Alþjóðaráð BÍS hafa borist tvo boð á viðburði fyrir Róverskáta í sumar frá Portúgal og Pólandi.

Portúgal

Rover Ibérico er haldið í Portúgal dagana 4-9 ágúst nk. Þemað er „Challange Yourself. Transform Yourself“ og snýst um að við tökum aukaskrefið til að takast á við áskoranir dagsins í dag til að gera jákvæða breytingu á okkur sjálfum fyrir betri heim. Farðu út fyrir þægindaramman og sjáðu heimin í stærra samhengi.

Í hnotskurn:

Hvenær: 4-9 ágúst 2015
Hvar: Porto og Guimaraes í Portúgal
Skráningarfrestur: 30 maí
Markmið: Taka þátt stóru Róverskátamóti; hitta fólk frá Portúgal, Spáni og öðrum löndum; Taktu áskoruninni og upplifðu eitthvað nýtt; skemmtu þér;
Fjöldi: 1000 þátttakendur
Þátttökugjald: €120 + ferðakostnaður
Nánar: www.roveriberico.com 

Pólland

WATRA 2015 – Time to act!

Wedrownicza Watra – WATRA 2015 er viðburður sem Pólska skátabandalagið heldur og er fyrir skáta á aldrinum 16-25 ára. Markmiðið er að deila reynslu og koma saman og taka þátt í flottri dagskrá.

í hnotskurn:

Hvenær: 14-23 ágúst 2015, 14.-18. ágúst Hike, 19. ágúst ferðadagur, 20.-23. ágúst tjaldbúð.
Þátttaka: í flokki af 5-15 skáta á aldrinum 16-25 ára með foringja sem er 18+.
Þátttökugjald: 120 PLN. innifalið; dagskrá, tjaldsvæði, merki. ATH þátttakendur versla sjálfir mat í nærliggjandi búðum.
Umsóknarfrestur: 15. júní. Senda á bis@skatar.is með nafni flokks, foringja, og flokksmeðlima.
Nánar: watra.zhp.pl/scouts/