WAGGGS Our Chalet

Nánari upplýsingar
Our Chalet er ein af fjórum skátamiðstöðvum í heiminum sem reknar eru af WAGGGS. Our Chalet er staðsett í Adelboden, Sviss. Our Chalet samastendur af sex byggingum í svissnesku ölpunum. Skátamiðstöðin hefur upp á að bjóða frábært útsýni yfir stórbrotin fjöllin, snjó, beljur og fullt af ævintýrum!

Aðalbyggingin var byggð árið 1932 og er flottur fjallaskáli sem allir skátar yrðu stoltir að hafa sofið í. Möguleikar eru á að gerast sjálfboðaliði við skátamiðstöðina í stutt eða langt tímabil.

    Vefsíða