WSM2017-logo-300pixStærsta skátamót Íslandssögunnar verður nú í sumar þegar yfir 5.000 skátar frá 95 löndum taka þá í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni.

Stærsta áskorun íslenskra skáta til þessa

Íslenskir skátar eru gestgjafar 15th World Scout Moot nú í sumar. Mótið er haldið á vegum heimssamtaka skáta, World Organization of the Scout Movement (WOSM). World Scout Moot er heimsmót eldri skáta. Þátttakendur er ungt fólk á aldrinum 18 – 25 ára auk sjálfboðaliða 26 ára og eldri. Um er að ræða eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar í 100 ára sögu hennar á Íslandi og jafnframt stefnir í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið var haldið 1931. Mótið er að öllu jöfnu haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni.

Mótið verður sótt af yfir 5.000 skátum frá yfir 100 löndum. Um 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn mæta til leiks, 85 frá Hong Kong og meira að segja munu mæta 15 frá Suður Afríku.  Lang stærsti hópurinn kemur frá Bretlandi eða um 650 manns. Um 100 íslenskir skátar taka þátt sem þátttakendur. Yfir 300 íslenskir skátar hafa sinnt undirbúningi og skipulagningu mótsins frá árinu 2013 og vinna að því að gera upplifun þátttakenda ógleymanlega.

Þema mótsins er Change – Inspired by Iceland. Þemað er hægt að nýta á margvíslegan hátt en það passar vel við það markmið skátanna um að gera heiminn að betri stað. Þátttakendur munu setja sér persónulegar áskoranir áður en komið er til Íslands sem þeir ætla að læra eða gera á mótinu og taka svo með sér heim til að efla sitt samfélag.

Mótið stendur yfir í níu daga frá 25. júlí – 2. ágúst 2017, en um 650 manns koma erlendis frá til að aðstoða við framkvæmd þess og mæta þá fyrr og fara seinna. Mótið er sett í Laugardalnum. Í framhaldi, og fyrri hluta mótsins dreifast þátttakendur á ellefu miðstöðvar víðsvegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Þingvöllum, Skaftafelli, Heimalandi, Vestmannaeyjum, Selfossi, Akranesi, Hveragerði og í Hólaskjóli. Þar munu þátttakendur taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem snýst um ævintýri og virkni, menningu og umhverfi. Þeir munu einnig leggja samfélaginu lið með 20.000 vinnustundum í sjálfboðavinnu fyrir nærsamfélög einstakra miðstöðva, slík verkefni eru t.d. göngustígagerð, hreinsun stranda, leikir fyrir börn svo fátt eitt sé nefnt.

Síðari  hluta mótsins sameinast þátttakendur á Úlfljótsvatni, þar sem skátarnir hafa byggt upp starfsemi frá árinu 1941. Mikil uppbygging hefur verið á Úlfljótsvatni í tengslum við mótið en farið hefur verið í framkvæmdir fyrir um 50m kr. . Á Úlfljótsvatni verður fjölbreytt dagskrá fyrir þátttakendur. Fyrst verður alþjóðadagurinn þar sem þátttökulöndin kynna sitt heimaland með þjóðlegum mat, dansi. leikjum eða öðrum uppátækjum. Næstu daga taka þátttakendur þátt í dagskrá í 5 mismunandi dagskrárþorpum. Fjögur þeirra eru nefnd eftir landvættum Íslands og bjóða þau upp á mismunandi viðfangsefni sem eru mikilvæg fyrir aldur þátttakenda. Þema þorpanna eru heilsa- og íþróttir, saga, listir og sköpun og svo umhverfið. Í fimmta þorpinu kynnast þátttakendur helstu trúarbrögðum heims í dag, hvað þau eiga sameiginlegt og hvernig fólk af ólíkum trúarbrögðum getur lifað í sátt og samlyndi.

Mótinu er slitið á Úlfljótsvatni 2. ágúst. Margir þátttakendur ferðast um Ísland fyrir eða eftir mótið. Að meðaltali eru þátttakendur á landinu í um 3 vikur. Áætlaðar gjaldeyristekjur af mótinu eru yfir 2ma kr.   en af því eru yfir 500 milljónir í beinan kostnað vegna mótsins.

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu þess www.worldscoutmoot.is.

:: Skoða heimasíðu World Scout Moot 2017
:: World Scout Moot 2017 á Facebook
[td_block1 category_id=“63″ limit=“9″ custom_title=“Fréttir tengdar WSM2017″]

Viltu vita meira um World Scout Moot 2017?

Ertu búin(n) að skoða vefsíðu mótsins? Ef ekki þá ættir þú að drífa í því – þar er að finna mikið af frábærum upplýsingum!

Mótssöngur WSM2017

Hollenskir skátar undirbúa sig

15th World Scout Moot
Skátamiðstöðin
Hraunbæ 123 | 100 Reykjavík
info@worldscoutmoot.is
Sími: 550 9800