Segja má að BÍS sé með skyldumætingu á fjórar alþjóðlegar ráðstefnur sem eru í röð á þriggja ára tímabili.

Um er að ræða heimsráðstefnur heimssamtakanna sem BÍS tilheyrir: WOSM (World Organization of the Scout Movement) og WAGGGS (World Association of Girl Guides and Girl Scouts).  Heimsráðstefnurnar eru þriðja hvert ár og eru þessar tvær haldnar sama árið en ekki saman né í sama landi, síðast árið  2014, WAGGGS í Hong Kong og WOSM í Slóveníu. Næstu ráðstefnur verða árið 2017.

Þá eru álfuráðstefnur og þar sem við erum í Evrópu sækjum við Evrópuráðstefnu.  Hún er sameiginleg með WOSM og WAGGGS og var síðast haldin í Berlín 2013 og sú næsta er í Osló 16.-21. júní 2016.

Norðurlandaþing er haldið þriðja hvert ár og er samstarfsvettvangur, Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Færeyja, Grænlands og Finnalnds. Næsta þing verður haldið í Reykjavík 14.-15. maí 2015.