Íslenskum skátum býðst að senda allt að fjóra þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu Rekka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Agora verður haldið í Larch Hill, Dublin, dagana 11-15. apríl. Í boði er að senda fjóra rekka og róverskáta. Þáttökugjaldið er 200 evrur og auk þess þarf að greiða ferðakostnað. Styrkur er í boði fyrir þátttöku (25-50 þúsund) og mun upphæð ráðast eftir fjölda þátttakanda frá Íslandi.
Á Agora er rætt um fjölmörg mál er snerta fólk á aldrinum 16-24 ára og hvernig við eigum að þróa og leiða starfið fyrir þennan aldurshóp í skátunum. Nánari upplýsingar um Agora eru að finna á heimasíðunni: http://agora.rovernet.eu.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vefsíðu viðburðarins fyrir kl. 12:00 þann 1. mars n.k. 

Ferðasögur frá fyrri Agora ferðum má finna hérhér og hér.