WAGGGS Sangam

Nánari upplýsingar

Sangam er staðsett í Pune á Indlandi. Sangam skátamiðstöðin er ein af fjórum skátamiðstöðum rekin af WAGGGS. Sangam var opnuð árið 1966 af konu Baden Powells. Bygging, sem er hlaðin, er umkringd garði með mikið af trjám og einnig sundlaug.

Garðurinn, trén og blómin hjálpa til við að gera andrúmsloftið í Sangam rólegt og þægilegt. Svæðið er u.þ.b. sjö hektarar og státar af tjaldsvæði, hreinlætisaðstöðu, leikvelli. Svæðið liggur að ánni Mula. Innanhúss er pláss fyrir átta manns í hverju húsi en þau eru samtals fimm talsins.

 

Sangam býður uppá möguleika fyrir sjálfboðaliða til að vinna í skátamiðstöðinni í einhvern tíma. Þar gefst sjálfboðaliðum möguleikar á að upplifa indverska menningu, kynnast nýjum skátum, hjálpa til við að keyra skátastarf í miðstöðinni og slappa af í rólegu umhverfi Sangam skátamiðstöðvarinnar.

   

Vefsíða.