„Af því við getum það“

Hópurinn sem hjólaði yfir Arnarvatnsheiði á leið sinni á Landsmótið á Akureyri kláraði hjólatúrinn í gær með 54 km dagleið inn á Laugarbakka.

Í gærmorgun vöknuðu þau hress og harðsperrulaus í veiðiskálanum við Arnarvatn stóra. Síðan var hjólað í þurru niður í Miðfjörð á rúmum 5 klst. Þar tók við heitur pottur, kvöldmatur og kósý kvöld.  Eitthvað var um sprungin dekk á leiðinni en annars gekk allt vel. Aðspurð af hverju þau voru að hjóla þetta er svarið „Af því við getum það“.

Tengdar fréttir:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar