Alþjóðaráð BÍS hefur borist boð um að senda fjóra þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu Rekka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Agora verður haldið í Guadarrama í Madrid á Spáni dagana 13-17. apríl. Í boði er að senda fjóra rekka og róverskáta, Ferðin er styrkt um 360 evrur. Mótsgjaldið er 150 evrur  og auk þess þarf að greiða ferðakostnaði.

Á Agora er rætt um fjölmörg mál er snerta fólk á aldrinum 16-24 ára og hvernig við eigum að þróa og leiða starfið fyrir þennan aldurshóp í skátunum. Nánari upplýsingar um Agora eru að finna á heimasíðunni: http://agora.rovernet.eu

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á föstudaginn, 15. janúar.  Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon(hjá)skatar.is

Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.