Allir skátar hafa bólu á nefinu

Fjör á vel heppnuðum varðeldi.

Fjör á vel heppnuðum varðeldi.

Frábærlega vel heppnuðu Drekaskátamóti lauk á sunnudaginn en liðlega 300 drekaskátar tóku þátt að þessu sinni og nutu fjölbreyttrar dagskrár í bongóblíðu á Úlfljótsvatni. Drekaskátamótið er árlegur viðburður fyrir yngstu skátana sem eru á aldrinum 7-9 ára.

„Mótið hefur gengið eins og í sögu“ sagði Ásta Guðný Ragnarsdóttir mótsstjóri. „Veðrið hefur leikið við okkur og svo erum við með stóran hóp af frábærum foringjum og fyrirmyndar starfslið. Þessi stóri og samhenti hópur sjálfboðaliða hefur unnið frábært starf við undirbúning og framkvæmd mótsins. Það er rosalega mikilvægt að hafa öflugt foringjalið og starfsfólk á þessum mótum því margir skátanna eru að fara á sitt fyrsta skátamót og sumir í sína fyrstu útilegu án foreldra. Ég er því alveg gríðarlega sátt við hvernig til hefur tekist“ sagði Ásta Guðný með brosi á vör.

Fjölbreytt dagskrá var í boði alla helgina og nóg að starfa. Hápunktur mótsins var sameiginleg grillveisla á laugardagskvöld sem fylgt var eftir með dúndrandi skátavarðeld og tilheyrandi skemmtiatriðum. Gunnar Atlason varðeldastjóri var ánægður með varðeldinn og sagði það góða hugmynd að bjóða almennum tjaldgestum af tjaldsvæðinu líka með: „Við vorum með stóran hóp skáta og gesta á varðeldinum og allir tóku vel undir sönginn. Gamli smellurinn „Allir skátar hafa bólu á nefinu“ gerði sig sérstaklega vel á meðal almennu gestanna“ sagði Gunnar.

Fleiri myndir á Facebook – OPNA myndaalbúm

Glæsilegur hópur drekaskáta úr Svönum frá Álftanesi.

Glæsilegur hópur drekaskáta úr Svönum frá Álftanesi.

Ljósmyndir: Sigþrúður Jónasdóttir.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar