Houens Odde

Nánari upplýsingar
Staðsetning: Um 45 km frá Billund

Lýsing: Dönsk skátamiðstöð sem rekin er af KFUM skátunum. Landið sem skátamiðstöðin hefur eru um 90 hektarar en þar af um 70 hektarar skógi vaxnir. Á svæðinu eru 15 tjaldsvæði sem hvert og eitt hentar vel fyrir t.d. skátasveit eða félag. Einnig eru á svæðinu stór tjaldsvæði sem geta hýst allt uppí 2000 manns. Möguleiki er á gistinu inni en nokkur hús eru á staðnum.

Hvað er í boði:

 • Siglingar, Skátamiðstöðin er umkringd vatni og hefur hún til umráða fjölda kanóa, kajaka, hjólabáta og fleira.
 • Flekagerð
 • Trönubyggingar
 • Gúmmíbyssó, svipar til litbolta.
 • Rötun í skógi
 • Ratleikir
 • Bogfimi
 • Læra að henda öxi
 • Hópeflisleikir
 • Ýmsar gönguferðir
 • Trjáklifur
 • Og margt fleira