Formaður heimsstjórnar skáta, João Armando Gonçalves, var á Íslandi um liðna helgi. Tækifærið var notað og hann var fenginn til að tala á fundi með íslenskum skátum um nýja stefnu heimssamtaka skáta  – World Organization of the Scout Movement. Fundurinn var haldinn í Skátamiðstöðinni síðdegis síðasta föstudag og var hann öllum opinn, bæði skátum sem og öðru áhugafólki um uppbyggilegt æskulýðsstarf.
João Armando Gonçalves var ánægður með ferð sína til Íslands
João Armando Gonçalves var ánægður með ferð sína til Íslands

Í fyrirlestri sínum sagði hann frá hvernig unnið hefur verið í að straumlínulaga samtökin, en fundir eiga til að vera fjölmennir og fyrir vikið þyngri í vöfum.  Greinilegt er að João er hugleikið að stytta boðleiðir og auðvelda ákvörðunartöku. João Armando tók við formennsku heimssamtakanna í ágúst á síðasta ári og kemur sterkur inn til að leiða breytingar sem hafa verið í deiglunni um skeið.

Á heimsþinginu sem kaus João til forystu voru kynntar nýjar áherslur heimssamtakanna og í glærum hans á kynningarfundinum kvað við þann tón sem þar ríkti og þær samþykktir sem þar voru gerðar >  Kynningarglærur João .

Fjölmenn samtök

João gerði fyrst grein fyrir umfangi samtakanna og stjórnkerfi þeirra í stórum dráttum. Hann sagði að skráðir skátar í dag væru um 50 milljón talsins og stefn væri að því að fjölga þeim um helming á næstu árum. Bæði væri það raunveruleg fjölgun, en einnig þyrfti að bæta skráningu starfandi skáta.

 

Áhugasamir skátar
Áhugasamir skátar

Þátttökulýðræði

Meðal þess sem João hefur talað fyrir er aukin aðkoma ungmenna að ákvörðunartöku, bæði innan skátahreyfingarinnar sem utan. Hann sagði mikilvægt að við hjálpuðum ungu fólki að verða virkir borgarar.  Tilgangur eða mission skátahreyfingarinnar væri þátttaka í uppeldi ungs fólks byggt á gildum skátahreyfingarinnar sem grundvallast í skátaheiti og skátalögum. Hjálpa til við að byggja betri heim þar sem fólk þroskast og öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir einstaklingar og taka virkan þátt í samfélaginu.  „To contribute to the education of young people, through a value system based on the Scout Promise and Law, to help build a better world where people are self-fulfilled as individuals and play a constructive role in society.”

Guðmundur Pálsson tók fundinn upp á Vídeó sem sjá má neðar á síðunni
Guðmundur Pálsson tók fundinn upp á Vídeó

João sagði að á þessum grunni vildi heimssamtökin verð leiðandi æskulýðshreyfinging og markmiðið væri að 100 milljón ungmenna fyrir árið 2023.

Áhersluverkefni næstu ára

Á heimsþinginu var áréttað enn á ný uppeldishlutverk hreyfingarinnar í efla sjálfstæði skáta og virkni þeirra í að gera heiminn betri. Skilgreindir voru 6 áhersluþættir í stefnunni:

  • Þátttaka ungmenna (Youth Engagement). Skátastarf á að veita ungu fólki tækifæri til að þroska hæfileika sína og efla þekkingu sem gagnast við virka þátttöku í hreyfingunni, sem og í samfélaginu í heild.
  • Námsaðferðir (Educational Methods). Í starfi með börnum og ungmennunum er byggt á óformlegu námi sem styrkir þau í að takast á við margvíslegar áskoranir. Skátarnir vilja laða að eldri sjálfboðaliða og þjálfa þá til að halda uppi gæðum í æskulýðsstarfi sínu.
  • Fjölbreytni og samþætting (Diversity & Inclusion). Skátar eiga að endurspegla margbreytileika samfélagsins og bjóða með virkum hætti öllum að taka þátt. Fjölbreytileikinn á ekki eingöngu að birtast í þátttökunni heldur einnig verkefnum sem skátarnir taka sér fyrir hendur.
  • Samfélagsleg þátttaka (Social Impact). Allir skátar ættu að taka virkan þátt í starfi samfélagsins og deila þeirri reynslu sinni öðrum til hvatningar þannig að fleiri taki þátt í ákvörðunartöku í samfélaginu, nýti sér kosningarétt og stuðli að virku lýðræði. Með virkni og verkefnum leiða skátar til jákvæðra breytinga.
  • Miðlun og samskipti (Communication & Relations). Skátar eiga að sýna hvað þeir gera og hvers vegna með vísan í gildi sín. Þeir miðla upplýsingum með virkri samskiptatækni og velja sér samstarfsaðila í takt við markmið sín. Skátar njóti viðurkenningar sem leiðandi æskulýðshreyfing.
  • Gagnsæ stjórnun (Governance). Stjórnun alheimssamtaka skáta á að vera gagnsæ, skilvirk og með skýrum hætti tengd við stefnumálin, hlutverk skáta og framtíðarsýn. Ábyrgðarhlutverk innan skátahreyfingarinnar eiga að vera vel skilgreind og auðskilin með áherslu á hverju hlutverkið þjónar. Stefnt er að góðri samhæfingu til að starfið skili mestum árangri.

Starfshópar sjálfboðaliða leiða vinnuna

Vel tengdir skátar
Vel tengdir skátar

João sagði frá þeim hópum sem settir hafa verið á laggirnar til að leiða vinnunna sem tengist stefnumótuninni og áhersluverkefnunum sem lýst er hér að framan.

Í umræðum var spurt sérstaklega um einn hópinn sem tengist álitamáli og umræðu innan skátahreyfingarinnar til fjölda ára. Skátaheitið kveður víðast um heim á um að skátar geri skyldu sína við guð, en í seinni tíð heyrast þær raddir æ oftar að ekki sé rétt að halda of stíft í upphaflegt orðalag heldur vísa til andlegra gilda, sem síðan hver og einn geti fyllt upp í eftir sinni trúarsannfæringu.

João sagði að það væri ekki auðvelt fyrir fulltrúa heimssamtakanna að vera með mikil boð og bönn í þessum efnum. Menningarheimarnir væru ólíkir og mikilvægt væri að ræða alla fleti á þessu máli.  Breytingar lægju í loftinu en mikilvægt væri að halda sátt og einingu. Það væri fleira sem sameinaði skáta í öflugri uppeldishreyfingu.

Joao Armandu leggur mikla áherslu á samheldni skáta og hann segir að  virk þátttaka Bandalags íslenskra skáta í að taka nýja stefnu og aðlaga hana íslensku umhverfi sé ákaflega mikilvæg og byggi brýr milli skáta í heiminum.

 

Tengt efni:

Kynningarglærur João