskátasveit.

Kópar hafa undanfarin fjögur sumur boðið upp á útilífsnámskeið fyrir börn í samvinnu við Kópavogsbæ. Skátaforingjar félagsins hafa leiðbeint á námskeiðunum.

... og mikill áhugi fyrir fundargögnum.

… og mikill áhugi fyrir fundargögnum.

Skátaheimili og þrír skálar

Starfsemi félagsins fer að mestu fram í nýlegu skátaheimili í Kópavogsdalnum að Digranesvegi 79. Gott útisvæði er við heimilið og er það mikið notað í tengslum við skátafundi. Kópar eiga þrjá skála, en það eru Þristur í Esju, Hvellur við Elliðavatn og Bæli á Hellisheiði. Þristur og Bæli hafa verið vel nýttir segir í ársskýrslu Kópa.

 

Tengd frétt: Félagsforingi í 20 ár

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar