Roverway 2016

Daroverway2016gana 3.-14. ágúst 2016 verður Roverway haldið í Frakklandi þar sem saman koma þúsundir skáta, allstaðar að úr Evrópu. Þetta er í fimmta sinn sem Roverway er haldið en árið 2009 var mótið haldið á Íslandi. Skuldbinding, Evrópa og sameiginleg uppbygging eru aðal hugtök mótins og leitast verður við að tengja þau inn í alla dagskrá sem verður á meðan mótinu stendur, meðal annars í gegnum samfélagsverkefni og þá samstöðu sem óhjákvæmilega myndast á svona mótum.

Dagskrá Roverway er einstök

Byrjað er á því að fara í flokkum í svokallaðar ferðir eða “journeys” þar sem 50 skátar mynda saman fjölþjóðlegar sveitir og upplifa Frakkland, umhverfi og menningu, í 6 daga. Sveitirnar eru valdar saman útfrá þeim áfangastöðum og þemum sem skátarnir velja. Frakklandi hefur verið skipt upp í 7 hluta og í hverjum hluta er ein borg notuð sem upphafsstaður ferða. Borgirnar sem verða notaðar sem upphafsstaðir ferðanna eru; París, Marseille, Lyon, Lille, Strasbourg, Rennes og Toulouse. Ferðirnar verða því fjölbreyttar því Frakkland býður upp á mjög margvíslegt landslag sem hægt er að nýta í útivist, Alpana, Miðjarðarhafið og endalausar ekrur. Hver ferð hefur svo ákveðið þema sem flokkurinn velur sér áður en haldið er út. 4 þemu verða í boði en þau eru: Umhverfi, friður, menning og samfélag.

Eftir ferðirnar hittast allir þátttakendur svo aftur í Jambville, skátamiðstöð rétt norður af París, þar sem seinni hluti mótsins fer fram.

Stefnt er að því að fljúga beint út til Parísar með morgunflugi daginn sem mótið byrjar og heim aftur frá París með kvöldflugi um leið og mótinu lýkur. Þar af leiðandi er ekki gert ráð fyrir neinum ferðum fyrir eða eftir mót í þátttökukostnaði.

Hverjir geta tekið þátt?

Almennir þátttakendur eru á aldrinum 16 til 22 ára (fæddir 3. ágúst 1994 til 3. ágúst 2000) en IST er allir þeir sem eru eldri (fæddir fyrri 3. ágúst 1994). Mótsgjald fyrir þátttakendur er 199.000 kr en IST gjald er 169.000 kr. Innifalið er því er flug, mótsgjald og annar sameiginlegur kostnaður, svo sem lestarferðir og annað.

Skráning er hafin á hér . Hægt er að velja um greiðsluleiðir þar.

Í hnotskurn

Hvað: Roverway 2016
Hvar: Frakkland
Hvenær: 3. til 14. ágúst 2016
Hverjir: Þátttakendur á aldrinum 16-22 ára, IST eldri en 22 ára
Hve mikið: 199.000 kr fyrir þátttakendur, 169.000 kr fyrir IST
Hvers vegna: Af því að það verður æðislega gaman!

Fyrri mót

PreviousRowerwaysheader_roverway2016